Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 56
„Geðsjúkdómar eru á vissan hátt röskun á boðefnum í líkamanum og með ákveðnum aðferðum er hægt að greina þá eins og aðra efnaskiptasjúkdóma eða taugasjúkdóma. Geðsjúkdómar hafa einnig læknisfræðilegar skilgreiningar og eru flokkaðir eftir útkomu úr greiningarviðtali og flokkunarkerfinu ICD-10. í klínískri greiningu er leitað eftir heilkennum og hver sjúkdómsheild er samsett af einkennum. Það er eins með geðsjúkdóma og aðra sjúkdóma að suma er ekki hægt að lækna en einkennum er haldið niðri með lyfjum og réttri endurhæfingu. Heilbrigðisvísindin hafa nægar upplýsingar um þær alvarlegu aukaverkanir sem skapast ef sjúkdómar eru ekki meðhöndlaðir. Það hafa orðið svo miklar framfarir á notkun geðlyfja og fyrir þá sem þurfa á þeim að halda eru þau alveg jafnnauðsynleg og lyf eru við öðrum sjúkdómum. Geðsjúkdómar eru því á engan hátt frábrugðnir öðrum sjúkdómum að því leyti. Samt tekur nokkur ár að fá greiningu svo að rétt meðferð geti hafist. Neikvæð umræða um notkun geðlyfja á þar einnig stóran þátt. Sumir þurfa nauðsynlega á lyfjum að halda langtímum saman en aðrir aðeins um skamman tíma á meðan verið er að koma jafnvægi á líðan, hegðan, kvíða og annað sem hefur áhrif á daglegt líf þeirra. Mikilvægasti þátturinn er samt stuðningur og skipulag. Ef ekki fer fram umræða um þennan biðtíma sem börnum er boðið upp á í nútímaþjóðfélagi verða ekki neinar breytingar." foreldrar og þeir sem að börnunum standa undir miklu tilfinningalegu álagi. Fjárhagslegur stuðningur til geðsjúkra barna og fjölskyldna þeirra er einnig annar en ef um annan sjúkdóm er að ræða. Meðferðarúrræðin eru önnur og foreldrar bera oft einir kostnað af lyfjum og ferðakostnaði. Þegar læknir á vegum heilsugæslu sendir barn til sérfræðings tekur TR allan þátt í ferðakostnaði barns og foreldra, en þegar félagsþjónusta sveitafélaga sendir barn til greiningar á meðferðarstofnun þá er það ekki á vegum ríkis heldur sveitarfélags og TR tekur ekki þátt í þeim kostnaði. Það kom mér einnig á óvart að ef barn er með geðröskun þurfa foreldrar að leggja fram skattaframtal ef þeir sækja um fjárhagsaðstoð vegna ferðakostnaðar til félagsþjónustunnar. Ég hef þegar komið athugasemdum til allra ráðuneyta um þennan mismun á þjónustu en ekki fengið nein svör. Ef barn vistast á meðferðarstofnun er gerður samningur við Félagsþjónustuna og er foreldrum skylt að mæta til viðtals í hverri viku, hvar á landinu sem þeir búa. Við þurftum að mæta 12 sinnum og keyrðum 6.536 kílómetra og fjórum sinnum á tímabilinu kom hún heim með flugi í helgarleyfi. Kostnaðurinn vegna þessara ferða fór yfir 206.000 og við héldum öllum nótum saman þar sem við bjuggumst við að stuðningur félagsþjónustunnar sem hafði verið stopull myndi a.m.k. felast í ferðakostnaði og draga úr álagi á fjölskylduna. En beiðni minni var hafnað. Svarið sem ég fékk var á þessa leið: „Þar sem reglur sveitafélagsins kveða á um að tekjur einstaklings megi ekki fara yfir 83.500 krónur á mánuði og 125.250 hjá hjónum hefur umsókn þinni verið synjað." Þeir geta skýlt sér á bak við það að stuðningurinn sé ákveðinn með tekjutengingu foreldra og miðað við gömul framfærslulög sveitafélaga síðan 1947 með smá breytingum 1991. Ef foreldrarnir væru báðir á atvinnuleysisbótum myndu þeir ekki einu sinni ná þessum lágmarksvið- miðunarmörkum, þar sem þær eru núna um 93.000 krónur á mánuði. Ég skaut máli mínu til úrskurðarnefndar félagsþjónustunnar og þeir höfðu engar athugasemdir um afgreiðslu þessa máls. Höfnunin var mjög sár. Ég var engan veginn undir þetta búin. Fjárhagslegt tap okkar þennan mánuðinn var rúmlega hálf milljón króna vegna þess að ég bræddi úr bílnum mínum undir þessu álagi. Það eina sem ég mundi eftir var að setja bensín á bílinn og keyra af stað. Líðan barnsins á meðan hún var í meðferð var oft það slæm að ég grét oft hálfa leiðina heim, ég var ekki sterkari en það. En samt varð ég að standa mig. Vonin hafði kviknað, baráttan var ekki búin“. - Hvað þarf að gera til að auka þjónustu við þá sem glíma við geðræna erfiðleika og fjölskyldur þeirra sem búsettir eru úti á landi? „Heilbrigðisþjónustu þarf að reka sem samfellda þjónustu. Hún þarf að snúast um einstaklinginn í samfélaginu. Hin samfélagslega umgjörð sem hinn veiki býr við veldur oft meiri fötlun en í raun geðsjúkdómurinn sjálfur. Endurskipuleggja þyrfti geðheilbrigðisþjónustuna alveg upp á nýtt. Á íslandi eru fleiri geðlæknar en annars staðar á Norðurlöndum en samt er samfelld geðheilbrigðisþjónusta verst rekin hér á landi. Skipulag innan heilbrigðiskerfisins hefur haft þau áhrif að samvinna er að minnka. Einkareknar stofur geðlækna eru gott dæmi um það að samvinna við ríkið er á undanhaldi. Sálfræðingar starfa ekki lengur á vegum ríkis heldur á vegum sveitarfélaga og hefur tilfærslan haft takmarkandi áhrif á þá meðferðarþjónustu sem þeir vilja annars veita börnum sem eiga erfitt. Vandinn liggur einnig hjá fleiri fagaðilum vegna þess að markmið vantar í geðþjónustu um allt land. Trúnaðarskylda lækna hefur einnig takmarkandi áhrif innan starfsstöðva heilsugæslunnar og nær því ekki alltaf til hjúkrunarfræðinga og annarra fagstétta. Geðsjúkdómur einstaklings er ekki einkamál þegar barn á í hlut. Það verður að horfa á þetta í meira samhengi. Geðsjúkdómur hefur áhrif á alla í fjölskyldunni. Það þarf einnig að setja einhver mark- mið um þjónustuúrræði í hverjum lands- fjórðungi og sameina krafta þeirra sem sinna geðheilbrigðismálum í stað þess að setja þeim hömlur um verksvið. Það þarf að samreka. þjónustuna. í flestum sveitarfélögum er starfsemi heilsugæslunnar og félagsþjónustunnar aðskilin. Þeir sem eru með geðsjúkdóma þurfa á þjónustu þessara aðila að halda en lenda þarna inn á milli. í fámennum sveitarfélögum er oft skortur á sérfræðingum og ábyrgðin dreifist á hendur fárra sem eru fagmenn á einu sviði. Álagið verður fyrir bragðið oft það mikið 54 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.