Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 19
RITRYND GREIN síðan jákvæð áhrif á líðan viðkomandi. Það kann að vera torvelt að ná til sinna á hjúkrunarheimili og ein fyrsta rannsóknin, sem gerð var á afskiptum fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilum (York og Calsyn, 1977), leiddi í Ijós að fjölskyldan þekkti ekki nægilega vel til aðstæðna ættingja síns á hjúkrunarheimilinu og vissi ekki hvernig hún ætti að bera sig að í heimsóknum. í rannsókn York og Calsyns (1977) kom fram að það dró úr ánægju heimsókna þegar hinn aldraði var illa til fara, druslulegur og illa áttaður, en hins vegar hafði líkamleg vangeta eða bilun á skynfærum ekki áhrif á ánægju af heimsóknum. Rannsókn Ross og samstarfsfólks hennar (2001) sýndi að meiri hluti þátttakenda hafði ekki ánægju af heimsóknum sínum á hjúkrunarheimili. Þessir höfundar velta vöngum yfir því hvort rétt sé að vísa til hugtaksins ánægju þegar rætt er um heimsóknir á hjúkrunarheimili og nefna að svo kunni að vera að aðstandendur viti ekki hvernig þeir eigi að verja tíma sínum í heimsóknum og það hafi síðan áhrif á reynslu þeirra af heimsóknunum. í könnun Gaugler, Anderson, Zarit og Þearlin (2004) á því hvaða áhrif afskipti fjölskyldunnar á hjúkrunarheimili hefði á streitu og vellíðan hennar kom í Ijós að heimsóknir á hjúkrunarheimili drógu úr hlutverkabundu álagi þess sem séð hafði um umönnun hins aldraða fyrir flutning hans á hjúkrunarheimili. Eins virtist sem afskipti af lífi hins aldraða á hjúkrunarheimilinu stuðluðu að aukinni vellíðan umsjáraðilans í fjölskyldunni (Gaugler o.fl., 2004). Nálægð hjúkrunarheimilis við bústað fjöskyldunnar hefur áhrif á val á því og margir heimsóknargesta, sem komu reglulega í heimsókn á hjúkrunarheimilið þar sem Foner (1994) vann að vettvangskönnun, höfðu valið þetta tiltekna heimili vegna þess hve nálægt það var heimili þeirra. Vegalengdin, sem aðstandendur þurfa að fara til að heimsækja ættingja sína á hjúkrunarheimili, hefur áhrif á fjölda heimsókna samkvæmt rannsóknum Þorts og samstarfsmanna (2001) og Yamamoto- Mitani og samstarfsmanna (2002). Niðurstöður þessara rannsókna gefa hins vegar mismunandi upplýsingar um áhrif vitrænnar getu hins aldraða á samband fjölskyldunnar við hann eða fjölda heimsókna og símhringinga. Fyrrnefnda rannsóknin bendir til þess að heimsóknir aðstandenda séu færri þegar hinum aldraða er farið að förlast hugsun og minni. Rannsókn Yamamoto-Mitani og samstarfsmanna hennar, sem tók eingöngu fyrir heimsóknir til aldraðra sem þjáðust af heilabilun, sýndi aftur á móti að tíðni og lengd heimsókna aðstandenda þessara einstaklinga hélst óbreytt í langan tíma eftir að flutningur á hjúkrunarheimili átti sér stað. Það kom einnig fram í þessari rannsókn að mismunandi forsendur aðstandenda höfðu áhrif á fjölda heimsókna; t.d. komu þeir sem höfðu verið nánir hinum aldraða og bjuggu nærri hjúkrunarheimilinu oft í heimsókn og dvöldu drjúga stund. Forsendur aðstandenda virtust hafa áhrif á tíðni heimsókna á hjúkrunarheimili, en lengd heimsókna til þessa hóps aldraðra virtist aftur á móti ráðast meira af ásigkomulagi viðkomandi íbúa (Yamamoto-Mitani o.fl., 2002). Það kom þegar fram í rannsókn Greene og Monahans