Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 25
RITRYND GREIN sjálfsögðum hlut. Heimsóknir aðstandenda leyna sér ekki á hjúkrunarheimilum en hins vegar má telja að formgerð þeirra hafi um margt verið hulin. Niðurstöður þessarar rannsóknar gera m.a. formgerð heimsókna sýniiega en hún skapar ákveðinn grunn til þess að viðhalda fjölskyldutengslum eftir að aldraður fjölskyldumeðlimur hefur flutst á hjúkrunarheimili og endurspeglar merkingu heimsókna fyrir fjölskylduna. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að það er undir aðstandendum sjálfum komið að „læra að koma í heimsókn" og skapa heimsóknum sínum formgerð. Þátttakendur í rannsókninni voru „fyrirmyndaraðstandendur" sem gátu miðlað þeim lærdómi sem þeir höfðu dregið af reynslu sinni af heimsóknum á hjúkrunarheimili. Spurningin er hvort slíkur iærdómur geti ekki komið öðrum til góða og hvort ekki megi kenna fleiri aðstandendum að koma í heimsókn á hjúkrunarheimili með því að styðja við þá og leiðbeina þeim. Aðstandendur kunna að þurfa á leiðbeiningum að halda við að skipuleggja heimsóknir sínar, setja niður heppilega tilhögun og finna eitthvað við að vera á meðan á heimsókn stendur. Aðstæður aðstandenda geta þó verið misjafnar, fólk á sér vissulega mismunandi sögu saman og fjölskyldubönd eru margháttuð og allt hefur þetta áhrif á forsendur viðkomandi til heimsókna og viðhorf hans til afskipta starfsfóiks í þeim efnum. En það þarf að vera fastur liður við móttöku nýs íbúa á hjúkrunarheimili að hjúkrunarfræðingur ræði við nánasta aðstandanda um hvernig fjölskylduböndunum sé háttað, sögu þeirra saman og kanni afstöðu hans og aðstæður til þess að hlúa að tengslunum við hinn aldraða eftir flutninginn á hjúkrunarheimilið. Þá skiptir máli að leggja áherslu á þátt aðstandenda við að bæta líðan íbúa á hjúkrunarheimilinu og ræða um skipulag heimsókna, ýmsa möguleika til að haga heimsóknum, hvað sé hægt að hafa á dagskrá og þá hvað kveðjustundin skiptir miklu máli. í þessu tilliti er gott að taka upp með fólki hvernig samveru þess með hinum aldraða hafi verið háttað áður fyrr og hvort mögulegt sé að heimsóknum sé varið upp á gamla mátann eða að einhverju leyti eins og vant var að eiga stund saman. Hins vegar er vert að gæta þess að aðstandendum finnist það ekki kvöð af hálfu hjúkrunarheimilisins að þeir hafi eitthvert tiltekið form, á heimsóknum sínum heldur er mikilvægara að aðstandendur fái þau skilaboð að þeir geti haft „sinn háttinn á“ og það sé alltaf ánægjulegt að sjá þá í heimsókn, jafnvel í mýflugumynd. í samræðum við aðstandendur við móttöku nýs íbúa er einnig mikilvægt að upplýsa aðstandendur vel um daglegan gang á heimilinu. Til dæmis er æskilegt að völ sé á upplýsingum um heimilið í bæklingsformi og á vefnum. Eins getur það vissulega verið gott fyrir aðstandendur að sjá „svart á hvítu“ hvernig dagskrá ættingjans muni í stórum dráttum ganga fyrir sig á heimilinu, t.d. getur „stundatafla" með yfirliti yfir dagskrá vikunnar fyrir viðkomandi heimilismann komið sér vel. Samræður við aðstandendur við upphaf dvalar hins aldraða getur hjálpað þeim við að koma formi á heimsóknir sínar og skapað nauðsynlega undirstöðu fyrir samskipti og samvinnu aðstandenda og starfsfólks við umönnun hins aldraða. Port (2004) leggur áherslu á að það sé mikilvægt að komast að því hvað hverri