Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 30
Hugur, hjarta, hönd Einkunnarorð hjúkrunarfræðinga, sem lesa má á veggspjöldum víða á heilbrigðis- stofnunum, eru í góðu samræmi við einkunnarorð Janki-stofnunarinnar eins og Herdís Jónasdóttir benti ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga á á þverfaglegri ráðstefnu sem haldin var á herragarði nálægt Oxford, en stofnunin leggur áherslu á að þeir sem vinna við heilbrigðisþjónustu þurfi að horfa á þjónustuna á heildrænan hátt þannig að rétt samspil með jafnvægi á milli hugar og hjarta komi fram í þjónustunni sem veitt er. Janki-stofnunin eða „The Janki Foundation for Global Health Care" er ekki rekin í hagnaðarskyni. Hún er með aðsetur í Bretlandi. Hún var sett á laggirnar af Brahma Kumaris Spiritual University og Royal College of Physicians í London og hvetur og styður rannsóknir á samspili hugar, hjarta og heilbrigðis. Stofnunin helgar sig öllu því jákvæða í mannlegu eðli sem hlúir að heildrænni heilbrigðisþjónustu sem tekur tillit til andlegra, líkamlegra og sálfélagslegra þarfa bæði þeirra sem heilbrigðisþjónustuna veita og njóta, með því að bjóða upp á ýmsar vinnusmiðjur og málstofur. Meðal þess sem tekið hefur verið fyrir er: • Helstu gildi heilbrigðisþjónustunnar - ígrundun sérfræðingsins • Að deyja - hinn læknandi máttur • Að byggja brýr - tenging andlegra viðhorfa og geðheilbrigðisþjónustu • Að verða eldri og vitrari - að tengja öldrun og andleg verðmæti • Að skilja kærleikann • Hinn læknandi máttur veikinda - að skoða viðhorf til veikinda. Gildi innan heilbrigðisþjónustunnar Forseti Janki-stofnunarinnar er Dadi Janki, kona á tíræðisaldri. Dadi Janki er ein af skólastýrum Brahma Kumaris World Spiritual University (BKWSU). Aðalstöðvar þess skóla er í Madhuban á Indlandi en skólinn, sem kom Janki- stofnunni á laggirnar, er í London. Líf Dadi Janki hefur einkennst af umhyggju fyrir velferð annarra. Hún hefur mikið velt fyrir sér lækningamætti eftir að hafa búið við veikindi frá barnæsku og með því að starfa við hjúkrun er hún var yngri á Indlandi í 14 ár við frekar bágbornar aðstæður. Undanfarin ár hefur Dadi Janki haft vaxandi áhyggjur af versnandi líðan heilbrigðisstarfsmanna í Bretlandi og í raun um heim allan en sú vanlíðan hefur endurspeglast í minnkandi starfs- ánægju, síþreytu og kulnun í starfi. Allt heilbrigðisstarfsfólk kannast við þá tilfinningu að verða á stundum uppgefið og úrvinda en þegar það ástand er orðið stöðugt þjáist fólk af svokallaðri kulnun í starfi. Kulnun í starfi einkennist af þeirri kennd að vera tilfinningalega örmagna, fullur neikvæðra viðhorfa í garð sjúklinga og þeirri tilfinningu að finna fyrir vaxandi vanmati í starfi og minnkandi sjálfstrausti. Að leita lausna Snemma árs 2000 hitti Dadi Janki hóp heilbrigðisstarfsfólks sem hún hafði boðið til sín til að fjalla um þessi málefni. í hópnum voru fulltrúar ólíkra starfsstétta, svo sem geðlækna, iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga, óhefðbundinna lækninga, listmeðferðar, kennara, stjórnenda o.fl. aðila innan heilbrigðiskerfisins. Einstaklingarnir í hópnum höfðu mikla menntun og reynslu á sínu sviði. Hópurinn velti fyrir sér Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.