Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 27
ÞANKASTRIK Bryndís Þórhallsdóttir, brynthor@strik.is HUGARFARSBREYTING VERÐUR AÐ EIGA SÉR STAÐ - hugleiðingar um líknandi meðferð Hér á landi hefur hugtakið líknandi meðferð eða líknarmeðferð fest sig í sessi sem þýðing á enska hugtakinu palliative care. Það fer vel á því að nota hið fallega og rótgróna íslenska orð, líkn, yfir þá heildrænu og mannúðlegu umönnun sem líknandi meðferð stendur fyrir. Hins vegar veldur það mér áhyggjum hve margir virðast álíta að líknarmeðferð sé eingöngu fyrir deyjandi fólk. Slíkt viðhorf getur leitt til þess að sjúklingar fari á mis við mikilvæga hjálp í veikindaferli sínu. Þessi hugtakaruglingur er þó ekki að ástæðulausu og á sér að hluta til eðlilegar skýringar. Mikil þróun hefur átt sér stað í líknarmeðferð síðan farið var að veita hana á markvissan hátt fyrir tæpum fjórum áratugum. Fyrstu árin var meðferðin einkum hugsuð fyrir deyjandi fólk, og þá fyrst og fremst af völdum krabbameins, en smátt og smátt hafa sjónir manna beinst að öðrum lífsógnandi sjúkdómum, auk þess sem sýnt hefur verið fram á að hægt sé að fyrirbyggja erfið síðkomin einkenni, líkamleg og andleg, með því að færa líknarmeðferð framar í sjúkdómsferlið. Segja má að þessi þróun hafi verið opinberlega staðfest árið 2002 en þá sá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ástæðu til þess að breyta skilgreiningu sinni á líknarmeðferð frá árinu 1990. í hinni nýju skilgreiningu segir: L'knarmeðferð eykur lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra er takast á við vandamál þau er fylgja lífsógnandi sjúkdómi, með því að koma í veg fyrir og aflétta þjáningu með skjótri greiningu, nákvæmu mati og meðferð við verkjum og öðrum líkamlegum, sálfélagslegum og andlegum vandamálum. (http://www.who.int/ cancer/pallitative/definition/en/print.html.) Hugtakið lífsógnandi er hér komið í stað ólæknandi og samkvæmt því getur líknarmeðferð átt rétt á sér hvort sem von um lækningu er mikil eða lítil. í skilgreiningunni segir enn fremur: Bryndís Þórhallsdóttir Líknarmeðferð er gagnleg strax á fyrstu stigum sjúkdóms, samtvinnuð annars konar meðferð sem ætlað er að lengja lífið... og felur í sér þær rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að skilja og meðhöndla betur erfiða fylgikvilla. Þessi skilgreining endurspeglar þá hugmyndafræði að samtvinna líknandi og læknandi meðferð. Líknarmeðferð getur þannig hafist við greiningu þó svo að þá sé aðaláherslan lögð á lækningu. Þegar líður á sjúkdómsferlið víkur læknandi meðferð en vægi líknarmeðferðar eykst uns hún nær hámarki í umönnun við lífslok. Auðvitað er mjög misjafnt hvernig og hversu hratt sjúkdómsferlið gengur fyrir sig. Sumir fá alfarið bót meina sinna, aðrir tímabundið og enn öðrum gefur sjúkdómurinn engin grið. Sýnt hefur verið fram á að þegar líknarmeðferð er ekki komið á fyrr en stuttu fyrir lífslok eru sjúklingar oft að kljást við erfið og flókin einkenni og þá er hætt við að ekki vinnist tími til að nýta þau úrræði sem meðferðin býður upp á. Það er Ijóst að ofangreind hugmyndafræði kallar á breytt vinnubrögð. Hún krefst stóraukins samstarfs allra þeirra sem koma að umönnun og meðferð sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma. Ábyrgðin á að slíkt samstarf takist er í höndum okkar fagfólks, sem og yfirvalda, og þar er verk að vinna. Á íslandi hefur engin opinber stefnumótun farið fram þrátt fyrir að sérhæfð þjónusta í líknarmeðferð hafi staðið til boða í tæp 20 ár. Ekki eru til neinar samræmdar leiðbeiningar fyrir fagfólk ef frá eru taldar leiðbeiningar Landspítala — Háskólasjúkrahúss um meðferð við lífslok. Því er afar brýnt að hér á landi eigi sér stað skipuleg úttekt og umfjöllun um líknarmeðferð og að sú vinna leiði til markvissrar stefnumótunar. Ég leyfi mér að fullyrða að það stefnuleysi sem nú ríkir heftir framþróun á þjónustu í líknarmeðferð og sem endurspeglast m.a. í skilningsleysi á hugtakinu sjálfu. Ákveðin hugarfarsbreyting verður að eiga sér stað. Líta verður á líknarmeðferð sem viðeigandi og þýðingarmikinn þátt í meðferð sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma. Sjúklingar þurfa ekki að bíða þess að vera deyjandi til að eiga rétt á líknarmeðferð, hvort sem þjónustan er veitt í heimahúsi eða á sjúkrastofnun. Eða virðist það á einhvern hátt rökrétt að bíða með sérhæfða hjálparmeðferð þar til rétt fyrir andlát? Ég skora á Vilborgu Þórðardóttur hjúkr- unarfræðing að skrifa næsta þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.