Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 54
'IÐHORF TIL OG IÐ GEÐSJÚKA \F AÐ BREYTAST11 Flestum ber saman um að auka þurfi þjónustu við geðsjúka og fjölskyldur þeirra. Hér segir hjúkrunarfræðingur frá reynslu sinni af því að eiga barn sem hefur greinst með geðsjúkdóm og búa úti á landi þar sem skortur er á uppbyggjandi faglegri aðstoð frá heilbrigðisþjónustunni og áhrif þessara aðstæðna á líðan barnsins og fjölskyldunnar. - Hvernig komu erfiðleikar barnsins þíns fyrst fram og hvernig brugðust þið við þeim? „Það er í raun erfitt að segja það í fáum orðum því sagt er að ýmislegt geti orsakað geðsjúkdóma. Erfðir eiga þar stóran þátt og hvað geðsjúkdóma varðar aukast einkennin í mörgum tilfellum vegna breytinga á líkamsstarfsemi eins og við kynþroska, við einhvers konar áföll, missi eða vegna langvarandi streitu. í tilfelli dóttur minnar er það sambland af þessu öllu. Það fór að bera á fyrstu einkennum þegar hún þríbrotnaði á handlegg í skíðaferðalagi um 11 ára aldur. Fram að þeim tíma hafði þessi fjörlegi íþróttastrumpur verið félagslega virkur í flestum íþróttagreinum með góðum árangri og nám í skóla var með hefðbundnum hætti. Beinið greri skakkt og brjóta þurfti það upp og gifsa á ný. Þetta ár var mjög afdrifaríkt því á þessu ári sem hún stundaði ekki íþróttir fór félagsleg líðan hennar að versna. Það má eiginlega segja að þá hafi orðið mikil breyting á henni, bæði líkamlega og andlega. Þarna fór að bera á kvíða og félagsfælni. Erfiðara var að fylgja vinahópunum eftir og hún hafði ekki sama kjark og áður og mikill einmanaleiki fylgdi í kjölfaríð. Að auki átti hún við þvagleka að stn'ða frá því í bernsku en eftir slysið jókst hann verulega. Bera fór á störum öðru hverju í stutta stund og hún var oft úti á þekju. Hún átti erfiðara að einbeita sér en áður, hún varð þögul og pirruð, hætti að borða og svaf lítið. Svona stigmagnaðist þetta og eitt leiddi af öðru. Þar sem við búum úti á landi er sérfræði- þjónusta oft fjarstýrð að miklu leyti í gegnum heilsugæslulækna. Dóttir mín var í sambandi við þvagfæralækni fyrir sunnan og gerðar voru þvagmælingar og -próf. Hún var sett á lyf sem dugðu ekki. Svona liðu nokkrir mánuðir. Hún var send til barna- og unglingageðlæknis á Akureyri sem ræddi við hana í klukkutíma og setti hana á eina gerð af geðlyfi vegna þunglyndiseinkenna, félagsfælni og kvíðaröskunar. Keyra þarf nokkur hundruð kílómetra til að fara í viðtal svo að hún var í eftirliti hjá heilsugæslulækni á staðnum. Hún átti að koma mánaðarlega í viðtal hjá lækninum en andleg líðan hennar fór hratt versnandi. Fjölskyldan reyndi allt til þess að bæta líðan barnsins en það var Ijóst að við þurftum að fá utanaðkomandi hjálp. Viðtöl við læknana á heilsugæslustöðinni dugðu ekki. Enginn sálfræðingur var á staðnum. Ég leitaði þvítil félagsþjónustunnar en þar höfðu menn engin úrræði." - Hvaða áhrif höfðu veikindin á ykkur foreldrana og aðra fjölskyldumeðlimi? „Veikindin höfðu óljós keðjuverkandi áhrif á alla fjölskylduna. Við vorum ekki undirbúin fyrir þessa skyndilegu breytingu sem varð, því við vorum öll að ganga í gegnum tilfinningalega erfiðan tíma án nokkurs utanaðkomandi stuðnings og tókum bara einn dag í einu. Þrjú systkini mín létust, þar af einn bróðir sem var með geðklofa, svo ég hefði átt að kannast við einkennin. Besta vinkona mín dó einnig úr krabbameini og við það missti hún bestu vinkonu sína sem flutti burt í kjölfar andláts móðurinnar. Missirinn var mikill og erfitt að skilgreina þau áhrif sem hann hafði. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.