Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Page 54
Doktorsvörn Sóleyjar Sesselju Bender: Þunganir unglingsstúlkna Föstudaginn 26. ágúst fór fram doktorsvörn viö læknadeild Háskóla íslands. Sóley Sesselja Bender dósent varöi doktorsritgerö sína Adolescent pregnaney. Andmælendur voru dr. Gunta Lazdane, prófessor viö læknadeild háskólans í Riga, Lettlandi og ráögjafi á sviöi frjósemisheilbrigðis og rannsókna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina í Kaupmannahöfn, og dr. Þórólfur Þórlindsson, prófessor viö félagsvisindadeild Háskóla íslands. Dr. Stefán B. Sigurösson, deildarforseti læknadeildar, stjórnaöi athöfninni sem fór fram í hátíöarsal, Háskóla íslands. Vörnin fór fram á ensku. Meginmarkmiö doktorsverkefnisins var að skoöa tiöni þungana unglingsstúlkna hér á landi miöaö viö önnur Norðurlönd, kanna sjónarmið ungs fólks gagnvart kynheilbrigöisþjónustu og notkun getnaöarvarna ásamt upplifun unglingsstúlkna af því aö taka ákvöröun um barneign. Jafnframt voru metin áhrif ráðgjafar um getnaöarvarnir meöal kvenna sem fóru í fóstureyðingu. Niðurstööurnar sýndu m.a. aö tíöni þungana meöal unglingsstúlkna var á timabilinu 1976-2002 hæst hér á landi, miðað viö Danmörku, Finnland, Noreg og Svíþjóö, þrátt fyrir aö hún hafi farið lækkandi á rannsóknartímabilinu. Fram kom að flest ungt fólk hefur ekki ætlaö sér aö standa frammi fyrir þungun á þessum tíma lífsins og kýs fremur forvarnir. Ungt fólk vildi í flestum tilvikum geta notið sérhæfðrar, víötækrar hágæöa kynheilbrigöisþjónustu. Olík viðhorf ungs fólks til kynheilbrigðisþjónustu tengdust búsetu þess, kyni og fyrri notkun þess á þjónustunni. Notkun getnaðarvarna var líklegri meöal stúlkna og pilta sem litu þungun alvarlegum augum og fannst þaö lítiö mál aö gera ráðstafanir varöandi notkun getnaöarvarna. Ótímabær þungun unglingsstúlkna og ákvöröun í kjölfar hennar skapaöi töluverða togstreitu. Þegar kom aö lokaákvöröun gátu þær ekki hugsað sér aö fara í fóstureyðingu, voru samt ekki reiðubúnar aö eignast barn, en sættu sig við ákvöröunina sem tekin var. Meirihluti kvenna sem fengu sérhæfða ráögjöf um getnaðarvarnir fyrir fóstureyöingu byrjaöi aö nota getnaðarvarnir eftir aögeröina en þaö sama átti einnig viö um samanburðarhóp kvenna sem ekki fengu slíka ráðgjöf. Þær sem voru líklegri að nota getnaðarvarnin eftir fóstureyöingu voru yngri konur og þær sem| voru í sambúð/giftar. Niðurstööur benda til þess að! mikilvægt sé aö stuðla aö kynheilbrigði ungs fólks og þróa kynheilbrigöisþjónustu sem tekur miö af sérþörfum þess. Aðalleiöbeinendur voru dr. Reynir Tómas Geirsson, prófessor viö læknadeild Háskóla íslands, og dr. Elise Kosunen, prófessor viö háskólann í Tampere, Finnlandi. Auk þeirra sátu í doktorsnefndinni dr. Auöna Ágústsdóttir, verkefnastjóri á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, dr. Sigrún Aöalbjarnardóttir, prófessorviö félagsvísindadeild Háskóla íslands, og dr. Vilhjálmur Rafnsson, prófessor við læknadeild Háskóla íslands. Sóley S. Bender fæddist í Reykjavík hinn 26. júli 1953. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973, BS-prófi i hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1977 og MS-prófi í Family Planning Administration frá University of Minnesota < 1983. Aö loknu hjúkrunarfræöinámi kenndi Sóley l fjölskylduáætlun í Nepal í eitt ár. Hún stóð aö stofnun Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir (FKB) árið 1992, sem er aðildarfélag innan Alþjóöasamtaka um fjölskylduáætlun, og var formaður þeirra fyrstu átta árin. Hún hefur staöiö aö þróun móttöku fyrir ungt fólk í Hinu húsinu á vegum FKB og móttöku á Landspítala - háskólasjúkrahúsi varöandi ráðgjöf um getnaðarvarnir og er verkefnisstjóri hennar. í tvo áratugi hefur Sóley kennt viö hjúkrunarfræöideild Háskóla Islands og verið dósent frá árinu 2000. Sóley er gift Friðriki Kr. Guöbrandssyni lækni og eiga þau þrjú börn. Sóley Bender Nám í fjölskyldumeöferö og fjölskylduráðgjöf. I febrúar 2006 hefst þriggja ára eftirmenntun ífjölskylduráögjöf og fjölskyldumeðferð, en upplagt er aö stunda námiö meö vinnu. Þátttakendur munu mæta 6 sinnum á ári á námskeið; 2x4 daga og 4 x 5 daga, alls 28 daga á ári. Námiö er samstarfsverkefni Ara Bergsteinssonar sálfræöings og The Kempler Institute of Seandinavia A/S. Kennararfrá Kempler-stofnuninni munu sjá um kennslu. Frestur til aö tilkynna þátttöku er til 15. nóvember. Upplýsingar veitir Ari Bergsteinsson í síma 864 2105 og 482 2105 eða sendið fyrirspurn á netfang; arib@simnet.is Einnig er tekið við fyrirspurnum hjá Reyni ráðgjafarstofu í síma 460 9500 virka daga nema fimmtudaga milli kl. 12 og 14. 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.