Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 40
Umræða Algengi þvagleka og mikil bleiunotkun á deildunum, sem teknar voru fyrir í athuguninni, kom heim og saman við íslenskar og erlendar niðurstöður (American Journal of Nursing, 2003; Fultz og Herzog, 1996; Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1995; Lange, 1994; Ouslander og Schnelle, 1995; Snydero.fi, 1998; Sólveig Benjamínsdóttir o.fl., 1991). Þvagleggjanotkun var mjög takmörkuð og þeir aldrei notaðir í þeim tilgangi að spara vinnu og draga úr kostnaði eins og erlendir fræðimenn halda fram að viðgangist enn þann dag í dag (Burke og Laramie, 2000; Ebersole og Hess, 2001; Johnson, 2002; Specht, 2005). Þetta vekur upp spurningar um hvort leiða megi líkur að því að gæði umönnunar á íslenskum hjúkrunarheimilum séu meiri í þessu tilliti en í löndunum sem þessir höfundar vísa til. Ólíkt niðurstöðum Harke og Richgels (1992) voru ekki gerðar þær óraunhæfu kröfur til íbúanna að þeir héldust algerlega þurrir með atferlismeðferð. Hugsanleg skýring á þessu ólíka viðhorfi gæti verið meiri formleg menntun íslensku þátttakendanna. Mikilvægur þáttur í faglegri umönnun er að meðferðaraðilar kynni sér nýjustu fræðiþekkingu hvers tíma, nýti sér hana í daglegu starfi og komi henni áleiðis til annarra starfsmanna (Mueller og Cain, 2002). Reynt var að bjóða öllum íbúum, sem áttu við þvagleka að etja, reglubundnar salernisferðir en ekki einungis þeim sem líklegastir voru til að sýna árangur. Það endurspeglar ríkjandi viðhorf hjá viðmælendum, sem var að það að bjóða upp á atferlismeðferðina fól mun meira í sér en að halda íbúum eins þurrum og kostur var. Árangurinn fólst ekki síður í auknum lífsgæðum og gaf starfsfólki tækifæri til að fylgjast nánar með ástandi heimilismanna. Þetta viðhorf er í samræmi við erlendar niðurstöður Ebersole og Hess, 2001, og Lekan-Rutledge o.fl., 1998. Það var einnig talið bera vott um góða umönnun að bjóða upp á reglulegar salernisferðir. Forsenda þess að geta veitt slíka gæðaumönnun var að þekkja vel til íbúanna en þessi tengsl milli meðferðarsambands og gæða umönnunar eru í samræmi við hina kunnu umræðu Tanner o.fl. (1993) og kom það einnig fram í rannsókn Taunton o.fl. (2005). Þátttakendur voru því mjög ánægðir með það fyrirkomulag sem tíðkaðist á deildunum að sjúkraliðar „áttu“ ákveðinn íbúahóp í langan tíma í senn. Það er þó umhugsunarvert að formlegt mat á þvagleka, til dæmis með notkun þvaglátaskrár, virtist ekki viðhaft og vera hluti þess að þekkja vel til íbúanna. Ólíkt niðurstöðum Harke og Richgels (1992) og Bowers o.fl. (2000) lögðu þátttakendur harðar að sér þegar vinnuálagið var mikið svo reglubundnu ferðirnar féllu ekki niður. Þetta gefur tilefni til vangaveltna um hvort menntun og reynsla starfsfólks annars vegar og samstarf, stjórnun og skipulag á deild hins vegar hafi áhrif á þetta vinnulag starfsfólksins. Reglubundnar salernisferðir að næturlagi voru yfirleitt ekki viðhafðar á þessum heimilum en ekki er talið ráðlegt að beita atferlismeðferð að næturlagi vegna þeirrar röskunar sem það hefur á svefn íbúanna (Ouslander o.fl., 1993). Hins vegar er spurning hvort ráð væri að koma við aukaferð fyrir þá sem fara snemma í háttinn, til dæmis í tengslum við innlit og/eða lyfjagjafir fyrir nóttina. Athyglisvert er að hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á öðru heimilinu virðist hafa dregið úr að starfsmenn fyndu fyrir auknu álagi út af umönnuninni. Þær niðurstöður