Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 35
,Góðar og jákvæðar hugsanir eru mjög mikilvægar' sér. Þeir geta vakið vonir hjá fólki svo það trúi því sem það segir. Læknar vita hvaða lyf á að gefa eða hvort sjúklingurinn þarf A, B eða C vítamín en sá sem er veikur á að geta spurt sig hvaða styrk hann þurfi. Veikleiki okkar kemur frá huganum, og líkami okkar verður líka veikur og tengsl okkar við aðra hætta að vera heilbrigð. Þetta er á engan hátt tengt ytri aðstæðum, svo sem peningum, menn geta átt mikið af peningum en ekki verið hamingjusamir innra með sér, líkami þeirra getur verið heilbrigður og allt að blómstra en hugurinn ekki í lagi og þá er fólk ekki hamingjusamt.“ Lækningamáttur þagnarinnar Ég spyr hana út í orð sem ég las á veggjum herragarðsins í Oxford, nefnilega „silence heals" og sömuleiðis hafði ég lesið viðtal við hana þar sem hún talaði um lækningamátt þagnarinnar að hún hefði mælt með því að það væru haldnar þagnarstundir á sjúkrahúsunum, svo sem eins og 15 mínútur í byrjun og lok hvers dags. „Já,“ segir hún og kinkar kolli. „Við hugsum oftast of mikið og leyfum hinu góða ekki að komast að. Það verður of mikið áreiti og það er eins og maður hafi ekki úr neinu að velja, hugsi stöðugt fleiri hugsanir, hvers vegna þetta er svona en ekki hinsegin og á endanum er eins og manni líki illa við allt f kringum sig. Góðar og jákvæðar hugsanir eru mjög mikilvægar, sömuleiðis það að hafa trú á sjálfum sér og hvetja aðra. Það er aðeins í þögninni sem fólk getur greint á milli hugsana sinna, þá veit það hvað kemur að gagni og hvað ekki. Fólk getur losað sig á einfaldan hátt við óheppilegar hugsanir ef það hefur þessa þögn til að vinna úr hugsunum sínum því þetta er einungis hægt í krafti þagnarinnar. Þess vegna er sannarlega þörf fyrir þögnina á sjúkrahúsum, það væri t.d. hægt að hafa herbergi þagnarinnar, kyrrlátt herbergi á spítölunum, ef til vill gætu hjúkrunarfræðíngar og læknar, sem hugsa mikið um sjúklingana, setið þar í þögnínni og, beint unaði þagnarinnar til sjúklinganna." Nafn hennar er Janki en einhvern staðar hafði ég lesið að það þýddi lykill að lífinu, Jan merkir líf og Ki lykill. „Það sagði einhver við mig fyrir um það bil 30 árum að hann hefði orðið svo hrifinn af því sem ég sagði að það væri eins og að fá lykil að lífinu. Guð er lykillinn að iífi okkar,“ segir hún og brosir enn. „Hver einstaklingur er sjálfur lykillinn að eigin lífi og lífið er eins og þessi lykill. Við eigum að hafa þann lykil að lífi okkar að gera öðrum gott og við verðum líka að vita hver lykill okkar er. Því ef við týnum þeim lykli verðum við ringluð." Kannski er ástæðan fyrir því hvað margir eru ringlaðir á okkar dögum að margir lyklar eru týndir, eða hvað? „Já,“ svarar hún brosandi. „En við erum með þessa lykla eða dýrmætu gimsteina innra með okkur og getum því notað þá.“ Tími okkar er á þrotum og að endingu víkjum við aftur að upphafi samtalsins því að eldast, enda hafa málefni aldraðra verið mikið í deiglunni að undanförnu. Dadi segir mjög mikilvægt að halda sjálfstæði sínu þó aldurinn færist yfir, hver verður að gera eins mikið og hann getur og vera sem minnst háður öðrum eða gera fólk háð sér. „Sá sem lítur á sjálfan sig sem gamalmenni verður gamall og kröfuharður," segir hún. „Þess vegna lít ég aldrei á sjálfa mig sem gamla konu. Ég hvet hjúkrunarfræðinga til að veita eldri borgurum af ást sinni því þá krefjast þeir ekki mikils annars. Við verðum líka að athuga það að margt eldra fólk hjálpar hvert öðru og svo skiptir líka mjög miklu máli að hvetja alla sem í kringum mann eru, á hvaða aldri sem þeir eru,“ segir hún að lokum og fram undan eru ótal fundir þennan stutta tíma sem hún dvelur á íslandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.