og einni fjölskyldu finnst erfiðast við heimsóknir á hjúkrunarheimili til þess að stuðla að frekari hlutdeild hennar í umönnuninni. Upphaf dvalar á hjúkrunarheimili er þýðingarmikil bæði fyrir hinn aldraða og fjölskyldu hans. Mynstur heimsókna sem þróast fyrst eftir að aðstandendur byrja að koma í heimsókn helst að miklu leyti óbreytt þar til yfir líkur samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Yamamoto-Mitani og samstarfsmanna hennar (2002). Aðstandendur eru í nýjum aðstæðum við upphaf dvalar og þá skiptir miklu máli að hjúkrunarfræðingar og samstarfsfólk þeirra, sjúkraliðar og starfsmenn við aðhlynningu, gefi þeim hjálpleg leiðarmerki svo þeir viti hvernig þeir eigi að snúa sér og geti orðið hagvanir í þessum framandi heimi. Þeir þurfa líka að finna að þeir eru kærkomnir gestir, en kærkomnir og hagvanir aðstandendur geta síðan orðið starfsfólkinu að ómældu liði við að hjálpa hinum aldraða íbúa að finna sér stað í nýjum heimkynnum og njóta þeirra þegar fram líða stundir. Hins ber þó gæta að meðalaldur íbúa á hjúkrunarheimilum er hár og var á bilinu 84-86 ár á mismunandi deildum á meðan á rannsókninni stóð, en hár aldur íbúa gerir það að verkum að sumir þeirra eiga orðið fáa eða enga nákomna að á lífi og eiga því litla von á heimsóknum. Þá er það er afar mikilvægt að starfsfólkið „gefi sig sérstaklega að“ slíkum íbúum og leitist við að vega upp á móti því sem þeir fara á mis í umönnun náinna ætttingja. Lokaorð í þessari grein hefur verið fjallað um hvernig fjölskyldan tekst á við flutning nákomins aldraðs ættingja á hjúkrunarheimili með því að halda áfram að eiga hlut að lífi hans með heimsóknum sínum á heimilið. Aðstandendur „læra að koma í heimsókn" á hjúkrunarheimili og það gera þeir með því að skapa heimsóknum sínum á hjúkrunarheimilið ákveðið form. Heimsóknir fjölskyldunnar eru reglubundnar og form þeirra, þ.e. skipulag, tilhögun og dagskrá, býr til undirstöðu fyrir samveru með hinum aldraða á meðan á heimsókninni stendur og gefur henni innihald og merkingu. Mikilvægt er að starfsfólk á hjúkrunarheimilum geri sér að fullu grein fyrir gildi þessarar formgerðar og þýðingu heimsókna fjölskyldunnar fyrir gæði lífs á hjúkrunarheimilum. Heimildir Allen, J. (1993). Caring work and gender equity in aging soeiety. (J. Allen og A. Pifer (ritstj.), Women on the front lines: Meeting the challenge ofan aging Ameríca (bls. 221 -239). Washington: Urban Institute. Bauer, M. (2006). Collaboration and control: nurses’ oonstructions of the role of family in nursing home care. Journal ofAdvanced Nursing, 54(1), 45- 52. Bauer, M., og Nay, R. (2003). Family and staff partnerships in long-term care: A review of the literature. Journal of Gerontological Nursing, 29(10), 46- 53. Benner, P. (1994). The tradition and skill of interpretive phenomenology in studying health, illness, and caring practices. ( P. Benner (ritstj.), Interpretive phenomenology: Embodiment, caring, and ethics in health and illness (bls. 99-127). Thousand Oaks, Kaliforníu: Sage. Benner, P„ Tanner, C.A., og Chesla, C.A. (1996). Expertise in nursing prac- tice: Caríng, clinical judgement and ethics. New York: Springer. Bowers, B.J. (1988). Family perception of care in a nursing home. The Gerontologist, 28, 361 -368. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.