Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Síða 38
Gamlar kúbverskar lækningaaðferðir hafa því verið teknar upp að nýju auk þess sem svokölluð óhefðbundin meðferð hefur verið flutt inn frá Kína, Víetnam og fleiri stöðum. Ég var mjög áhugasamur um þetta og fannst mikið til þess koma," segir Desmond. Andlegi þátturinn í námi í heilbrigðisvísindum Desmond Ryan er spurður út í þær rannsóknir sem hann er að vinna varðandi hinn andlega þátt í heilbrigðiskerfinu og hvernig þær eru tilkomnar. „Já, það kom þannig til að ég og félagi minn vorum á þeim tíma að vinna í háskólanum í Dundee, hún skipulagði námsefnið í læknaskólanum en égvar yfirmaður rannsókna við hjúkrunarskólann. Við hittumst dag einn og vorum bæði að kvarta yfir að það væri engin áhersla lögð á andleg málefni, hvorki í því námsefni sem hún var að fást við né í því sem ég var að skoða. Við reyndum að hafa áhrif og ræða við félaga okkar en þeir sögðu okkur að koma aftur þegar sett væri saman ný nánrskrá. Útkoman úr þessu varð sú að við settum á fót kvöldnámskeið, fólk gat komið eftir vinnu og námskeiðið var liður í endurmenntun fyrir fullorðna. Námskeiðið kostaði 30-40 pund og stóð í þrjár vikur, svo það var ekki dýrt. Til okkar komu 28 nemendur, tveir læknar, tveir félagsráðgjafar, 10-12 hjúkrunarfræðingar, starfsfólk heilsugæslunnar, Ijósmæður, fólk sem sinnti óhefðbundinni hjúkrun, tveir læknanemar, tveir prestar en engir hjúkrunarfræðinemar. Þetta var góður og blandaður hópur. Af ásettu ráði létum við þau mynda minni hópa og höfðum ekki marga úr sömu starfsgrein í sama hópi og reyndum að blanda hjúkrunarfræðingunum eins mikið og kostur var. I hverri viku byrjuðum við á að rifja upp. Þetta reyndist vera mjög öflugur hópur, fólk tengdist innbyrðis og hlakkaði til að koma. Það sagði frá vandamálum sínum og við fengum þeim heimaverkefni að vinna. Eitt þeirra fólst í því að ræða við fimm vinnufélaga um hvernig þeir skilgreindu hinn andlega þátt vinnunnar. Þau voru fyrst feimin við það og sögðu: „Nei, nei, vinnufélagar mínir hafa engan áhuga á andlegum málefnum,“ en við hvöttum þau samt til að gera það. Viðbrögðin voru stórkostleg, þýí margir komu aftur og sögðu: „Eg talaði við þennan eða hinn og ég hafði ekki hugmynd um að hann eða hún hefði áhuga á andlegum málefnum." Kannski var viðmælandinn skurðlæknir sem enginn hélt að hefði áhuga á andlegum málefnum. Svo kom í ljós að hann hafði mjög mikinn áhuga. Það var því mjög áhugavert að uppgötva að það var leyndur áhugi í kerfinu. Það eina sem gera þurfti var að fá þennan áhuga upp á yfirborðið og ræða hann." Hann segir að þau hafi haldið þetta námskeið nokkrum sinnum en þá langaði þau til að höfða til breiðari hóps. „Við mæltum okkur mót við fulltrúa stjórnvalda og vorunr svo heppin að hitta þá á réttum degi. Þeir sögðust nýlega hafa áttað sig á mikilvægi andlegra málefna og báðu okkur að hjálpa sér, skipuleggja ráðstefnu, gera rannsóknir o.s.frv. Þetta samstarf hófst sem fjögurra mánaða samningur en varð svo að þróunarverkefni. Erfiðleikarnir hafa aðallegaj falist í því að það hefur verið erfitt að fá aðgang. Sjúkrahúsin hafa þurft að ganga í gegnum ýmsari aðrar breytingar, endurskipuleggja ýmislegtj varðandi starfsemina og andlegum málefnum er ýtt niður af listanum yfir forgangsverkefni,“ segir Desmond. Hann segir einnig mikilvægt á tímum þess fjölmenningarsamfélags sem við búum í að starfsfólk sé betur að sér um andlegar þarfir sjúklinganna, ólík trúarbrögð og menningu. Þótt sérhæfing sé innan sjúkrahúsanna, t.d. víða starfandi sjúkrahúsprestar, þurfi fólk að vera mun betur að sér um andlegar þarfir sjúklinganna þannig að þeir geti spurt sem flesta og fengið viðeigandi svör. „Við vildum auðvelda öllurn að svara spurningum um andleg málefni," segir Desmond. „Við fengum smáaðgang en ekki eins mikinn og við vildum. Verkefni okkar er nú að mestu búið, því lauk r júní á síðasta ári, þá voru peningarnir búnir.“ Hann er spurður um niðurstöðurnar. „Lokaskýrsla mín verður almenns eðlis, ég geri ráð fyrir að tengja það sem er að gerast í heilbrigðiskerfinu því sem er að gerast í samfélaginu öllu. Það sem er að gerast í Bretlandi og á Vesturlöndunr er nokkurs konar ný endurbót, sú fyrri var sem kunnugt er þegar lúterstrúarmenn klufu sig frá kaþólsku kirkjunni. Nú um stundir er að verða fjöltrúarleg endurbót sem endurspeglar hið fjölmenningarlega samfélag. Einn þáttur þessarar breytingar er að hugað sé að líkamanum á jákvæðan hátt. Því er mjög mikið að gerast í sambandi við hina nýju sjálfsmynd sem er að koma fram á Vesturlöndum. Menn leita að innsta kjarna sjálfra sín, sumum finnst þetta bjánalegt eins og t.d. að nota kristalla en allar leiðir sem notaðar eru í óhefðbundnum lækningum og heilun fela í sér andlega þætti. Breytingarnar sjást alls staðar í samfélaginu, ef þú opnar t.d. kvennablöð má sjá alls kyns ráðgjöf um fjölskyldumál og sálfræðileg vandamál á andlegum nótum,“ segir hann. Tímarit hjúkrjnarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.