Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 31
ýmsum vandamálum, sem starfsfólk heilbrígðisþjónustunnar stendur oft frammi fyrir, og taldi nauðsynlegt að skoða hvað býr að baki og spurningarnar sem leitað var svara við: Hvernig getum við eflt vonir heilbrígðisstarfsfólks, endurvakið fyrri hrifningu á starfinu og byggt upp sjálfsvirðingu og jákvæðni um framtíðina? Hvernig getum við komið í veg fyrir kulnun í starfi, aukið siðferðiskennd, aukið starfsánægju og vellíðan á vínnustað? Hvernig getum við vaxið og dafnað á vinnustað en ekki bara lifað hann af? Hópurinn ákvað að búa tíl námsefni svo að auðveldara væri að meta gildi heílbrigðisþjónustunnar og nota kennslu- aðferðir er beina sjónum að persónu- legum viðhorfum starfsfólks og afleið- ingum þeirra á vinnu þeirra innan heil- brigðisþjónustunnar. Eftir mikla vinnu og rannsóknir í tæp 4 ár varð námsefnið til: „Values in healthcare: a spiritual approach" eða Gildi innan heilbrigðis- þjónustunnar, heildrænnálgun.Námsefnið hefur síðan þá verið endurbætt og í september árið 2004 var það formlega kynnt í Bretlandi. Lykilatriði námsefnisins Með vaxandi áherslu á tæknivæðingu innan heilbrigðisþjónustunnar og á kerfisbundín vinnubrögð samfara henni er auðveldlega hægt að týnast og drukkna í þeim kröfum, skyldum og pappírsvinnu sem fylgja hinum faglegu vinnubrögðum sem einnkenna heilbrigðiskerfi 21. aldar. Þetta er ein af meginástæðunum fyrir mikilvægi þess að dusta ryk af þeim lífsgildum sem stýra eðli okkar og áhuga á að vinna innan heilbrigðiskerfisins, endurheimta jákvætt hugarfar, skerpa á huglægum hvötum er stjórna samhygð og umhyggju og endurmeta okkur sjálf til að meta þá þjónustu sem við veitum og viljum veita á raunhæfan hátt. Það er ætlast til þess að þeir sem heilbrigðisþjónustu veita séu yfirvegaðir í framkomu og hafi möguleika og hæfileika á að sýna samhygð og umhyggju í starfi, en í sannleika sagt er lítið gert til að betrumbæta og styrkja þessa eðlislægu eiginleika til að mynda á námstíma heilbrigðisstétta. Þvert á móti eru þessir eiginleikar jafnvel bældir niður meðan á námstíma stendur. Grunnmenntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks hefur undan- farið aðallega beínst að því að það öðlist þekkingu og færni til að leysa hagnýt vandamál en minni áhersla verið lögð á samskipti og persónulega hæfileika eða getu til sjálfsumönnunar. Að hafa hæfileika til að sýna samhygð og umhyggju og að hafa verklega færni grundvallar gæði heilbrigðisþjónustunnar og mikilvægt er að vægi þessara þátta vegi jafnþungt innan (sQmenntunar og þjálfunar heilbrigðisstétta. Námsefnið Gildi innan heilbrigðisþjónust- unnar byggir á þremur lykilatriðum. 1. Lögð er áhersla á að heilbrigðisstarfs maðurinn þurfí að gæta að eigin heilsu og endurvekja einkunnarorðin „læknir, lækna sjálfan þig.“ Það, að veita þeim sem vinnur við umönnunarstörf umhyggju, styðja hann og efla persónulegan þroska, er líður f að auka siðgæðisþroska og endurvekja markmið og óeigingirni sem einkenndi marga heilbrigðisstarfsmenn í upphafi starfsferils þeirra. 2. Lögð er megináhersla á að læra beint af reynslunni og námsefnið er því sett þannig fram að auðvelda slíkt nám, fremur en að vera eingöngu fræðandi kennsla, svo sem fyrirlestrar eða umræðufundir. í námsefninu er gert ráð fyrir þögnum, endurmati og því að deila reynslu sinni í hvetjandi umhverfi. 3. Námsefnið er samið þannig að það henti til símenntunar fyrir hvern og einn í störfum sínum, það er sniðið að persónulegum þörfum, einstaklingar sem og hópar geta metið gagnsemi þess og unnt er að setja sér markmið til framtíðar. Þeir aðiiar sem stóðu að mótun þessa námsefnis benda einnig á að viðkomandi stofnun hagnist mikið á því þegar starfsmenn hennar hafa skýra sýn á þau gildi er stýra væntingum þeirra til starfsins og það endurspeglast í gæðum þjónustunnar. Stofnanir er hvetja til jafnræðis á samspili hugar og hjarta stuðla verulega að heildrænni þróun heilbrigðisþjónustunnar bæði hjá starfsmanninum sjálfum sem og þeim sem þjónustunnar njóta. Þeir leggja megináherslu á að það þurfí að einblína á og hlúa að heildrænni hugsun fagstétta áður en hægt sé að veita og tala um heildrænaheilbrigðisþjónustu. Þau benda enn fremur á að jafnræði í samspili hugar og hjarta verndi einstaklingana, er sækja heilbrigðisþjónustuna, fyrir einstaklingum sem eru með aðrar hvatir en þær að hlúa að velferð þeirra, svo sem þörfinní á að stjórna, hafa vöid, að einhverjum líki vel við sig, að vera ómissandi og þar fram eftir götunum. Þetta námsefni er einmítt samið til þess að aðilar fái útrás fyrir ýmsar hvatir í réttu umhverfi og með stuðningi þannig að allar umræður verða á jákvæðum og uppbyggjandi nótum og stuðlað er að uppbyggilegri gagnrýni til að bæta enn frekar þjónustuna sem veitt er. Hverjir geta notað námsefnið? Forsvarsmenn námsefnisins telja námsefnið henta vel öllum sem á einhvern hátt tengjast þjónustu, menntun og stýringu innan heilbrigðiskerfisins. Þetta námsefni er byggt upp þannig að þátttakandi öðiast skilning af reynslu og það gefur honum tækifæri til að kanna og skilgreina sinn eigin skilning á hvað það þýðir að vera mannleg vera áður en farið er út í það að skilja hvað liggur á bak við það að hjálpa öðrum. Þjálfun á samspili hugar og hjarta er grunnur námsefnisins og neðangreindar námsaðferðir eru aðferðir við þá þjálfun. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.