Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 49
ÖRYGGI SJÚKLINGA
& Gagnrýnendur halda því fram að málið
hefði aldrei átt að fara fyrir almenna
dómstóla heldur hefði átt að fjalla um
það af ábyrgðarráði heilbrigðis- og
hjúkrunarstétta, HSAN. Þetta ráð er í
raun sérstakur dómstóll sem eingöngu
rannsakar og dæmir í þeim málum sem
upp koma innan heilsugæslunnar. í
ráðinu sitja bæði lögfræðingar og fulltrúar
fagstétta og það getur ýmist sýknað
lækna, hjúkrunarfræðinga og aðra
starfsmenn heilsugæslunnar, veitt þeim
áminningu eða viðvörun eða jafnvel svipt
þá starfsleyfi sem álitnir eru geta verið
sjúklingum hættulegir.
Áður en mál eru lögð fyrir ráðið hafa
sérfræðingar á vegum Socialstyrelsen
fjallað um þau. Hefði þessi sorglegi
atburður í Kalmar verið í höndum
Socialstyrelsen hefði verið hægt
að rannsaka allar kringumstæður
málsins, til dæmis verklag, skipulag og
starfsaðstæður, í stað þess að benda
bara á einn ákveðinn blóraböggul. Það
voru nefnilega ákveðin vandamál fyrir
hendi á sjúkrahúsinu, til dæmis að ekki
gilti sama verklag um blöndun dreypilyfja
á barnadeild og gjörgæsludeild.
Rannsóknir Socialstyrelsen.snúast heldur
ekki um það að finna blóraböggul heldur
að greina þau vandamál sem hægt er að
bregðast við til að fyrirbyggja að atburður
sem þessi geti endurtekið sig.
Socialstyrelsen stóð ekki fyrir neinni
ítarlegri rannsókn á málinu vegna þess
að lögum samkvæmt dregur stofnunin
sig í hlé við meðferð máls þegar ákært
hefur verið fyrir almennum dómstólum.
Úrskurður hæstaréttar hefur gert að
verkum að margir hafa áhyggjur af
afleiðingum málsins fyrir framtíðaröryggi
sjúklinga. Tilkynningar starfsfólks um atvik
á sjúkrahúsum eru nefnilega mikilvægasta
forsendan fyrir starfi Socialstyrelsen
að öryggismálum sjúklinga og bættu
verklagi. En verða atvik tilkynnt ef líkur
eru á að sá sem tilkynnir eða einhver
samstarfsmanna tilkynnanda verði
ákærður og dreginn fyrir dómstóla?
Þessar áhyggjur hafa leitt til þess
að meðal annarra fara fulltrúar bæði
Socialstyrelsen og sænskra sveitarfélaga
og dómstóla nú fram á að gildandi lög
verði endurskoðuð. Að þeirra mati er það
nauðsynleg forsenda þess að geta aukið
öryggi sjúklinga til framtíðar litið.
FRÉTTAPUNKTUR
Upplýsingar um fuglaflensu á heimasíðu WHO
Nýjustu upplýsingar um fuglainnflúensufaraldurinn, AQ, H5N1, sem að öllu jöfnu sýkir eingöngu fugla, er að finna á
heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, www.who.int undir avian influenza. í lok júlí höfðu 134 látist af
völdum sýkinga flensunnar í mönnum en eftirfarandi tala sýnir fjölda dauðsfalla.
14 July 2006
Country 2003 2004 2005 2006 Total
cases deaths cases deaths cases deaths cases deaths cases deaths
Azerbaijan 0 0 0 0 0 0 8 5 8 5
Cambodia 0 0 0 0 4 4 2 2 6 6
China 0 0 0 0 8 5 11 7 19 12
Djibouti 0 0 0 0 0 0 1 0 1 0
Egypt 0 0 0 0 0 0 14 6 14 6
Indonesia 0 0 0 0 17 11 37 31 54 42
Iraq 0 0 0 0 0 0 2 2 2 2
Thailand 0 0 17 12 5 2 1 1 23 15
Turkey 0 0 0 0 0 0 12 4 12 4
Viet Nam 3 3 29 20 61 19 0 0 93 42
Total 3j 3 46 32 95 41 88 58 232 134
Total number of cases includes number of deaths.
WHO reports only laboratory-confirmed cases.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
47