Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 48

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 48
Á þessum stjórnarfundi fóru fram kosningar til stjórnar. Nýr formaður ICN er dr. Hiroko Minami frá Japan. Aðrir fulltrúar í stjórn voru kosnir: Philda Nzimande frá Suður-Afriku, Angeliki Tapakoude frá Kýpur, Rudolph Cini frá Möltu, Veronika Pretnar Kunstek frá Slóveníu, Anna Karin Eklund frá Svíþjóð, Yves Mengal frá Belgiu, Franz Wagner frá Þýskalandi, Julita Sansoni frá ítaliu, Edith Allwood Anderson frá Jamaika, Williams Holzemer frá Bandarikjunum, Dulce Dirclair Huf Bais frá Brasilíu, Beatriz Carvallo Suarez frá Kólumbiu, Rosemary Bryant frá Ástralíu og Teresa J.C. Yin frá Taívan. Tókum við þátt í tveimur vinnuhópum þar sem annars vegar var fjallað um reglusetningar stjórnvalda og hlutverk hjúkrunarfræðinga og hins vegar um öryggi sjúldinga og tengsl þess við mönnun starfsfólks. Ólík staða hjúkrunarfræðinga í aðildarlöndum ICN í fyrri vinnuhópnum um „hlutverk stjórnvalda við reglugerða- setningar varðandi réttindi fagfólks" kom fram hversu ólfk staða hjúkrunarfræðinga er í löndunum. Var aðallega rætt um að vegna frjáls flutnings fólks milli landa leitaði betur menntað fólk til landa þar sem meiri von væri á hærri launum og öruggara starfsumhverfi og meiri líkur á starfsframa. Töluverð umræða og gagnrýni var á vestræn ríki sem löðuðu til sín fólk sem hefði lokið hjúkrunarmenntun í t.d. Afríku og það leiddi síðan beint og óbeint til þess að staðan versnaði alltaf í þessum ríkjum. Síðan var bent á að stjórnvöld í þróunarríkjum brygðust við þessu með því að minnka menntun þeirra sem stunduðu hjúkrun, niður í níu mánaða nám, í þeirri von að minni líkur væru á að þau yfirgæfu landið til að fá sér vinnu annars staðar. Þá var einnig rætt um að hjúkrunarfræðingar væru ekki alls staðar sjálfstæð stétt og réðu því sáralitlu um þær breytingar sem gerðar væru á menntun þeirra eða stöðu. Rætt var um mikilvægi þess að hjúkrunarfélögin í þessum löndum gætu leitað til óháðra aðila til að fá stuðning og leiðbeiningar. Ekki síður hvert væri hægt að leita til að fá aðstoð vegna þessara mála. Þá var einnig velt upp þeirri spurningu hversu öflug samtök ICN væru þegar á reyndi, sérstaklega í samskiptum við stjórnvöld varðandi málefni hjúkrunarstéttarinnar í viðkomandi landi, því eins og áður hefur komið fram eru hjúkrunarfræðingar ekki sjálfstæð starfsstétt í mjög mörgum aðildarlöndum ICN. Öryggi sjúklinga og hjúkrunarfræðinga I seinni vinnuhópnum var fjallað um I „öryggi sjúklinga í tengslum við skort á hjúkrunarfræðingum" en umræðan snerist einnig um að það væri líka tengt starfsöryggi hjúkrunarfræðingannasjálfra. lþessum vinnuhópi kom einnig fram hversu misjafnt ástandið erj innan aðildarlanda ICN. I mörgum löndum er verið að glíma við flótta hjúkrunarfójks frá sínum heimalöndum til Vesturlanda og því erj mikil vöntun á þjálfuðu hjúkrunarfólki auk þess sem glímt er við mikinn skort á aðföngum og hjúkrunargögnum. Aðstæður því allar mjög slæmar. Því vinnuöryggi hefur mikil áhrif á öryggi hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarstarfið er oft illa launað, semleiðirtilskortsáhjúkrunarfræðingum. Það hefur eirnig verið venja að heiðra einstakling með viðurkerningu úr alþjóðasjóði Florence Nightingale við sérstakan hátíðarmálsverð á ráðstefrunri, en nú í ár var ákveðið að stofra sjóð til notkunar i Afríku sem hafi það að markmiði að mennta munaðarlausar stúlkur (þar sem foreldrar hafa dáið úr eyðni). Mun sjóðurirn styrkja sérstaklega dætur látinna hjúkrunarfræðinga. Fjölmörg hjúkrunarfélög styrktu sjóðinn strax við stofnun hans. Félag Islenskra hjúkrunarfræðinga styrkti sjóðinn með um tvö hundruð og þrjátiu þúsund króna framlagi. Af þessu tilefni flutti rektor hjúkrunarháskólans i Pennsylvaniu, próf. Afaf I. Meleis, fyrirlesturinn „Safe Womanhood from Infancy to Senescence" (sjá http://icn.ch/ congress2005/highlights.htm). 46 Timarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.