Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 29
Alheimsathvarf (Global Retreat Center) í Oxford auknum lærdómi, sjálfsþekkingu og auknum samskiptahæfileikum. Ég lenti í vinnuhópi sem í voru konur eingöngu og við bjuggum í sameiningu til risastórt skip sem sigldi milli heimshafna með heilunarstöð innanborðs. Við fengum kassa með ýmsum efnum til að vinna að hugarfóstri okkar, og með skærum, litum, efnisbútum, pappír og öðrum verkfærum ásamt því að vinna saman að skipulagningu og úrlausn hugmyndar varð hin siglandi heilunarstöð til. Það var gaman að fylgjast með ráðsettu fólki „leika sér“ en námsefnið byggist á ýmsum æfingum þar sem sköpunargleði og leikur fá að njóta sín. Á milli. voru slökunaræfingar og æfingar sem byggðust á sjónmyndun og líkamsæfingar til að fá blóðið til að streyma eftir langar setur. Þátttakendur voru sammála um að þeir hefðu fengið nýja sýn á störf sín enda voru þeir hvattir til að lýsa afstöðu sinni til ýmissa vandamála og þeir lærðu að hlusta betur á sjálfa sig og aðra. Sumir sögðu að þeir hefðu að lokinni ráðstefnunni velt meira fyrir sér hvers vegna þeir ynnu tiltekin störf fremur en hvernig þeir ynnu þau. Fulltrúar nokkurra landa veltu fyrir sér hvernig unnt væri að koma á breytingum innan heilbrigðiskerfa landa sinna. Og flestir fóru með nokkrar spurningar í farteskinu til að svara þegar heim væri komið. Á mánudagsmorgni var kominn tími til að kveðja og fara aftur út í grákaldan hversdagsleikann. Meðan ég beið eftir leigubílnum fékk ég mér sæti á „drauma- bekknum" en það er ósköp venjulegur bekkur sem er fyrir utan sveitasetrið og hefur hlotið þessa nafngift, líklega til að lyfta anda þeirra sem á hann setjast. Er bíllinn rann í hlað kom í Ijós að franski skurðlæknirinn gat deilt bílnum með mér. Þegar leigubíllinn nálgaðist rútubílastöðina í Oxford velti ég fyrir mér þeim lærdómi og þeirri reynslu sem helgin hafði fært mér. Líkt og um alla góða og nýja reynslu var hugurinn upptekinn af því að melta hana og hefur haldið því áfram síðan... Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.