Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 9
9 Frá málþingi Sjónarhóls í febrúar 2006 baráttunni fyrir bættum' hag fjölskyldna barna með sérþarfir. Frá því skráning hófst hefur vel á þriðja hundrað foreldra barna með sérþarfir leitað til ráðgjafarmiðstöðvarinnar. Flestir voru úr Reykjavík og nágrenni. Um þriðjungur var foreldrar barna með ADHD en einnig komu margir foreldrar barna með þroskahömlun, mismunandi stig einhverfu, líkamlega fötlun og lang- vinna sjúkdóma. Mörg barnanna höfðu greinst með fleiri en eitt þroska- eða heilsufrávik. Algengustu erindi, sem foreldrar áttu við ráðgjafana, tengdust skólagöngu á mismunandi skólastigum, stuðningsúrræðum, félagslegri stöðu og ýmsu varðandi Tryggingastofnun ríkisins. Gott sambýli Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses. er til húsa á Háaleitisbraut 13 ásamt félögunum sem stóðu að stofnun hennar, þ.e. Landssamtökunum Þroskahjálp, Umhyggju, félagi til styrktar iangveikum börnum, ADHD-samtökunum og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF). SLF hefur starfað í húsinu í áratugi en hin aðildarfélög Sjónarhóls keyptu hlut í húsnæðinu á móti Sjónarhóli af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses. nýtir ekki allt húsnæði sitt á Háaleitisbraut 13 fyrir eigin starfsemi og er hluti þess leigður út til starfseininga með skylda starf- semi. Leigjendurnir víkka út og auðga þá þjónustu sem stendur til boða í húsinu. Leigjendur Sjónarhóls eru: Tölvumiðstöð fatlaðra (TMF), Umsjónarfélag einhverfra, Félag áhugafólks um Downs-heilkenni, CP- félagið, Fjölskyldumiðstöðin og trúnaðar- maður fatlaðra fyrir Reykjavík og Suður- nes. Auk þess er þar rannsóknaraðstaða fyrir tvo nemendur á framhaldsstigi sem stunda rannsóknir sem varða þjónustu hóp ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem stéttarfélög hafa tekið að sér að reka í samvinnu við Sjónarhól og félagsvísindadeild Háskóla íslands. Verslunarráð fslands studdi verkefnið fyrsta árið en BSRB tók við í árslok 2005. Að gefnu tilefni er ástæða til að leiðrétta þann misskilning að ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll sé regnhlíf yfir alla starfsemi á Háaleitisbraut 13. Samtökin, félögin og stofnanirnar deila húsnæði en starfa áfram sjálfstætt hvert á sínu sviði með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Nábýlið gefur hins vegar möguleika á nánu og skemmtilegu samstarfi. Samlegðaráhrif koma fram í aukinni samvinnu um einstök verkefni og auðveldu aðgengi að uppiýsingum innanhúss. Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses, er ein starfseininganna í húsinu og rekstur hennar fyrstu þrjú árin tryggðu ríkisstjórn íslands, Össur hf., Landsbankinn hf., Pokasjóður, Kvenfélagið Hringurinn og Actavis hf. Auk þess var nýlega skrifað undir þjónustusamning við 5JÖNAR HÖI.L Reykjavíkurborg sem miðar að því að bæta þjónustu fyrir foreldra barna með sérþarfir í Reykjavík. Hjá Sjónarhóli er áhugi á víðtæku samstarfi við sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og samtök. Framtíðard rau mar Allir foreldrar eiga að vita af Sjónarhóli og hvaða þjónusta stendur þar til boða. Leitast er við að kynna Sjónarhól fyrir foreldrum, almenningi, fagfólki, félaga- samtökum og stofnunum á fjölbreyttan hátt sem víðast. Haustið 2004 var opnuð heimasíða, www.sjonarholl.net, sem geymir ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra. Bækling um Sjónarhól er hægt að fá á skrifstofunni á Háaleitisbraut. Starfsfólk Sjónarhóls tekur á móti gestum og heimsækir með ánægju félagasamtök og vinnustaði um allt land í kynningarskyni. Þá hefur Sjónarhóll notið liðsinnis Engilráðar andarunga og göngugarpanna Bjarka Birgissonar og Guðbrands Einarssonar við að breiða út boðskapinn sem starfið byggist á. Aðstandendur Sjónarhóls vilja sjá starf- semina blómstra í framtíðinni. Forsenda þess er innihaldsríkt starf sem reynist foreldrum barna með sérþarfir gagnleg. Á því byggist starfsgrundvöllur Sjónarhóls um ókomna tíð. Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð ses. Háaleitisbraut 13, 112 Reykjavík Sími: 5351900 www.sjonarholl.net Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.