Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 45
hvers konar samband hver og einn vill hafa við samstarfsfólk, vini og nánustu fjölskyldu og hvaða tíma hann vill gefa sjálfum sér til að rækta mikilvæg tengsl. Eflaust eru sum verkefnin þannig að betri verkaskipting er möguleg. Með því að hleypa öðrum að og gera þá ábyrga fyrir sínu vex ekki einungis frítími einstaklingsins heldur fá aðrir tækifæri til að blómstra við hlið hans og nýtt jafn- vægi kemst á. Geðorð nr. 6, „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu", er uppáhaldsgeðorðið mitt. Það minnir mig á að ég þarf ekki að vita allt um allt, heldur get ég einbeitt mér að mínum verkefnum, að því að þekkja mitt verksvið og vera þátttakandi í fjölskyldulífi. Ég veit að það eru margir einstaklíngar ails staðar í kringum mig sem eru vel hæfir til að taka ábyrgð á sínum verkefnum og ég treysti þeim til að gera sitt besta. Hvílíkur léttir. Ég hef líka uppgötvað hvað það er gefandi að deila reynslu minni með öðrum, hlusta á ný sjónarmið og hlusta á reynslu annarra um þeirra verkefni. Samvinna, hvort sem um er að ræða í vinnuumhverfi, í vinahóp eða inni á heimili, gefur margfalt meiri ánægju til baka heldur en það að vera stöðugt á verði um verkefni sín eða halda að maður sé ómissandi. Við lifum núna, njótum þess. Horfum glöð tii framtíðar, vinnum saman að sameiginlegum hagsmunum, tökumst saman á við þau verkefni sem bíða okkar handan við hornið. Munum að það er bara til eitt eintak af hverju okkar og því erum við dýrmæt hvert og eitt og þurfum að hlúa að okkur og hrósa hvert öðru. Að lokum langar mig að til að biðja þig, lesandi góður, að velta fyrir þér sannleiksgildinu í orðum Williams Feathers: „Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni, ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam aldrei staðar til að njóta hennar." Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri „Þjóðar gegn þunglyndi", landlæknis- embættinu Geðorð 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. Að skilja: Hvað felst í því að skilja aðra manneskju? Það er flóknara en virðist við fyrstu sýn. Við getum skilið að einhver haldi fram einhverri skoðun en að við skiljum að nokkur geti tileinkað sér þessa skoðun, hvað þá lifað eftir henni, getur verið okkur hulin ráðgáta. Þetta þýðir að við skiljum inntak hugsunar eða skoðunar annarra en ekki hvernig unnt er að tileinka sér hana. Að skilja aðra er nátengt því að geta sett sig í spor annarra. Og þar vandast nú málið hjá mannkyninu, eins og dæmin sanna. Goleman telur að það krefjist tilfinningagreindar að geta sett sig í spor annarra út frá gefnum forsendum. Gardner talar um samskiptagreind sem einn af átta greindarþáttum í fjölgreindarkenningu sinni. I henni er fólginn hæfileikinn til að hafa samskipti við aðra og skilja þá, svo sem með því að ráða í látbragð þeirra og raddblæ, „lesa“ þá, ef svo má segja. Gardner talar einnig um sjálfsþekkingargreind sem felst í þekkingu á sjálfum sér, svo sem þekkingu á styrk sínum og veikleikum, tilfinningum sínum, hugsunum og löngunum, sem og hæfni til að nýta þessa þekkingu sér (og öðrum) til vaxtar og þroska. Af þessu sjáum við að það krefst ákveðinnar sjálfsþekkingar að skilja aðra. Því betur sem við kynnumst okkur sjálfum, því betur getum við sett okkur í spor annarra og þar af leiðandi skilið þá. Geðhjúkrunarfræðingar eru flestir þjálfaðir í aðferðum til að auka sjálfsþekkingu og sjálfsskilning. Þar er meðal annars um að ræða kennslu og þjálfun varðandi upplifun eigin varnarhátta og þekkingu á styrk og veikleikum hvers og eins. Lífsleikninámskeið fyrir börn, sem eru nú orðinn hluti af námsefni grunnskóla, taka að hluta til á þessum þáttum og verður ekki lögð of mikil áhersla á mikilvægi þeirra. Skiiningur á sjálfum sér og öðru fólki, geta til hluttekningar í lífi annarra, einstaklinga og þjóða og skilningur á rökrænu og tiifinningalegu samhengi í lífinu yfirleitt er nefnilega hvorki meira né minna en grundvöllur farsælla samskipta, samvinnu og oft á tíðum velfarnaðar. Það ætti mannkynið að hafa lært á vegferð sinni. Að hvetja: Til að geta hvatt aðra til góðra verka af einlægni og þekkingu þarf einnig að hafa hæfni til að setja sig í spor annarra, auk þess að hafa ákveðna yfirsýn yfir fólk og málefni og sjá hlutina í samhengi. Hrós er hluti hvatningar en í því eru fólgin viðbrögð við orðræðu og gjörðum. Það má gjarnan hafa í huga að sögnin að hrósa er af sömu orðrót og hróður og það að hrósa einhverjum eykur því hróður hans. Við þurfum að hafa nægilegt sjálfstraust og sjálfsskilning til að vera fær um slíkt. Innantómt hrós verður öfugmæli, jafnvel háð. Hrós skyldi því í hófi nota en ætíð í hyggju hafa. GuðnýAnna Arnþórsdóttir, geðhjúkrunar- fræðingur MSN Um Goleman, sjá meðal annars: http:// www.americanscientist.org/tem- plate/lnterviewTypeDetail/asseticl/ 30504;jsessionid=baa6gWC281. Um Gardner, sjá meðal annars: http://www. pz. harvard.edu/Pls/HG. htm. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.