Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 34
Valgerður Katrín Jónsdóttir, valgerdur@hjukrun.is „ÞAÐ ER UMHYGGJAN INNAN HEILBRIGÐISKERFISINS SEM LÆKNAR FÓLK,“ - segir Dadi Janki, en hún er talin einn af 10 mestu andlegu leiðtogum heimsins Hvert er leyndarmálið við að halda sér ungum þó árunum fjölgi? Eflaust hafa margir áhuga á að vita meira um það nú um stundir þegar allir vilja lifa sem lengst en enginn eldast. Dadi Janki, sem fædd er í Indlandi, er á tíræðisaldri, hún er reyndar eins og fleiri fæddir þar í landi ekki með það á hreinu hvenær árs hún fæddist svo hún heldur upp á níræðisafmælið með ferðalögum allt árið. Dadi Janki kemur til landsins á vegum Lótushúss, Brahma Kumaris WSU á íslandi. Sigrún Olsen og Þórir Barðdal, sem margir hjúkrunarfræðingar muna eftir frá því þau voru árum saman með Heilsubótardaga á Reykhólum, eru forsvarsmenn Lótushúss. Galdurinn við að láta elli kerlingu ekki ná tangarhaldi á sér segir hún felast í því að hugsa að maður sé ungur, maður sé sem sagt ekki eldri en manni finnst maður vera. „Þegar ég var sextug fannst mér ég vera 16 ára, sjötug 17 ára og svo framvegis og nú er ég 19 ára,“ segir hún með aðstoð túlksins sem fylgir henni eins og skugginn í stuttu samtali við ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga að loknum hádegisfundi með starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar þar sem hún ræddi sín hjartans mál, hvernig megi bæta starfsemi sjúkrahúsanna sjúklingum sem og starfsfólki tii góða. Hún er í stuttri ferð til íslands, reyndar þeirri einu fram að þessu en fram undan eru ferðalög um Evrópu. Undanfarin ár hefur hún ferðast vfða um heim og talað við fólk enda hefur hún sannariega eitthvað til málanna að leggja þar sem hún er talin meðal 10 mestu andlegu leiðtoga heimsins. Að lækna sjálfan sig Það var hún sem átti hugmyndina námsefninu „gildi innan heilbrigðisþjón- ustunnar" (Values in healthcare) sem kynnt er annars staðar hér f þessu tölu- blaði en hún er forseti Jankistofnunarinnar sem ber nafn hennar og hefur helgað sig heilbrigðismálum. Námsefnið er byggt á því að til að geta læknað aðra þurfa menn fyrst að lækna sjálfa sig, og vitna þar í Biblíuna: Læknir, lækna sjálfan þig (Lúk.4:23) en Dadi leggur áherslu á að við séum ekki hæf til þess að lækna aðra ef við erum með ólæknuð hjartasár. Hjartasár valda sorg og hún segir að þegar menn uppiifi sorg hafi það ekki eingöngu áhrif á hugann heldur líka líkamann, sorgin veldur sem sagt þjáningunni og þeir sem hafa verið særðir verða óttaslegnir, hræddir um hvað verði um þá og því kjarklausir. „Við getum ekki læknað aðra ef við höfum verið særð, við getum óskað þess að geta það en við erum ekki hæf til þess,“ segir hún. „Tíl að geta lækna okkur sjálf þurfa fjórir eiginleikar að vera til staðar. í fyrsta lagi hreinskilni, menn þurfa að vera hreinskilnir gagnvart sjálfum sér og öðrum. í öðru lagi þarf að vera til staðar auðmýkt og hógværð í samskíptum við aðra. Þetta er nauðsynlegt til að græða þann sársauka sem býr innra með fólki. í þriðja lagi þarf von og svo að endingu hamingju og hamingjusamur einstaklingur getur læknað fólk. Það er umhyggjan innan heilbrigðiskerfisins sem læknarfólk," segir Dadi Janki og brosir og úr augum hennar má lesa að hún hefur dýpri skilning á grunnþáttum lækninga en langflestir samtíðarmenn hennar. Sjálf segist hún oft hafa átt við veikindi að stríða á lífsleiðinni, en hún hafi gert sér far um að verða ekki döpur og láta veikindi líkamans ekki veikja hugann. Hún hefur einnig sagt að hún geri sér far um að brosa sem mest því bros hennar veki bros hjá öðrum og þar af leíðandi betri líðan. Ég hafði í upphafi þessa stutta spjalls okkar þakkað henni fyrir hrífandi og andlega upplyftandi fund og hún bætir við með aðstoð túlksins að hún þakki fyrir þau orð, en það að deila góðum hlutum með öðrum, hugsunum og skoðunum sé eins og góð næring. Sá sem fær slíka næringu verður hamingjusamur og getur vakið vonir hjá fólki. „Þetta segi ég við þig til þess að þú getir sagt það við þá sem þurfa að hlusta á það, að rétta meðalið fyrir þá sem eru sjúkir er umhyggja í heilbrigðiskerfinu. Þegar við hrífumst af einhverju verðum við ekki kærulaus og viljum hjálpa öðrum. Því miður ber sums staðar á umhyggjuleysi fyrir fólki, það er ekki hugað að því eða borin virðing fyrir því. Þeir sem hrífast fyllast von og verða hamingjusamir og geta hrifið aðra með að 32 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.