Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 51
2500 evrum. Hollenska læknablaðiö, Nederlands Tijdschrift voor Geneeskunde (NTvG), styður einnig vísindaverðlaunin og gefst vinningshafanum tækifæri til að birta grein sína í tímaritinu. Greinin sem Þóra fékk verðlaunin fyrir (Hafsteinsdóttir T.B., Algra A., Kappelle L.J., Grypdonck M.H.F. (2005). Neurodevelopmental Treatment after stroke: A comparative study. Journal of Neurology, Neurosurgery and Psychiatry, 76:788-792[0]. fjallar um rannsókn hennar á árangri þess að nota svonefnda „neurodevelopmental treatment" (NDT) (einnig nefnd Bobath-aðferð). NDT-aðferðin er mikið notuð við hjúkrun og endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall. í rannsókninni var metinn árangur þess að nota NDT-aðferðina til að auka hreyfigetu, sjálfsbjargargetu og lífsgæði 324 sjúklinga sem höfðu fengið heilablóðfall og til að draga úr axlarverkjum og þunglyndi hjá þeim. Rannsóknin sýndi að ekki næst betri árangur með því að beita NDT- aðferðinni á sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall en með annars konar meðferð. NDT-aðferðin eykur ekki heilbrigði, hreyfigetu eða sjálfsbjargargetu þessara sjúklinga eða aðra þætti er mældir voru. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk er vinnur að hjúkrun og endurhæfingu sjúklinga sem hafa fengið heilablóðfall ætti að nota nýrri endurhæfingaraðferðir er byggja á nýrri kenningum og rannsóknum, aðferðir sem hafa reynst árangursríkar fyrir heilsufar, hreyfigetu og sjálfsbjargargetu þessara sjúklinga. ENSG FRETTAPUNKTAR ENSG eru samtök sem stuðla að samvinnu á milli samtaka hjúkrunarfræðinema eða hjúkrunarskóla í Evrópu. Tilgangur samtakanna er að sameina hjúkrunarfræðinema og ræða hagsmunamál þeirra. Lögð er áhersla á að ræða klínískt og fræðilegt nám, skoða hvað er líkt og hvað er ólíkt í náminu eftir löndum og veita og þiggja ráðleggingar. Markmið samtakanna er að stuðla að bættri menntun fyrir evrópska hjúkrunarnema, styrkja faglega vitund þeirra og efla alþjóðlegan skilning. ENSG stendur árlega fyrir fagráðstefnu og aðalfundi. Fulltrúar íslenskra hjúkrunarfræðinema hafa sótt þessa ráðstefnu og aðalfundinn og fara tveir fulltrúar til Kaupmannahafnar í júlí á þessu ári. Fundur með eriendum hjúkrunarfræðingum starfandi á íslandi Þann 30. maí síðastliðinn bauð Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga erlendum hjúkrunarfræðingum starfandi á íslandi á fund í húsakynnum félagsins. Fengu 64 erlendir hjúkr- unarfræðingar sent fundarboð og komu 20 til fundarins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, Aðalbjörg Finnbogadóttir og Vigdís Hallgrímsdóttir kynntu starfsemi félagsins og Helga Birna Ingimundardóttir fór yfir kjara- og réttindamál hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingarnir voru ánægðir með fundinn og töldu sig hafa fengið svör við spurningum sínum, einkum varðandi kjör og réttindi. Hjúkrunarfræðingarnir lýstu yfir ánægju sinni með starf sitt hér á landi. Þeir voru ánægðir f starfi og sögðu að sér hefði verið vel tekið í hvívetna. Það var fulltrúum FÍH. sönn ánægja að taka á móti erlendum hjúkrunarfræðingum starfandi á íslandi og vonast þeir til að geta verið þessum hópi innan handar í framtíðinni. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.