Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 41
efninu. Eitt vandamál á hjúkrunarheimilunum
er að það að hugsa um deyjandi er fyrir utan
hjúkrunarumönnun, því það er miklu meiri
áhersla á þá sem lifa í hjúkrunarmeðferðinni.
Þegar einhver er að deyja hvílir mikil leynd yfir
því. Og margir af þessurn eldri einstaklingum
vilja tala um dauðann, ég hef fengið mjög mörg
tækifæri til að ræða um dauðann við íbúana, og
; ef þeir eru tilbúnir til að ræða um þetta ætti það
að hvetja starfsfólkið til þess.“
Jo segir að vandamálið við hjúkrunarheimilin
sé að mjög margir fara þaðan, líkar ekki við
starfsfólkið eða hjúkrunarstjórnandann. Lélegur
starfsandi er því algengur. „Við verðum að breyta
kerfinu á hjúkrunarheimilunum, við verðum að
auka þekkingu um lífslok og umönnun þeirra
sem eru að ljúka lífi sínu. Starfsfólkið hefur fram
að þessu ekki litið á dauðann sem tiltekið ferli.
Þegar einhver er að deyja hugsar starfsfólkið með
sér að það muni hugsa eins vel um viðkomandi og
unnt er, og svo verður tiltekinn léttir þegar fólkið
deyr. Við verðum að opna augun fyrir því að
dauðinn er tiltekið ferli. Eg aðstoðaði starfsfólkið
við að koma sér upp kerfi til að fylgjast með líðan
fólksins með ákveðnu millibili, svo sem fjögurra
eða tólf stunda millibili. Og þegar sjúklingurinn
er dáinn er mikilvægt að starfsfólkið komi saman,
ræði reynslu sína af þessu andláti og hvað það
hafi lært á því.“
Hún segirþað líka vandamál að hjúkrunarheimilin
eru einkarekin og stjórnendur mikið að hugsa um
fjarhagslega hlið heimilanna, hvort þau beri sig
fjárhagslega. Lítið sé því um endurmenntun
starfsfólks og mikil skipti á starfsfólki.
VIÐTAL
Margt eldra fólk vill tala um
dauðann við lífslok
. Menninghjúkrunarheimilannahefur breyst með árunum. „Fyrir
tíu árum fór fólk inn á hjúkrunarheimili til að hafa félagsskap,
núna fer það vegna þess að það á við ýmis heilsuvandamál
að stríða. Það getur ekki hugsað um sig sjálft, það er miklu
veikara og sumir geta jafnvel ekki gengið. Stjórnendurnir
hugsa ekki um það, þeir eru bara að hugsa um hvað þeir geta
fengið mikla peninga. Og þeir hugsa með sér að auðvitað geti
hjúkrunarfræðingarnir unnið hraðar, þeir eru ekki að hugsa
um hvað fólkið er veikt, hvað það þarf mikla umönnun og
hversu margir eru deyjandi.“ Jo segir að hún hafi fundið annað
athyglisvert er hún fór að funda með starfsfóikinu, en það
var hve margir höfðu gengið í gegnum áföll, hefðu átt syni
sem höfðu látist í bílslysum eða eiginmenn sem hefðu dáið
úr hjartaáfalli. „Svo margir voru með óútleysta sorg. Þegar
unnið er með deyjandi fólki endurupplifir starfsfólkið þá sorg
sem það hefur orðið fyrir og er ef til vill óútleyst. í mörgum
vinnuhópunum talaði starfsfólkið því um persónulega reynslu
sína. Það var mjög mikilvægt fyrir fólkið að deila reynslu sinni
á þennan hátt. Og það var nokkuð sem ég bjóst ekki við.
Þeim fannst það öruggt að segja öðrum frá óútleystum sorgum
sínum. Þeir höfðu aldrei sagt frá þessu, svo það hjálpaði
fólkinu til að skilja hvað annað betur."
Lítið um endurmenntun starfsfólks á hjúkrunarheimilum
í Bretlandi
Jo segir algengt að fólk á vinnustöðum í Bretlandi fari í námsleyfi,
þeir sem eru að vinna á sjúkrahúsum fá slík leyfi greidd. „En það
er mjög erfitt á hjúkrunarheimilum. Sum hjúkrunarheimili borga
fyrir fólk sem fer á námskeið en í raun og veru vilja stjórnendur
ekki að fólk fari á námskeið, því þá óttast þeir að það fari annað
og fari með starfsmenntunina með sér. En það eru hvort eð er
miklar breytingar á starfsfólki og ég reyndi að segja að það gæti
ekki verið nema gott að bjóða upp á góða aðstöðu fyrir starfsfólkið,
þá vildu fleiri koma að vinna og betri starfsandi myndaðist.
Hjúkrunarheimili eru flóknir vinnustaðir. Sérstaklega þegar
eigendurnir eru ekki menntaðir hjúkrunarfræðingar. Stundum
eru þeir þjálfaðir en í þessu tiltekna hjúkrunarheimili þar sem
ég vann rannsókn mína þekktu eigendurnir hjúkrunarforstjórann
mjög vel. Þeir höfðu unnið saman áður og komið tilteknu
vinnufyrirkomulagi á meðal starfsfólks. Þegar við erum að þróa
vinnufyrirkomulag verða eigendur hjúkrunarheimilanna að vilja
þróast og ná fram breytingum. Þeir verða að bjóða sig fram.
Þeir sem hafa menntun í líknandi meðferð þurfa að koma upp
verkefnum á þeim stöðum sem unnið er á. Við erum komin með
menntunina, og þegar ég lýk doktorsnáminu mínu fer ég aftur
þangað og þá verð ég sá aðíli sem þróar vinnuna á þeim stað út
frá menntun sinni. Ég mun fá lykilpersónur til að sinna þessu
og þegar ég fer þá halda þeir áfram með breytingarnar," segir Jo
Hockley að lokum.
Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 |
39