Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 15
Ijósmæður, sem fengu nám sitt metið þar inn. Hann þróaðist síðan út í það að vera skóii með sérfræðinám fyrir hjúkrunarfræðinga sem voru með þriggja ára undirbúningsmenntun. Það var auðvitað alveg gríðarleg lyftistöng fyrir stéttina að fá framhaldsnám hér á landi, allt hafði þurft að sækja erlendis nema skurðhjúkrun, röntgen og svæfingar. Þegar ég kom heim haustið 1973 voru kennarar Hjúkrunarskólans með það í burðarliðnum að stofna sérdeild innan Hjúkrunarfélagsins. Ég var kosin formaður þeirrar deildar. Þarna voru öll stórveldin í hjúkrun svo ég fékk eldskírnina á fundum í kennaradeildinni! Námsbrautin var að byrja og það var alltaf prýðileg samvinna við hana. Þegar hjúkrunarnámið var flutt í háskóla var mikil ólga innan stéttarinnar. Flestir hjúkrunarfræðingar óskuðu eftir að námið, sem boðið yrði upp á, væri framhaldsnám að loknu grunnnáminu enda oft erfitt fyrir konur að taka sig upp með fjölskyldur og fara erlendis í nám. Raunin varð önnur eins og flestum er kunnugt og Hjúkrunarskóli íslands brautskráði síðast nemendur árið 1986. Nýi hjúkrunarskólinn fylgdi í kjölfarið enda sjálfsagt þar sem grunnnámið var í háskólanum. Þar hafði verið boðið upp á sérfræðinám í flestum greinum hjúkrunar og námið á háskólastigi. Hjúkrunarskóli íslands var líka á háskólastigi í lokin, skólinn hafði þróast þannig. Svipuð þróun var að gerast á Norðurlöndunum. María Pétursdóttir var fyrsti og eini skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans og ég var formaður skólanefndar til margra ára, skipuð af menntmálaráðherra." Sigþrúður varð formaður Hjúkrunar- félagsins 1982-1986 og 1988-1991. „Var í námsleyfi í eitt ár og Pálína Sigurjónsdóttir varaformaður leysti mig af á meðan en veikiridi mín urðu til þess að ég var tvö ár í burtu," segir hún en hún segir frá reynslu sinni af veikindunum í greininni „Vorkæla" sem birtist í 1. tbl. Tímaríts hjúkrunarfræðinga 2003. Þar segir hún meðal annars: „Þessi reynsla mín hinum megin við heilsulínuna hafði um margt verið mér til umhugsunar. Ég óskaði þess oft að ég hefði haft þann þroska, sem ég nú taldi mig hafa, þegar ég var ung hjúkrunarkona að sinna bráðveiku fólki. Ég held að það sé mikilvægt að á bráðadeildum sé nokkur aldursdreifing hjá starfsfólki, með því móti er hægt að koma betur til móts við þarfir skjólstæðinganna. Það er ótrúlega gott þegar maður er veikur að fá að vera óáreittur í sjúklingshlutverkinu, nákvæmlega sama hversu mikil fagmanneskja maður er, sjúklingur verður maður að fá að vera. Samhyggð og hlýja frá starfsfólkinu er eins og besta balsam og ekki spillir fyrir ef gleðin fær líka að fylgja með. Það er bókstaflega lífsnauðsynlegt að geta hlegið og gera grín að sjálfum sér hversu illa sem maður er haldinn. Þá er ég ekki að tala um grín sem meiðir heldur sem græðir og styrkir." í formannstíð Sigþrúðar var unnið mark- visst að sameiningu hinna tveggja hjúkrunarfélaga sem þá voru starfandi. „Þegar ég hætti var búið að setja á stofn laganefnd hjá báðum félögum er átti að semja lög hins nýja félags. Atkvæðagreiðslur höfðu farið fram og allir vildu sameiningu félaganna. Það hafði mikið vatn runnið til sjávar þau ár sem ég var formaður og því var einstaklega ánægjulegt að afhenda boltann til Vilborgar Ingólfsdóttur sem ég vissi að myndi halda verkinu áfram, ásamt Ástu Möller." Hún segist alltaf hafa verið ákaflega ósátt við að til urðu tvö félög. „Mér hefur alltaf fundist að sinna eigi nemum af viðkomandi fagfélagi meðan þeir eru í námi, þá koma þeir til okkar eftir útskriftina og verða margir hverjir virkir félagsmenn. í okkar tilfelli var það samninganefnd Hjúkrunarfélagsins sem vildi ekki að þær sem útskrifuðust úr Háskóla íslands fengju hærri byrjunarlaun og því fór sem fór. Þær sem útskrifuðust úr námsbrautinni fóru í Útgarð til að berjast fyrir launum sínum, áður en Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga var stofnað. Þarna átti að Ifta á þetta sem sóknarfæri fyrir alla hjúkrunarfræðinga og hækka launin fyrir hópinn sem slíkan, það gerðist ekki fyrr en löngu síðar. Eftir að búið var að stofna félag fór það með samningsréttinn og því ekki hægt um vik." Áhrif Sigþrúðar á þróun hjúkrunar og heilbrigðiskerfisins má sjá víða og á mörgum sviðum. Hún barðist t.d. ásamt Maríu Finnsdóttur fyrir því að lögum um heilbrigðisþjónustu væri ekki breytt á sínum tíma eins og segir í viðtali við Maríu Vaskur veiðimaður! Haldið upp á afmæli Tímaritsins með sjóstangaveiði. Finnsdóttur sem birtist í 1. tbl. 2004: „Við héldum nánast til niður á þingi, við vorum með lobbíista í öllum hornum og þeir þorðu ekki að breyta." Hún hefur átt sæti í mörgum nefndum og ráðum og verið félagslega virk innan félaga hjúkrunarfræðinga. Nú eru tímamót í lífi Sigþrúðar. Hún hefur verið hjúkrunarforstjóri Sólvangs frá árinu 1992. 1. júlí síðastliðinn lét hún af störfum vegna skipulagsbreytinga. í kveðjuhófi sem haldið var fyrir Sigþrúði sagði ein af samstarfskonum hennar, Erla M. Helgadóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri m.a. þetta: „Það sem skiptir meginmáli varðandi þann sem stýrir stofnun eins og Sólvangi, er að hann hafi til að bera hæfileika og visku til að takast á við mannleg samskipti og það hefur Sigþrúður svo sannarlega." Og Erla hélt áfram: „Sigþrúður hefur verið heppin og farsæl því hún hefur átt traust og stuðning samstarfsfólksins og hefur reynt að greiða götu hvers manns. Sigþrúður Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.