Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2005, Side 57
FRA FELAGINU
Samningar 2005
borið ábyrgð á gerðum sínum á rétt á að beina
skaðabótakröfu sinni vegna líkams- eða munatjóns
að launagreiðanda. Við mat og uppgjör kröfunnar
gilda almennar reglur skaðabótaréttarins."
Þessi bókun er ekki síst komin til vegna
málarekstrar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
vegna félagsmanns sem varð fyrir árás
geðsjúklings á ferðalagi stofnunar. Málið vannst
fyrir dómstólum og umrædd bókun var samin í
kjölfarið. Þessi bókun þykir mikil réttarbót fyrir
heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir einstaklingum
sem ekki geta borið ábyrgð á gerðum sínum
vegna sjúkdóma.
sínu til nefndarinnar. Gerður var skammtímasamningur frá
1. apríl til 30. nóvember 2005. Hækkanir skv. samningnum
voru sambærilegar og hjá ríki; 5,41% hækkun frá 1. apríl
2005 og eingreiðsla kr. 40.000. Þá var samið um sérstakar
orlofs- og desemberuppbætur, viðbótarframlag í lífeyrissjóð og
starfsþjálfun á vegum stofnunar. Astæður skammtímasamnings
helgast af því að fulltrúar launanefndarinnar vildu reyna
að samræma samning félagsins við önnur stéttarfélög.
Samningurinn var samþykktur samhljóða, u.þ.b. 50 manns
starfa eftir honum. Undirbúningur að nýjum kjarasamningi við
launanefndina er þegar farinn af stað. Það sem m.a. er rætt er
mögulegt samflot BHM-félaga á svipuðum nótum og hjá ríki.
Samningur viö Reykjavíkurborg
Málefni vaktavinnumanna
Hinn 16. febrúar 2005 var samið um sameiginlega j
yfirlýsingu um málefni vaktavinnumanna.
Yfirlýsingin er svohljóðandi: „Aðilar eru sammála
um að fara í gagngera endurskoðun á málefnum
vaktavinnustarfsmanna með það að markmiði
að bæta vinnufyrirkomulag þeirra og gera
vaktavinnuna eftirsóknarverðari. Sérstaklega
skal skoða kjör og lengd vinnutíma. Rannsóknir.
benda til þess að vaktavinna sé meira slítandi en
annað fyrirkomulag vinnu og þá er sífellt erfiðara j
að manna nætur-, helgar- og stórhátíðarvaktir á
stofnunum. Finna þarf leiðir til þess að mæta
þessum erfiðleikum með hag starfsmanna og
stofnana fyrir augum.
Vinnuhópur skipaður fjórum fulltrúum BHM/j
BSRB og fjórum fulltrúum fjármálaráðherra skili
af sér tillögum til samningsaðila innan átján
mánaða frá undirritun yfirlýsingarinnar. Skulu
aðilar taka afstöðu til þeirra og ákveða hvenær
og með hvaða hætti þeim tillögum sem samstaða
næst um verði hrint í framkvæmd."
Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenslíra
hjúkrunarfræðinga, og Helga Birna I ngimundardóttir,
hagfræðingur Félags íslenskra hjúlírunarfræðinga, j
eru fulltrúar BHM í þessari vinnu.
Samningur viö launanefnd sveitarfélaga
Gengið var frá kjarasamningi félagsins og
launanefndar sveitarfélaga 20. apríl 2005. Nokkur
sveitarfélög og stofnanir vísa samningsumboði
Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
og Reykjavíkurborgar rann út 30. nóvember 2004.
Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í vor 2005. Skrifað
var undir kjarasamning við Reykjavíkurborg 22. september
2005. Samningurinn er á sömu nótum og við ríki og er nú í
atkvæðagreiðslu.
Samningur viö SFH
SFH eru samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu innan
öldrunar- og meðferðarþjónustu. Þær stofnanir sem þar eru
undir eru 17 og þar starfa u.þ.b. 200 hjúkrunarfræðingar.
Viðræður við SFH um gerð kjarasamnings við Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga hafa staðið yfir frá því að samningur við
fjármálaráðherra var samþykktur. Hinn 9. september sl.
sömdu Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og SFH um nýjan
kjarasamning. Samningurinn er á sömu nótum og við ríki og
hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu.
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíö 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3. tbl. 81. árg. 2005