Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Page 12
með inj. Charbacholin til að geta það. Þetta gekk nú samt allt slysalaust. Ég var ekki eini hjúkrunarneminn á þessum árum sem varð að axla ábyrgð umfram getu, þetta var svona á mörgum stöðum þar sem við vorum. Hjúkrunarkonurnar tóku bakvaktina á næturvaktinni en nemarnir vöktu. Allt gekk þetta með Guðs hjálp. „Barnið er að koma!“ Svo var það eitt sinn sem oftar að ég var á næturvakt, var nú orðin dálítið sjóuð þá. Það hafði komið inn kona á kvöldvaktinni til að fæða. Verkirnir höfðu dottið niður, svo ákveðið var að leyfa henni að hvílast og sofa um nóttina, enda allt eðlilegt. í þá daga bjuggu hjúkrunarkonurnar og Ijósmæðurnar í húsi við hliðina á sjúkrahúsinu svo Ijósmóðirin sagði við mig að ef eitthvað breyttist þá skyldi ég láta hana strax vita. Um nóttina var hringt á fæðingarstofunni og ég fór þangað, hafði kíkt þar inn nokkrum sinnum en konan steinsvaf. Ég hélt því að hún væri vöknuð og langaði í eitthvað að drekka. Hún horfði hins vegar á mig með augun á stilkum: „Barnið er að koma“. Þetta var fjölbyrja og vissi því sínu viti. Þá kom sér nú vel fyrir mig að hafa aðstoðað Ijósmóðurina sem gangastúlka vestur á Þatreksfirði, því ég hafði séð hvernig hún bar sig að. Ég lét bara hringja áfram til þess að sú sem var með mér á vaktinni myndi koma, setti konuna á bakið og sá að allt var í fullum gangi. Mamma hafði alltaf sagt við mig að það sem skipti meginmáli væri að gefa útvíkkuninni tíma, hún var svo mikið á móti því að klippa, en hafði sagt að mikilvægt væri að halda vel við spöngina svo konan rifnaði síður. Stelpan kom í dyrnar með kríthvít augun og ég sagði: „Hlauptu út og náðu í Ijósmóðurina". Þegar Ijósmóðirin kom var barnið komið í heiminn. Ég stríddi síðan Ijósmóðurinni á því hvers vegna ég væri ekki skráð fyrst sem Ijósmóðir að barninu og síðan hún. En ég komst ekkert á pappírinn!" Sigþrúður vann markvisst að sameiningu hinna tveggja félaga sem um tíma voru starfandi á fslandi. Fyrrverandi formenn félaganna á ráðstefnu SSN í Kaupmannahöfn, frá vinstri Ásta Möller, Vigdís Ingólfsdóttir og Sigþrúður Ingimundardóttir. Hún rífjar upp nemaárin á heimavistinni en nemarnir bjuggu þar í 90 herbergjum. „Okkur sem komum utan af landí fannst þetta algjör lúxus, það voru nú ekki amaleg herbergín á vistinni þá,“ segir hún og hún bætir við að þær hafi rætt um það í minjanefndinni sem hún á sæti í, að það þurfi að koma upp á safni fullbúnu her- bergi eins og var á heimavistinni, „Þetta voru húsgögn frá Gamla kompaníinu, þau eru ennþá í notkun, okkur fannst þetta alveg æðislegt! En stelpurnar sem bjuggu hérna í bænum, sérstaklega þær sem voru trúlofaðar, vildu auðvitað ekki vera inni á heímavist. Sumar gátu sleppt því, ef heimavistin var orðin fullsetin þá gátu þær verið heima." 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.