Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Blaðsíða 42
Valgerður Katrín Jónsdóttir „Dauöinn er ekki vandamál að leysa" segir Erna Haraldsdóttir, en nærvera hjúkrunarfræöinga var ekki fyrir hendi á þann hátt sem hún bjóst viö í rannsókn hennar á skosku líknarheimili Erna Haraldsdóttir lauk hjúkrunarprófi frá Háskóla íslands 1987 og vann viö líknarmeöferð í 13 ár áöur en hún fór út í meistaranám viö háskólann í Edinborg. „Þegar ég var nýútskrifuð fór ég aö vinna viö hjúkrun krabbameinssjúklinga á Landspítalanum undir stjórn Kristínar Sophusdóttur. Þar kynntist ég fyrst hugmyndafræði líknarmeöferðar en Kristín haföi fariö í framhaldsnám til Danmerkur og kynnst þessari hugmyndafræöi þar. Eg fékk strax brennandi áhuga á þessari þjónustu og líknarhjúkrun hefur verið mitt áhugasviö alla mína starfstíð sem hjúkrunarfræöingur," segir Erna. Eftir útskrift vann hún á Landspítalanum, hjá heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og hjá hjúkrunarþjónustunni Karitas og átti þátt í aö móta líknarmeðferð hér á landi. „Þegar ég útskrifaðist haföi heimahlynningin tekiö til starfa þótt starfsemin hafi ekki veriö jafn umfangsmikil og hún er í dag. Því má segja aö þaö hafi verið tveir „sprotar" líknarmeöferöar í gangi á þessum tíma; annar í heimahlynningu og svo hinn á krabbameinsdeild Landspítalans.Ásíðastliðnum 15árum hefur líknarmeöferöin innan heilbrigðiskerfisins á íslandi þróast gífurlega. I dag höfum viö öfluga heimaþjónustu, líknarteymi til stuönings og ráögjafar og líknardeild. Þaö má segja aö þaö hafi verið lítill en sterkur hópur heilbrigöisstarfsfólks sem var drifkrafturinn í þessari þróun og mér finnst þaö forréttindi aö hafa verið hluti af þessum hópi." Erna segist hafa fengið mikinn áhuga á að rannsaka það sem kallað hefur verið nærvera. „Þetta er sterkur þáttur í líknarmeðferð en engu að síður erfitt að útskýra hann. Mér fannst það athyglisvert að þegar við hjúkrunarfræðingarnir í heimahlynningu fórum í vitjun til sjúklings og veittum nærveru útskýrðum við það gjarnan sem að „gera ekkert“. Þetta var viðurkennt innan okkar þjónustu þar sem við vissum öll að þessi athöfn, að „gera ekkert“, var að sjálfsögðu mikilvæg. Það truflaði mig hins vegar svolítið að við skyldum lýsa þessum mikilvæga þætti líknarhjúkrunar með þessum hætti. Eg velti fyrir mér; hverniggátum við útskýrt betur þennan mikilvæga þátt hjúkrunar? Og hver var ástæðan fyrir því að við kölluðum þetta að gera ekkert? Eg fann hjá mér brennandi löngun til að útskýra þennan mikilvæga þátt. Eftir 13 ár í starfi langaði mig til að halda áfram námi, þróa og bæta sjálfa mig og ákvað að rannsaka þetta hugtak, nærveru, í meistaranáminu mínu. Meistaranámið er eitt ár í Edinborgarháskóla, nemendur Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005 íleggja fram rannsóknaráætlun en framkvæma ekki rannsóknina sem slíka. Að loknu meistaranámi fann ég að ég var enn ekki búin að gera það sem mig langaði að gera og hélt því áfram í doktorsnám sem gaf mér tækifæri til að gera rannsóknina og skoða þetta hugtak af meiri dýpt.“ Fylgdist með störfum hjúkrunarfræöinga á skosku IíknarheimiIi Rannsókn Ernu fór fram á skosku líknarheimili. Rannsóknaraðferðin var eigindleg, „participant observation" eða þátttökuathugun, hún fylgdist með hjúkrunarfræðingunum þegar þeir veittu nærveruna og vildi reyna að útskýra hvað þeir voru að gera. „Áður en ég fór að fylgjast með hjúkrunarfræðingunum var ég með mína reynslu :að baki og mínar hugmyndir um nærveru eins og húneroft útskýrðsem „baraaðvera". Einstaklingar með langvinna ólæknandi sjúkdóma eru að glíma við fjölmargt í tengslum við þær afleiðingar sem sjúkdómurinn hefurfyrirþá og yfirvofandi dauða. Þess vegna er í líknarmeðferðinni lögð áhersla á að heilbrigðisstarfsfólk hjálpi sjúklingum að skilja þýðingu og merkingu þess að vera í þessari aðstöðu og geti hjálpað þeim að vinna úr þeirri reynslu sem óneitanlega fylgir því að horfast í augu við yfirvofandi eigin dauða. I rannsókn minni einbeitti ég mér að hjúkrunarfræðingum. Eg fylgdist því með þeim og undirbjó mig fyrir að kanna begðun þeirra þegar þeir veittu nærveru, til dæmis hvort þeir sátu eða stóðu og hve lengi þeir dvöldu með sjúklingnum, hvað þeir sögðu, hvort þeir snertu sjúklinginn o.s.frv. Eg spurði þá svo um atvikin eftir á, t.d. hvers vegna þeir ákváðu að sitja, hvers vegna ræða um tiltekið f efni o.s.frv. Það sem kom mér mjög mikið á óvart var að ég sá ekki þessa nærveru í störfum þeirra log rannsókn mín tók töluvert aðra stefnu en ég reiknaði með í upphafi." Erna segir að með rannsókn sinni sé hún ekki að gagnrýna hjúkrunarfræðingana á líknarheimilinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.