árið 1982 að það dregur ekki úr heimsóknum aðstandenda á hjúkrunarheimili þegar á líður dvöl hins aldraða og eins bentu niðurstöður hennar til þess að heimsóknir hefðu marktæk bætt áhrif á líðan hins aldraða. Shield (1988) telur að það sé ákveðið stöðutákn fyrir heimilismenn að njóta sýnilegs stuðnings fjölskyldunnar. Hún bendir á að símtöl við ættingja og heimsóknir þeirra á hjúkrunarheimili myndi samband við heiminn utan dyra og hafi áhrif á hvernig tíminn gengur fyrir sig og setji svip á hann. Reglulegar heimsóknir séu ákveðið akkeri í lífi hins aldraða auk þess sem aðstandendur geti orðið viðkomandi að liði með ýmsu móti. Savishinsky (1991) segir frá reynslu dóttur sem kemur nær daglega í heimsókn á hjúkrunarheimilið, þar sem hann vann að vettvangskönnun, og telur að faðir hennar hafi orðið sýnilegri í augum starfsfóllks og notið sérstakrar natni í umönnun fyrir það hvað dóttirin hafði gott samband við starfsfólk og var vel liðin af því. Það er þó ekki einhlítt að samband starfsfólks og aðstandenda sé gott. Afstaða starfsfólks til heimsókna ættingja er mismunandi (Bauer, 2006; Gaugler og Ewen, 2005; Foner, 1994) og eins hefur fjölskyldan misjafna reynslu af viðbrögðum starfsfólks af afskiptum hennar (Bowers, 1988; Hertzberg og Ekman, 1996; Wiener og Kayser-Jones, 1990). Fjölskyldan og starfsfólk kunna að sjá gildi heimsókna fyrir hinn aldraða frá mismunandi sjónarhorni og eru því ekki alltaf samdóma um mikilvægi þeirra og merkingu fyrir veliíðan heimilismannsins (Bowers, 1988; Margrét Gústafsdóttir, 1999a; Ryan og Scullion, 2000). í sögu hins sérstæða rithöfundar Laird (1979) um reynslu hennar af því að dvelja á hjúkrunarheimili kemur fram að hún fékk nær engar heimsóknir meðan á dvöl hennar stóð m.a. vegna þess að hnökrar höfðu komið á samband hennar við nokkur af sjö uppkomnum bömum hennar og önnur áttu um langan veg að fara til þess að heimsækja hana. En þrátt fyrir það, eða ef til vill vegna þess, leggur hún mikla áherslu á að heimsóknir aðstandenda á hjúkrunarheimili hafi jákvæð áhrif á líf þeirra sem þeirra njóta jafnt sem annarra sem þar búa. Aðferðafræði Túlkandi fyrirbærafræði - markmið, áherslur og vett- vangsathuganir Markmið túlkandi fyrirbærafræðilegra rannsókna er að leiða í Ijós eða afhjúpa út frá hvaða sjónarhornum fólk Iftur á reynslu sína af ákveðnum aðstæðum og gera grein fyrir því hvernig það ber sig að við þær með því að sýna fram á sameiginlegar eða sértækar hliðar á þeirri reynslu sem það gengur í gegnum. í túlkandi fyrirbærafræðilegum rannsóknum er horft til þess hvernig menningarbundnar merkingar lita reynslu fólks á svipaðan hátt og á hvaða hátt frávik og mismunur er mögulegur með tilliti til þess (Benner, 1994). Fyrirbærafræði tekur mið af fimm sameiginlegum þáttum [meðal mannfólksins): Aðstæðum (situation); líkamleika/holdgerð (embodiment), tímans rás (temporality); því sem skiptir fólk máli (concerns); og viðtekinni merkingu (common meanings) (Benner, 1994). í þessari rannsókn er til að mynda litið bæði til aðstæðna í fjölskyldunni og á hjúkrunarheimilinu (situation) og skoðað hvernig mismunandi aðilar, þ.e. hinn aldraði, fjölskylda hans Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.