gefa vísbendingar um mikilvægi þess að huga að samsetningu starfshópsins og eru jafnframt staðfesting á jákvæðum áhrifum fagmenntunar á þessum vettvangi. Lokaorð Hér hefur verið greint frá fræðilegri úttekt á þvagleka aldraðra og áhersla lögð á atferlismeðferð sem meðferðarúrræði. Fjallað var um forsendur þess að ná árangri með atferlismeðferð á hjúkrunarheimilum og sagt frá athugun sem framkvæmd var í þessu sambandi á tveimur hjúkrunarheimilum hérlendis. Bæta má þjónustu á hjúkrunarheimilum með því að bjóða þeim heimilismönnum, sem þjást af þessum heilsufarsvanda, upp á atferlismeðferð Að mörgu er þó að hyggja ef ná á árangri með þess háttar meðferð á hjúkrunarheimilum. Mikilvægt væri að gera umfangsmeiri rannsókn á vettvangi hér á landi til þess að varpa frekara Ijósi á þá mörgu þætti sem áhrif hafa á mat og meðferð við þvagleka. Þá er aðkallandi að skoða betur tengsl mats og meðferðar en það mætti til dæmis gera með íhlutunarrannsókn. En í niðurstöðum athugunarinnar kom fram að mat á vandanum á þessum heimilum fór fram með upplýsingum úr sjúkraskrám og í gegnum „rapport" í stað þess að framkvæma formlegt mat eins og fræðimenn telja vænlegast til árangurs. Heimildir: Ameriean Journal of Nursing (2003). Disoussion and recommendations: Overooming barriers to nursing care of people with urinary incontinence: A two-day discussion generates inspiration and recommendations. American Journal of Nursing, 103 (fylgirit), bls. 47-53. Anný Lára Emilsdóttir (2003). Meðferðarúrræði við þvagleka aldraðra á hjúkr- unarheimilum. Óbirt lokaverkefni til BS-prófs í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands. Benner, P., Tanner, C.A., og Chesla, C.A. (1996). Expertise in nursing prac- tice: Caring, clinical judgement and ethics. New York: Springer. Bowers, B. J., Esmond, S., og Jacobson, N. (2000). The relationship between staffing and quality in long-term care facilities: Exploring the views of nurse aides. Journal of Nursing Care Quaiity, 14(4), 55-64. Brubaker, B. H. (1996). Self-care in nursing home residents. Journal of Gerontoiogicai Nursing, 22(7), 22-30. Burke, M. M., og Laramie, J. A. (2000). Primary care of the older adult: A multidisciplinary approach. St. Louis: Mosby. Colling, J., Ouslander, J., Hadley, B. J., Eisch, J., og Campbell, E. (1992). The effects of patterned urge-response toiletting (PURT) on urinary incontinence among nursing home residents. Journal of the American Geriatrics Society, 40, 135-141. Colling, J. (1996). Noninvasive techniques to manage urinary incontinence among care-dependent persons. Journal of Wound, Ostomy and Continence Nursing, 23, 302-308. Ebersole, P., og Hess, P. (2001). Geriatric nursing and healthy aging. St. Louis: Mosby. Fultz, N. H., og Herzog, A. R. (1996). Epidemiology of urinary symptoms in the geriatric population. Urologic Clinics of North Ameríca, 23, 1-10. Harke, J. M., og Richgels, K. (1992). Barriers to implementing a continence program in nursing homes. Clinical Nursing fíesearch, 1(2), 158-168. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. (1995). Daglegt líf á hjúkrunar- heimili: Heilsufar og hjúkrunarþörf ibúa á öldrunarstofnunum 1994 (rit 2). Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Hendric Health System (2002). Urinary incontinence. Sótt 13. mars 2003 á vefsetur Hendric Health System: http://www.hendriokhealth.org/ healthy/001430.htm. 38 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.