Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 14
vinna á gjörgæsludeild á Sentralsykehuset
í Akershus, sjúkrahúsi í útjaðri Oslóar.
Vinkona mín kynntist manni sem hún
giftist og um sumarið ætluðu þau að fara
saman til Júgóslavíu. Mig langaði ekki til
að vera þriðja hjólið í ferðinni og fór því í
bakpokaferðalag á puttanum um Noreg.
Ég sat oft í hjá langferðarbílstjórum og
þeir tóku mér mjög vel. í sumum tilfellum
var mér boðið að koma heim með þeim
og gista hjá fjölskyldum þeirra, mörgum
fannst greinilega líka gaman að koma
með íslending, því fáir höfðu séð slíka!"
Sigþrúður hlær dátt við tilhugsunina.
„Mér finnst þetta gamaldags"
sagði söster Island
Hún segir Sentralsykehuset í Akerhus hafa
verið frekar nýtt og hjúkrunarfræðingar
voru ánægðir með fyrirkomulagið þar.
Hún var hins vegar búin að vinna á
Borgarsjúkrahúsinu þar sem mikið var
um alls kyns nýjungar. „Ég var kölluð
söster Island, þar sem samstarfsfólk átti
í erfiðleikum með að bera fram nafnið
mitt. Eftir nokkra daga á deildinni spurði
deildarstjórinn mig að því hvort mér
fyndist þetta ekki vera nýtískulegt hjá
þeim, miðað við það sem ég þekkti. Ég
var smá stund að velta fyrir mér hvað ég
ætti að segja. Ég var nokkuð sæmileg
í norskunni, þar sem ég hafði unnið á
búgarði í Östfold þegar ég var 16 ára og
náð málinu. Var að velta fyrir mér hvort
hún yrði móðguð ef ég segði það sem mér
fannst en ákvað að láta vaða. „Mér finnst
þetta mjög gamaldags," sagði ég á minni
góðu norsku. Deildarstjórinn horfði á mig
furðu lostinn og fór svo að skellihlæja
yfir að ég skyldi hafa haft hugrekki til
að segja þetta við hana. Hún stýrði
sinni deild með miklum myndarbrag. Við
gerðum grín íslensku hjúkrunarkonurnar
að ýmsu sem þar tíðkaðist, svo sem
eins og handklæðin og þvottapokarnir
sem fólk notaði. Hvít voru fyrir andlit og
hendur, græn fyrir aðra líkamshluta en
neðanþvotturinn fékk þau bláu!“
Þegar Sigþrúður kom úr bakpokaferða-
laginu æxluðust mál þannig að hún
fór sem þerna á skemmtiferðaskipið
Bergensfjord sem sigldi með ferðamenn
milli Oslóar og New York. „Það voru svo
sem engin laun sem ég fékk en ég var
þerna í offisera-messanum og dekraði
við yfirmennina sem dekruðu við mig
á móti. Það var sama sagan þarna og
fyrrum á sjúkrahúsinu í Noregi, allir áttu í
erfiðleikum með að bera fram nafnið mitt
svo nú var ég „Miss lceland“. Maður hefur
nú reynt ýmislegt," segir Sigþrúður og
skellihlær. „Það er mór mjög minnisstætt
þegar við sigldum inn í dokkuna í New
York í fyrsta sinn. Frelsistyttan var bara
þarna við hliðina á manni og þegar
við komum að landi komu fjölmargir
svartir að vinna við skipið, en ég hafði
aldrei séð svart fólk áður. Seinna kom
þetta skip til Reykjavíkur eitt sinn og
við Björg Ólafsdóttir, sem hafði unnið
þar sem hjúkrunarfræðingur, fórum um
borð. Það voru ekki margir úr áhöfninni
sem ég hafði unnið með, en hún þekkti
þó nokkra." Mörgum árum síðar fór
Sigþrúður í siglingu um Karabískahafið
sem farþegi og segir þá siglingu hafa
verið heldur betur ólíka hinni fyrril
„Þegar ég kom heim til íslands var
nýlega búið að opna gjörgæsluna á
Borgarspítalanum, en þetta var fyrsta
gjörgæsludeildin á íslensku sjúkrahúsi.
