Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 16
hefur tekið að sér mörg hlutverk svo sem að vera starfsmannastjóri, rekstrarstjóri, ráðningarstjóri, fræðslustjóri, innkaupa- stjóri, gæðastjóri, skemmtanastjóri, ferða- málastjóri, huggari, hjálpari, græðari, ráð- gjafi og reddari svo fátt eitt væri upp talið eða eins og einn kolleginn í heima- hjúkrun hefði orðað það „ég þarf að taka að mér að jarðsyngja páfagauk og fara í kokteilpartý og allt þar á milli fyrir skjólstæðinga mína.““ Framundan bíða ný verkefni; „Ég ætla að byrja á því að Ijúka meistaragráðu í lýð- heilsu frá Norræna Heilbrigðisháskólanum í Gautaborg. Á eftir að skrifa ritgerðina, hef veikst tvisvar frá henni en ætla nú að Ijúka við hana,“ svarar hún spurningu um hvað taki við. Áður en henni er hleypt til þeirra verka er hún beðin um skoðanir sfnar á tveimur málefnum sem hafa verið mikið í fjölmiðlaumræðunni að undanförnu, nefnilega málefnum aldraðra og hjúkrunarfræðingaskortinum. Málefni aldraðra og skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa Sigþrúður var einn af frumkvöðlunum í því að kenna öldrunarhjúkrun. „Það var ekkert til hér heima sem hét öldrunar- hjúkrun eða öldrunarlækningar í byrjun áttunda áratugarins í námi þessara fagstétta. Þór Halldórsson læknir var þar mikill brautryðjandi. í gegnum árin hef ég farið út um land með námskeið fyrir fólk sem vinnur aðhlynningarstörf á hjúkrunarheimilum. Það hefur gefið mér mikið að geta miðlað einhverjum fróðleik til kvenna sem vinna ótrúlega gott og gefandi starf við öldrunarhjúkrun. Menntastefna síðari ára hefur beinst að því að byggja brýr og bæta við þekkingu þeirra sem í öldrunargeiranum starfa. Sjúkraliðar hafa tekið eins árs framhaldsnám í öldrunar- hjúkrun og sérhæfðum starfsmönnum öldrunarstofnana gefinn kostur á að ná sér í félagsliðanám. Ég er afskaplega ánægð með þessa framvindu mála, hún kemur okkar skjólstæðingum til góða og er það vel." - Hvað finnst Sigþrúði brýnast að gera í öldrunamálunum? „Fólk á að hafa val um hvað það vill gera,“ segir hún. „Ef það vill búa heima hjá sér á það að fá að búa þar sem lengst með allri þeirri aðstoð sem til þarf. Ef fólk getur ekki lengur verið heima á því að standa til boða hjúkrunarheimili, ekki vera á biðlista svo árum skiptir. Það eru auðvitað tvær hliðar á þessu, þegar það er ef til vill fjöldi manns kominn með lykil að íbúðinni þinni og fólk gerir stuttan stans inni hjá þér, þá færðu kannski ekki það öryggi sem til þar eða félagsskap út úr því að vera heima allan daginn. Það eru þessir valkostir sem fólk í dag vill hafa, bæði sá sem aldraður er og eins fjölskyldan hans. Úrræði til hvíldarinnlagna og meiri samfella í þjónustu er það sem koma skal“. Hún leggur áherslu á að eldra fólk sé ekki einsleitur hópur, það sé ólíkt eins og fólk á öllum öðrum aldursskeiðum. „En það þarf hugarfarsbreytingu varðandi öldrunarmálin. Ég hef verið mikið í Dan- mörku undanfarin ár og þar er miklu meira af gömlu fólki á ferli með göngugrindurnar sínar. Veðrið og gott aðgengi hefur þar auðvitað mikið að segja. Við höfum haft sem lykilorð í okkar þjónustu á Sólvangi að sýna skuli fólki virðingu, það fái að halda sinni reisn sem lengst, hlýja sé í allri aðhlynningu og þar ríki glaðværð. Ég sé ekki annað en þetta gangi hvarsem eríhjúkrunarþjónustunni." Að öðru leyti vísar hún í