Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 50
ÞÓR'A HAFSTEINSDÓTTIR FÉKK ANNA REYNVAAN-VÍSINDAVERÐLAUNIN 2006 Mánudaginn 8. maí sl. voru Þóru B. Hafsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi veitt Anna Reynvaan-vísindaverðlaunin í Stadsschouwburg-þjóðleik- húsinu í Amsterdam að við- stöddum fjölda gesta (u.þ.b. 900 manns). Þóra starfar sem rannsakandi við lyflækningasvið I á LSH, sem og við heilasvið Rudolf Magnus rann- sóknarstofnunarinnar í Utrecht og við háskólann í Utrecht í Hollandi. Verðlaunin voru veitt fyrir bestu vísindagrein innan hjúkrunar sem birt var á árinu 2005. Þóra lauk B.S.-prófi í hjúkrunarfræði frá Hí árið 1984. Hún starfaði á gjörgæsludeild LSH í nokkur ár. Árið 1993 lauk hún meistaragráðu í hjúkrunarfræði frá University of Wales og árið 2003 doktorsgráðu við háskólann í Utrecht. Doktorsverkefni hennar bar nafnið „Neurodevelopmental treatment in the early stage of stroke" og beindist að rannsókn á svokallaðri NDT- meðferð. Verðlaunagreinin lýsir meginniðurstöðum þessarar rannsóknar. Síðustu árin hefur Þóra stýrt samvinnuverkefni á milli LSH, háskólasjúkrahússins í Utrecht og háskólans í Utrecht. Það verkefni snýr að rannsóknum á endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall og þróun klínískra hjúkrunarleiðbeininga varðandi endurhæfingu, næringu og þunglyndi sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. í þessu verkefni taka fjórir hjúkrunarfræðingar frá LSH þátt, þær Svanhildur Sigurjónsdóttir, Marianne Klinke og Katrín Björgvinsdóttir frá taugadeild B2 og Dórothea Bergs frá endurhæfingardeild R2 Grensási. Einnig vinnur hópur hjúkrunarfræðinga og lækna í Hollandi að verkefninu. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við fagdeild taugahjúkrunarfræðinga á íslandi, hollensku hjartaverndina, samtök hollenskra hjúkrunarfélaga og hollenska taugahjúkrunarfélagið. Fyrirlestur, kenndur við Anna Reynvaan, er haldinn árlega við háskólasjúkrahúsið Academisch Medisch (Mynd: Hans Oostrum) Centrum (AMC) í Amsterdam í samvinnu við fleiri aðila. Þessi fyrirlestur er nefndur eftir Önnu Reynvaan, sem var frumkvöðull við hjúkrun í Hollandi. Þeir sem að fyrirlestrinum standa vilja gefa hjúkrunarfræðingum tækifæri til að kynnast nýjungum á sviði hjúkrunar og rannsóknum á fræðasviði hennar. Háskólasjúkrahúsið AMC veitir árlega tvenn verðlaun, kennd við Anna Reynvaan: verðlaun fyrir gæðaverkefni og vísindaverðlaun fyrir vísindagrein. Verðlaunin eru stytta og peningaupphæð er nemur 48 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.