Ég kom rétt fyrir jólin og fór að tala
við Sigurlín. Hún sagði að sig vantaði
ekki fólk á gjörgæsluna en aftur á móti
vantaði deildarstjóra á A5 skurðdeildina,
sem þá var þvagfæraskuðlækningadeild,
og spurði hvort ég gæti ekki tekið það
að mér. Ég vildi allt fyrir Sigurlín gera,
mat hana mikils, svo ég sagðist skyldu
reyna. Milli jóla og nýárs var hollkvöld og
hollsystur mínar spurðu mig hvort ég væri
að byrja á gjörgæslunni. Ég sagði sem var
að það hafi ekki vantað neinn þar, og því
væri ég að fara að byrja sem deildarstjóri
á A5. „Ertu brjáluð," sögðu þær þá. „Þar
eru allar kerlingarnar frá Hvítabandinu,
þær drepa þig!“ Ég var 25 ára gömul og
átti að stjórna þessum reyndu konum."
Sigþrúður bætir við að þær hafi verið
frábærar, og allt viljað fyrir sig gera. „voru
mjög góðar hjúkrunarkonur eins og þær
hétu þá. Við sögðum stundum að ekki
þyrfti að senda fólk í „röntgen", því þær
kæmu alltaf auga á hvað amaði að.
Á deiidinni var auðvitað einnig annað
starfsfólk nær mér í aldri.
Þorbjörg, skólastjóri Hjúkrunarskólans
var alltaf að hvetja mig til að koma og
kenna hjá sér, og vegna ofnæmisins varð
ég, eins og húðsjúkdómalæknirinn sagði
við mig, að finna starfsvettvang innan
hjúkrunar sem hentaði mér, ella yrði ég
að hætta í hjúkrun. Því ákvað ég að fara
í Sykepleierhögskolen í Osló, en þar
höfðu fleiri kennarar við skólann stundað
nám. Við Þuríður systir mín héldum því
svaka veislu fyrir þær á A5 áður en ég
fór út. Þær leystu mig út með gjöfum,
prjónuðu og hekluðu á mig svo mér yrði
ekki kalt.“
Næstu tvö árin var Sigþrúður við nám
í Sykepleierhöjskolen sem var tengdur
Oslóar-háskóla. „Þarna var með mér
Vigdís Magnúsdóttir fyrrverandi hjúkr-
unarforstjóri Landspítalans. Ég þekkti
Vigdísi ekki áður, hún hafði verið að
vinna á skurðstofunni á St. Jóseps
spítaianum í Hafnarfirði áður en hún
byrjaði á Landspítalanum. Við áttum
saman margar skemmtilegar stundir. Ég
var þarna búin að kynnast manninum
mínum, Smára G. Snædal. Á þessum
tíma vorum við Smári trúlofuð og þar
sem ég framleigði herbergi af öðrum á
stúdentabænum Sogni, mátti ég ekki
fá þangað póst til mín. Hann skrifaði
því bréfin á heimilisfang Vigdísar og
hún færði mér ástarbréfin! Vigdís var
með mér í skólanum einn vetur, næsta
vetur var það Anna Guðrún Jónsdóttir
aðstoðarforstöðukona Borgarspítalans."
„Fékk mína eldskírn í
félagsmálum“
Þegar Sigþrúður kom aftur til
íslands að loknu námi var mikið að
gerast í hjúkrunarmálum á íslandi.
„Hjúkrunarskóli íslands var tæplega
fimmtug menntastofnun og hafði tekið
út sinn þroska, var orðin rótgróin og
góð stofnun sem hafði tekið við nýrri
hugmyndafræði frá konum er höfðu
aflað sér viðbótarmenntunar víða
erlendis frá. Allmennt var mikil gerjun í
hjúkrunarmálum bæði á Norðurlöndum, í
Bretlandi og Norður Ameríku. Ný hjúkrun
var í burðarliðnum, en eins og oft vill
verða um nýjungar er eins og þurfi að
fara út á ystu nöf til að jafnvægi náist. Allt
skyldi núna vera á bókina, það verklega
átti helst að læra í rannsóknarstofum.
Mikil byggingargleði ríkti innan
heilbrigðisgeirans og það vantaði fleiri
hjúkrunarfræðinga. Nýi hjúkrunarskólinn
var upphaflega með hjúkrunarnám fyrir
12
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006