tillögu nefndar um uppbyggingu heildrænnar öldrunar- þjónustu í Hafnarfirði sem hún segist vera mjög sátt við, sem kom út hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í febrúar á þessu ári, en hana er að finna á heimasíðu Heilbrigðisráðuneytisins. www.stj.is/heilbrigðisráðuneyti Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ekki aldir upp í vaktavinnuumhverfi Að lokum nokkur orð um skort á hjúkrunarfræðingum, hvað finnst henni brýnast að gera í þeim efnum þar sem hún getur litið yfir langan veg? Sigþrúður svarar að það þurfi fyrst og fremst að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og veita fjármagn tíl þess, ásamt því að fjölga námsplássum. „Það vandamál sem við erum að horfast í augu við í dag, þ.e. skortur á hjúkrunarfræðingum er nokkuð sem sjá mátti fyrir fyrir löngu. Þegar Hjúkrunarskólinn hætti árið 1986 fækkaði til mikilla muna þeim sem útskrifast. Námsbraut í hjúkrunarfræði útskrifaði upphaflega fáa nemendur, og um tíma sóttu fáir um inngöngu, þar sem það var ekki talið eftirsóknarvert að fara í hjúkrun. Síðar óx Námsbrautinni fiskur um hrygg og settar voru upp fjöldatakmarkanir, líklega vegna þess að ekki var til nægílegt fjármagn til kennslunnar og það voru ekki til námspláss. Vandinn mun fara vaxandi á næstu árum því stóru hóparnir sem brautskráðust frá Hjúkrunarskóla íslands milli 1970 og 1986 er fólk á aldrinum 45 til 55 ára, það er ekki langt þar til þessir hópar fara á eftirlaun og hvað gerist þá?“ Sigþrúður bætir við að það hefði þurft að bregðast víð þessu fyrir löngu síðan. Á undanförnum árum hafi einnig orðið mikil breyting á starfsmöguleikum hjúkrunarfræðinga, þeir hafi farið að vinna á ýmsum stöðum sem þeir unnu ekki á áður. „Það hefur líka mikið verið byggt undanfarin ár, byggt við Landspítalann, við gamla Borgarspítalann, við mörg sjúkrahús úti á landsbyggðinni og alls staðar vantar fólk til starfa. Árið 1974 voru sett lög um heilsugæslustöðvarnar sem gjörbreyttu landslaginu í sambandi við heilbrigðiskerfið. Það verður svo mikil vöntun, þar sem mun meiri eftirspurn er eftir hjúkrunarfræðingum en framboð. Nú á seinni árum hafa starfsmöguleikar aukist enn frekar, hjúkrunarfræðingar eru farnir að vinna meira í lyfjafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum, heilsutengdum." Sígþrúður segir enn fremur að Hjúkrunar- skóli íslands hafi alið upp vaktavinnufólk. „Þegar Háskóli íslands fór að útskrifa hjúkrunarfræðinga, var klínikin svo lítill hluti að þær voru ekki aldar upp í vakta- vinnuumhverfi." Hún segir það einnig reynslu sína við mannaráðningar að ungt fólk í dag sé miklu uppteknara af því að fjölskyldan eigi að vera saman, „ekki eíns og það var hér áður fyrr, þegar ung hjón voru að koma sér upp þaki yfir höfuðið, þá þótti það með eindæmum gott að geta losnað við barnapössun. Konan var t.d. heima fram á míðjan dag, svo fór hún á kvöldvakt þegar maðurinn kom heim og þannig gátu þau leyst barnagæslumálið. Ungir hjúkrunarfræðingar í dag vilja ekki vaktavinnu og þess vegna segi ég oft: „Af hverju fóru þið í hjúkrun?" Hjúkrunarstarf er vaktavinna að stærstum hluta, öll starfsemí sem tengist sjúkrahúsi, allt sem tengist stofnunum er vaktavinna, og því hef ég sagt: „Ef þið ætlið að vinna í þeim geira verðið þið líka að taka vaktir.“ 14 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.