Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 22
burtu. En þegar maður lendir í þessu sjálfur, þá er þetta bara heilmikið mál. Þetta eru heilmikil þáttaskil. Þetta er þessi, hvað á ég að segja “one way ticket" hjá fólki! Ég held bara að fólk geri sér ekki grein fyrir þessu fyrr en það lendir í því sjálft. Munurinn er þó að hafa stað. Hugsið ykkur að það er til að ekki sé staður fyrir þetta fólk, eftir því sem maður heyrir í rauninni. Og vera sáttur við hann og treysta á hann, það er náttúrulega alveg óborganlegt. Jafnframt setur einhvers konar réttlæting svip sinn á reynslu aðstandenda þegar þeir árétta við sjálfa sig og aðra að vanheilsa eða vangeta hins aldraða hafi gert það að verkum að hann þurfti að flytjast á stofnun. Einnig kom það fram hjá aðstandendum að vandinn við að veita þá umönnun, sem nauðsynleg sé til að koma til móts við hjálparþörf viðkomandi, sé leikmanni ofviða. Dóttir Önnu komst svo að orði um þessa reynslu: Já, auðvitað leið manni ekkert vel að hún þyrfti að fara þarna inn, sko. Manni fannst það náttúrulega ömurlegt, en það var náttúrulega ekki um neitt annað að gera. ... En auðvitað var þetta náttúrulega ekki bara mitt. Þetta var náttúrulega bara ekki orðið hægt að hún gæti verið heima, það var orðið mjög slæmt, sko. Síðast en ekki síst virðist afstaða hins aldraða til flutningsins hafa mikið að segja um reynslu aðstandenda af þessum þáttaskilum. Afstaða hins aldraðra fer að miklu leyti eftir því hve góða grein hann gerir sér fyrir eigin ástandi og hjálparþörf. Takmarkaður skilningur hins aldraða á eigin fötlun og þeirri hjálp, sem hann naut fyrir flutninginn og nýtur eftir hann, getur skapað togstreitu milli hins aldraða og fólksins hans og sett aðstandendur í hálfgerða varnarstöðu, ekki bara gagnvart hinum aldraða heldur líka sjálfum sér og öðrum. Til dæmis fannst Kristínu hún þurfa á lítilli hjálp að halda á hjúkrunarheimilinu þrátt fyrir mikla fötlun eins og fram kom í orðum dóttur hennar: Ja, þegar hún fór á ... þá átti það bara að vera tímabundið en svo bara ... Hún mótmælti ekki en henni fannst samt hún geta farið heim. Hún gerði sér ekki grein fyrir því að hún gat ekki hjálpað sér sjálf og í rauninni fannst henni það lengi vel. Það er bara stutt síðan hún hætti að tala um það að hún gerði ekki allt fyrir sig. Er ekki alveg áttuð á því. Að læra að koma í heimsókn Viðmælendum hafði öllum tekist að vinna úr þeirri erfiðu reynslu sem fylgir í kjölfar flutnings maka eða foreldris á hjúkrunarheimili og gera það besta úr henni með því „að læra að koma í heimsókn“. Við greiningu á þemanu ,,að læra að koma í heimsókn” kom í Ijós að fjölskyldan skapaði heimsóknum sínum ákveðið form sem reyndist hafa þrjár hliðar þ.e. skipulag, tilhögun og dagskrá (Margrét Gústafsdóttir, 1999b). Þessar hliðar formgerðarinnar þróuðust smám saman þegar aðstandendur fóru að átta sig á þeim heimi sem fólkið þeirra var farið að hrærast í. Flestum aðstandendum fannst heimur hjúkrunarheimilisins fráhrindandi og jafnvel ógnvekjandi að standa frammi fyrir óumflýjanlegri afturför þeirra sem þar búa. Sonur Katrínar lýsti þessari reynslu sinni á eftirfarandi hátt: Já, þetta fékk svona á mig fyrst, já, maður bara hugsaði með sér, aumingja fólkið að þurfa að vera hér lengur, sko, raunar á stað sem ... maður hugsar með sér, Já, jæja, já vonandi lendir maður nú ekki sjálfur í þessu, það er nú vonandi að fara sex fet undir áður, sko, ha? En þetta venst - þetta venst. Þessi sonur, eins og aðrir þátttakendur í rannsókninni, hafði látið sig hafa það að venjast aðstæðum á hjúkrunarheimilinu því fyrir honum var það sjálfsagt að halda sínu striki og standa með móður sinni þar til yfir lyki, hvar sem hún væri í sveit sett. Og það varsameiginlegt með honum og öllum þátttakendunum að heimsóknir til móður hans voru fastur liður í daglegum gangi og inni í ákveðnu skipulagi. Dóttir Önnu sagði: „maður verður að læra þetta [að koma inn á svona staðj og þetta iærist svona eftir því sem maður kemur oftar, finnst mér“. Það sem fyrst lærist er að skipuleggja heimsóknartímann annars vegar út frá daglegum gangi á hjúkrunarheimilinu og svo hins vegar í Ijósi daglegs amsturs aðstandandans. Heimsóknir maka á hjúkrunarheimilið voru þungamiðjan í þeirra eigin daglega gangi og í raun snerist þeirra daglega amstur í kringum heimsóknirnar. Hins vegar gat skipulag á heimsóknum barna vissulega verið sveigjanlegt og ráðist af því hvernig á stóð, en reglulegar heimsóknirnar brugðust þó ekki og spurningin um það hvort það væri svigrúm til heimsókna var ekki inni í myndinni. Dætur Kristínar höfðu t.d. fast skipulag á sínum heimsóknum eins og önnur þeirra lýsti svo vel: Við höfum skipulag á þessu. Okkur finnst þetta mjög gott. ... Já., þá erum við ekkert alltaf að hugsa: „Jæja, nú verð ég að fara". - Við erum bara með þessa daga og förum ef við getum. Við vitum alltaf að hin sér um daginn eftir ... ef við þurfum að skipta, eða systir mín veit af einhverjum sem ætlar að heimsækja mömmu þennan daginn, þá lætur hún mig vita. Skipulag á heimsóknum tryggir vissulega reglulegar heimsóknir en skipulagið tekur einnig mið af því hvernig aðstandendum finnst best að haga heimsóknunum og þeirri hefðbundnu dagskrá sem aðstandendur þróa smám saman eftir að þeir hafa áttað sig á aðstæðum. Tilhögun heimsókna fer eftir því á hvaða tíma dagsins aðstandendum finnst best að eiga stund með sínum og það ræðst aftur af skipulagi og vinnutilhögun á deildinni og hvernig umönnun hins aldraða er háttað, t.d. á hvaða tíma honum er sinnt og hvernig virkni- og hvíldartímum er háttað og síðast en ekki síst þeim möguleikum sem deildin eða heimilið býður upp á til þess að njóta samveru með hinum aldraða. Einbýli bjóða vissulega upp á meiri sveigjanleika f tilhögun heimsókna og gerðu það að verkum að börn gátu að einhverju leyti haft svipað snið á heimsóknum og áður fyrr þegar þau heimsóttu foreldra sína á gamla heimilið þeirra. Hinir öldruðu létu líka oft frekar til sín taka sem „húsráðendur" á einbýli þar 20 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.