Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 46
Erlín Óskarsdóttir Aðalfundur CNR og ráðstefna ICN í Tapei í Taívan dagana 21.-27. maí 2005 Rúmlega 3000 þátttakendur voru viö opnun ráöstefnunar Ráðstefna Alþjóðasambands hjúkrunarfræðinga, ICN, og aðalfundur fulltrúaráðs aðildarhjúkrunarfélaganna - CNR, voru haldin í Tapei dagana 21.-27. maí 2005. Af hálfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sátu Erlín Óskarsdóttir, fráfarandi 1. varaformaður félagsins, og Halla Grétarsdóttir, 1. varaformaður, ráðstefnuna og fundinn. Félag taívanskra hjúkrunarfræðinga hafði undirbúið ráð- stefnuna ásamt ICN og heimaaðilum. Fulltrúar heilbrigðis- yfirvalda í Taívan tóku þátt í opnunarhátíðum ráðstefnanna og fluttu ávörp. 011 umgjörð og móttökur voru hinar glæsilegustu og heppnuðust í alla staði vel. Var öll skipulagning og fyrirkomulag einstaklega vel heppnað. Höfuðborgin Tapei í Taívan er mjög falleg og má minnast þess að eyjan gekk einnig undir nafninu Formósa sem er portúgalska og þýðir „falleg eyja“ og er það réttnefni. Fólkið er einstaklega hlýlegt og reyndi að aðstoða eftir fremsta megni. Tvær ráðstefnur í tengslum við aðalfund CNR Fyrir aðalfundinn var haldin ráðstefna um alþjóðlega samninga er snerta heilbrigðisþjónustu, flutning heilbrigðisfagfólks milli landa og starfsréttindi heilbrigðisstarfsfólks eða reglugerðir og alþjóðavæðingu. A þessari ráðstefnu voru þrír aðalfyrirlesarar, 44 Timarit hjúkrunarfræöinga 3. tbl. 81. árg. 2005 þeir Gilles Dessauit frá alþjóðabankanum er fjallaði um „Reglur í alþjóðlegu umhverfi“, Bernard Ascher, fyrrverandi framkvæmdastjóri Service Industry Affairs-skrifstofunnar Trade Representative í Bandaríkjunum, hann fjallaði um áhrif GATS - samkomulags um verslun með þjónustu, þ.e. reglugerðir landanna varðandi gagnkvæmt samkomulag um viðurkenningar á starfsréttindum milli landa. Síðan fjallaði prófessor James Buchan frá Queen Margaret University College í Edinborg um „Fólksflutninga og reglugerðir". Til frekari upplýsinga og fróðleiks er vísað á heimasíðu ICN (http://www.icn.ch/ regulation.htm). Alþjóöaráðstefna ICN, 23nd Quadrennial Congress Seinni ráðstefnan var aðalráðstefna ICN og hófst hún 21. maí og stóð til 27. maí. Yfirskrift hennar var: „Otrás hjúkrunar: þekking, nýbreytni og styrkur“. Þetta var fjölmenn og yfirgripsmikil ráðstefna. Við opnunarhátíðina, sem var hin glæsilegasta, voru þau dr. Margretta M. Styles og Stephen Lewis heiðruð. Dr. Styles var heiðruð með æðstu alþjóðlegu viðurkenningu innan ICN, Christiane Reimann-orðunni. Hún er skilgreind sem ímynd

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.