Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 7
RITSTJÓRASPJALL „HUGSAÐU JÁKVÆTT, ÞAÐ ER LÉTTARA Öldrunarhjúkrun var hugtak sem þekktist ekki hér á landi á áttunda áratugnum, eins og segír í viðtali við Sigþrúði Ingimundardóttur, heiðursfélaga FÍH hér í þessu tölublaði, en hún hefur nú látið af störfum sem hjúkrunarforstjóri Sólvangs í Hafnarfirði. Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarna mánuði hafa vistmenn þar búið við mikil þrengsli, en eins góða umönnun og unnt er að veita miðað við þær aðstæður. Flestir eru sammála um að bæta þurfi ytri aðbúnað elstu kynslóðar landsins og vonandi eru einhverjar lausnir í sjónmáli. Einnig þarf að breyta viðhorfum til þeirra sem vinna oft mjög gott starf þrátt fyrir lélegar aðstæður, eins og áður hefur verið bent á. En hvað með innra starf heilbrigðiskerfisins? Hvernig er unnt að minnka kulnun í starfi og auka starfsánægju? I byrjun maí kom til landsins einn af tíu mestu andlegu leið- togum heimsins, Dadi Janki. Hún er á tíræðis- aidri, vann árum saman sem hjúkrunarkona og hefur auk þess glímt við marga alvarlega sjúkdóma þó heilsa hennar nú um stundir Valgerður Katrín Jónsdóttir sé mjög góð. Hún átti hugmynd að því að setja fram námsefni til að auka starfsánægju heilbrigðisstarfsfólks og þá um leið bæta umönnun þeirra sem þurfa á aðstoð þessa fólks að halda. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að heilbrigðisstarfsfólk byrji á sjálfu sér til að það geti aðstoðað aðra, sbr. hið fornkveðna „læknir, lækna sjálfan þig“. I þessu tölublaði er rætt við Dadi Janki og farið í ferð til Oxford þar sem námsefni hennar var kynnt í fyrsta sinn á þverfaglegri námstefnu. Umræða um heilbrigðismálin hefur verið á neikvæðum nótum að undanförnu og umfram annað einkennst af skorti á ýmsum sviðum. Flestum ber saman um að bæta þurfi ytri aðstæður, fjölga hjúkrunarheimilum, hjúkrunarfræðingum og auka heimahjúkrun og heimilishjálp. En eins og og Dadi Janki bendir á getur umræða um skortinn einnig verið huglæg og mótast af viðhorfum sem þarf að breyta. Fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn vinna störf sín af alúð og umhyggju en það þykir ef til vill hvorki fréttnæmt né tilefni tii launahækkana eða starfsheiðurs. Eins og Dadi Janki bendir á er það fyrst og síðast mannkærleikur og umhyggjan í heilbrigðiskerfinu sem læknar. Það getur oft verið erfitt að setja sig í spor annarra og því dýrmæt reynsla fyrir þá sem sinna sjúkum að hafa verið notendur þjónustunnar, sjúklingar eða aðstandendur. Slíka reynslu hefur Dadi Janki eins og áður sagði og Sigþrúður Ingimundardóttir, en hún hefur glímt við brjóstakrabbamein. í blaðinu er einnig frásögn hjúkrunarfræðings af því að þurfa að leita aðstoðar vegna dóttur sinnar sem greinst hafði með geðsjúkdóm en fjölskyldan bjó úti á landi. Hún leggur áherslu á að viðhorf til geðsjúkra þurfi að breytast. Þeim sem ganga í gegnum sjúkdóma og þá erfiðleika sem þeim fylgja finnst ef til vill ekki að unnt sé að hugsa jákvætt, að minnsta kosti meðan á mestu þrengingunum stendur. Það er samt sem áður það sem kemur flestum að mestu gagni, jafnt lærðum sem leikum, og stuðlar að heilbrigði, hvort sem það er hjá einstaklingum, stofnunum, samfélögum eða jafnvel heiminum öllum. f þessu tölublaði kynna geðhjúkrunarfræðingar áfram geðorðin 10 sem sjá má á kæliskápum fjölskyldna víða um land, en eitt þeirra hljóðar einmitt þannig: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara". Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 5

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.