Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Side 43
Aðalfundur EFN á Möltu í apríl 2006 í byrjun apríl 2006 var aðalfundur EFN haldinn á Möltu. Fundinn sátu fulltrúar allra aðildarfélaga EFN. Þar var rætt um hvernig best væri að haga vinnu aðildarfélaga á milli funda. Til þess að fá fram afstöðu allra hafði verið sendur út spurningalisti til aðildarfélaga í desember 2005. Ekki var samhljómur í niðurstöðum en kynntar voru tillögur að framtíðar- starfsháttum EFN. Tillögurnar voru samþykktar og fela þær í sér að fundar- menn á aðalfundi geta valið á milli þriggja nefnda sem þeir starfa í á fundinum og á milli funda. Þessar nefndir eru: - nefnd sem vinnur að faglegum málefnum (professional committee), - nefnd sem vinnur að málum er varða mannauð í hjúkrun ásamt launa- og kjaramálum hjúkrunarfræðinga (work force commettee), - nefnd sem vinnur að málum er varða stefnu stjórnvalda og Evrópuþingsins (public poiicy committee). Nokkuð jöfn skipting var í nefndirnar og var ákveðið að hvaða málum skyldi unnið fram að næsta aðalfundi. Símenntun hjúkrunarfræðinga í Evrópu Á aðalfundi EFN í apríl var ákveðið að nefnd sem fer með fagleg mál hjúkrunarfræðinga innan EFN skyldi vinna tillögur um hverjar áherslur EFN eiga að vera þegar kemur að símenntun hjúkrunarfræðinga. Nefndin ætlar að kynna tillögur sínar á næsta aðalfundi samtakanna í október 2006. Tillögurnar eru byggðar á spurninga- lista sem sendur var til aðildarfélaganna snemma árs 2006. Átján lönd svöruðu spurningalistanum. Fram kom að mikill munur er á milli landa þegar kemur að því hvernig staðið er að símenntun hjúkrunarfræðinga. í sjö löndum er símenntun skylda og hjúkrunarfræðingar verða að sinna henni til að halda hjúkrunarleyfi sínu. i fimm löndum er ætlast til að hjúkrunarfræðingar taki ákveðið marga námsleyfisdaga á ári til að sinna símenntun. í hinum löndunum er litið svo á að það sé ekki endilega kostur að símenntun sé skylda heldur sé mikilvægt að hjúkrunarfræðingar beri ábyrgð á símenntun sinni til að geta veitt hágæðaþjónustu. Hvernig símenntun er fjármögnuð er ólíkt á milli landa, hún er allt frá því að vera fjármögnuð eingöngu af hjúkr- unarfræðingunum sjálfum yfir í það að vera fjármögnuð sameiginlega af hjúkrunarfræðingunum, stofnununum sem þeir starfa á og með styrkjum. í könnuninni kom fram að í aðeins fjórum löndum eru hjúkrunarfræðingar ánægðir með það hvernig símenntun þeirra hefur þróast. EFN álítur að sem fagstétt hafi hjúkrunarfræðingar alltaf tekið virkan þátt í símenntun til þess að viðhalda faglegri færni og tryggja öryggi sjúklinga. Hins vegar sé ekki nóg að hjúkrunarfræðingar sinni þessu áfram á þennan hátt og að samræmingar sé þörf. Spurningin er ekki hvort símenntun sé nauðsynleg heldur hvernig unnt sé að standa að símenntun hjúkrunarfræðinga. Flutningur sjúklinga á milli landa Á næstunni fer fyrir Evrópuþingið tillaga sem gengur út á rétt sjúklinga til að leita sér meðferðar í öðrum löndum innan Evrópusambandsins en sínu eigin (health service directive). EFN hefur fengið tækifæri til þess að koma á framfæri athugasemdum sínum varðandi tillöguna. Þær snúa að eftirfarandi: Hvernig verður hægt að tryggja jafnan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu? Hvernig verður eftirliti með þjónustunni háttað og gæði hennar tryggð? Hvernig verður tekið á ólíku fyrirkomulagi hinna mismunandi Evrópuríkja þegar kemur að því að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna? Hvaða kröfur verða gerðar til þeirra sem vilja takast á hendur heilbrigðisþjónustu og hvaða yfirvöld fara með slíka leyfisveitingu? Hvaða lög, reglur og/eða staðlar eru fyrir hendi til þess að tryggja gæði og örugga þjónustu? Hvaða lög, reglur og/eða staðlar eru til sem tryggja réttindi starfsmanna? Hver skiigreinir hvaða menntun heil- brigðisstarfsmenn þurfa að hafa? Verður flæði heilbrigðisstarfsmanna um Evrópu hluti af tillögunni og verður þá farið eftir siðferðislegum ráðningarstöðlum (ethical code for recruitment) og sett fram áætlun um hvernig megi byggja upp nægjanlegt vinnuafl fyrir heilbrigðisþjónustu í Evrópu? Getur sjúklingur alltaf valið að fara til meðferðar í öðru landi en sínu eigin eða verða einhverjar takmarkanir þar á? Þetta gæti t.d. átt við ef ekki er boðið upp á viðeigandi meðferð í heimalandinu eða ef biðlistar eftir henni eru langir. Verður tekið tillit til öryggis sjúklinga í tillögunni? Hvernig verður bótum fyrir mistök háttað? Eiga reglur heimalandsins eða reglur þess lands sem meðferðin er veitt í að gilda um slíkt? Verður tryggt að hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður geti haft áhrif á stefnumark- andi aðgerðir í heilbrigðisþjónustu? Hvernig verður tekið á náttúrulegum hindrunum, eins og tungumálaerfiðleikum, og umönnun eftir að meðferð lýkur? Stunguóhöpp Heilbrigðisstarfsfólki stendur ógn af stunguóhöppum. Árlega verður ein milljón heilbrigðisstarfsmanna í Evrópu fyrir stungu- óhappi við vinnu sína. Þar af eru hjúkr- unarfræðingar stærsti hlutinn (EFN, 2006). í byrjun júní fór fyrir Evrópuþingið tillaga um breytingar á lögum um vernd starfsmanna sem stendur ógn af stunguóhöppum og fá í kjölfarið smit frá blóði og vessum. EFN studdi tillöguna og lýsti formaður samtakanna, Annette Kennedy, yfir ánægju með að tekið yrði á öryggi starfsmanna heilbrigðisstofnana á þessum vettvangi. Taldi hún það vera lið í að sporna við viðvarandi skorti á heilbrigðisstarfsfólki í Evrópu. Þann 1. júní var breytingartillögunni hafnað en EFN sendi frá sér ályktun þess efnis að óásættanlegt sé að allflestir starfsmenn nema heilbrigðisstarfsfólk njóti, samkvæmt lögum, öruggra vinnuskilyrða. í lok júní hitti stjórn EFN þingkonuna Liz Lynne en hún hefur stutt tillögur um hvernig tryggja megi öryggi heilbrigðisstarfsmanna þegar kemur að stunguóhöppum. Hægt er að lesa nánar um þetta mál á heimasíðu EFN, slóðin er: www.pcnweb.org. Næsti aðalfundur EFN verður sem fyrr segir haldinn í október 2006 í Portúgal. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 41

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.