Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 11
Sigþrúður er alin upp á Patreksfirði, dóttir hjónanna Ingimundar Benjamíns Halldórssonar matreiðslumanns og Jóhönnu Breiðfjörð Þórarinsdóttur Ijós- móður. Systur hennar eru þrjár, Þuríður Gunnhildur, Björg Ragnheiður, sem báðar eru hjúkrunarfræðingar og Björg er auk þess Ijósmóðir, og Hallfríður sem er íslenskukennari. „Ég var ákveðin í að ég ætlaði ekki að verða Ijósmóðir, en í þá daga voru þær yfirsetukonur. Um leið og konan fékk verki var búið að ná í mömmu. Oft gat því teygst á tímanum sem hún var í burtu. Móðuramma mín og afi bjuggu á Patreksfirði og þau voru betri en enginn. Annars vafðist það ekki fyrir honum pabba að vera með okkur dæturnar, gekk í hvaða verk sem var.“ „Það þýddi nú lítið annað en að hlýða í þá daga“ Sigþrúður lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum í Reykholti í Borgarfirði. „Var að velta fyrir mér hvort ég ætti að fara í Menntaskólann á Akureyri, en í þá daga var það ekki sjálfsagt. Ég var búin að ákveða að fara í hjúkrun, stúdentspróf var ekki inntökuskilyrði svo ég lét landsprófið duga. Ég vann í staðinn í eitt ár á sjúkrahúsinu á Patreksfirði, það gerðu margar stúlkur áður en þær fóru í hjúkrun hér áður, rétt eins og nú. Man að sængurkonurnar voru að segja við mig, þú átt að læra að verða Ijósmóðir en ekki hjúkrunarkona, ert með hendurnar hennar mömmu þinnar." Þá var hægt að fara beint í Ljósmæðraskóla íslands og taka þar tveggja ára nám í Ijósmóðurfræðum, seinna varð það framhaldsnám fyrir hjúkrunarfræðinga“. Sigþrúður segir að Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri Hjúkrunarskóla íslands hafi talið skynsamlegt fyrir hana sem kom utan af landi, að koma og starfa sem gangastúlka á Landspítalanum. „Haustið 1964 fórum við mamma suður með móðurbróður mínum, hún tíl að halda upp á 25 ára afmæli sitt sem Ijósmóðir en ég til að starfa sem gangastúlka hjá Jóhönnu Björnsdóttur deildarstjóra á D-gangi á Landspítalanum. Það eru mánuðir sem ég hefði ekki viljað vera án. Þar vann ég fram að 1. desember eða í þrjá mánuði og byrjaði svo í Hjúkrunarskólanum, en þá var tekið inn í skólann tvisvar á ári. Fjölskyldumynd, tekin fyrir nokkrum árum: Frá vinstri Tómas Buchholz tengdasonur, Gunnlaugur Bjarkí Snædal sonur, Sigþrúður, Flarpa Snædal og Smári G. Snædal eiginmaður. Ég á margar góðar minningar frá dvöl minni á deildinni hennar Jóhönnu Björns. í þá daga voru deildarstjórar á Land- spítalanum deildarstjórar með stóru D-i! Þær voru gríðarlega miklir og sterkir persónuleikar. Það þýddi nú lítið annað en að hlýða í þá daga. Það var einmitt Jóhanna sem sagði seinna um mig: „Ég vissi alltaf að hún Sigþrúður mín yrði góð hjúkrunarkona því það hefur enginn skúrað ganginn eins vel og hún!“ Fyrstu þrír mánuðirnir í Hjúkrunar- skólanum voru nefndir forskóli, við vorum látnar þéra skólastjórann okkar en eftir forskólann bauð Þorbjörg okkur dús. í þá daga þéraði fólk og okkur var uppálagt að þéra alltaf sjúklingana til að byrja með. Ef þeir þúuðu okkur, þúuðum við á móti. Þorbjörgu fannst því vissara að við kynnum umgengnisreglurnar þegar út á spítalana var komið. Ég þóttist nú kunna ýmislegt fyrir mér þegar ég byrjaði í skólanum en skildi fljótt þegar ég byrjaði í náminu hversu lítið ég kunni! Eftir þessa þrjá mánuði var ég send upp á Akranes sem blánemi, eins og það var kallað. Páll Gíslason var þar yfirlæknir og Sigur- björg Jóhannsdóttir hjúkrunarforstjóri eða forstöðukona eins og það hét þá. Páll var skurðlæknir, skar mikið upp og við nemarnir sátum þá daga á aukavöktum fram eftir, engin var gjörgæslan. Ekki fékk maður krónu fyrir það, það tíðkaðist ekki í þá daga hjá hjúkrunarnemunum. Ég gleymi því aldrei þegar ég átti að fara áfyrstu næturvaktina, með hjúkrunarkonu á bakvakt sofandi í húsinu. Það óx mér svo í augum að ég ætti að bera ábyrgð á öllum sjúklingunum á ganginum. Sjúkraliðar voru ekki til sem starfsstétt, ég var með eina gangastúlku með mér, rétt eins og ég hafði verið sjálf vestur á Patreksfirði. Held það hafi verið út af þessari spennu að ég fékk þvagteppu, gat ekki pissað og varð að sprauta mig Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.