Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 33
settar upp á einfaldan máta þannig að allir sem prófa þær eiga að geta á auðveldan hátt tileinkað sér þær markvisst til að ná árangri og endurheimta eða auka á friðsæld hugans. Því meirsem viðtileinkum okkur innri friðsæld því jákvæðara verður allt viðhorf okkar til tilveru og umhverfis og samstarfs við aðra. Jákvæðni í námsefninu jákvæðni er fjallað um viljann og getuna til að breyta hugsunum okkar. Hugsun heilbrigðisstarfsfólks er oft gagnrýnin eða neikvæð af gömlum vana en sú hugsun hefur áhrif á skapferli og störf. Jákvæðar hugsanir auka vellíðan. Námsefnið aðstoðar þátttakendur við að gera sér grein fyrir hugsunarvenjum sem gera meira ógagn en gagn og breyta þeim í jákvæðar hugsanir og aðstoðar fólk einnig við að skoða hugsanir sínar. Aukin jákvæðni og bjartsýni nýtast ekki einungis þeim sem vinna á þennan hátt með sjálfa sig heldur einnig samstarfsfólki og sjúklingum. Samhygð - Umhyggja Fagleg færni í starfi ásamt samhygð og umhyggju er ein af grundvallarforsendum góðrar heilbrigðisþjónustu. Margar ástæður eru fyrir því að erfitt getur verið að veita samhygð og umhyggju í daglegu amstri vinnunnar. Oftast nær gefst ekki nægjanlegur tími til að sinna þeim þáttum þjónustunnar, vaxandi áhersla er lögð á að skila verklegum þáttum hennar, starfsmenn finna oft til líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar þreytu vegna vaxandi álags og áreitis í vinnu þannig að getan til að gefa af sér fer þverrandi. Ef við gerum okkur fulla grein fyrir því hvað við eigum við með samhygð og umhyggju í starfi, þannig að það hljómi ekki eingöngu sem innantóm orð, verðum við betur fær um að taka samhygðina og umhyggjuna upp sem sjálfsagðan þátt í daglegri vinnu okkar og forgangsröðun verkefna verður þá í raun óþörf því það skapast meira jafnvægi milli hugar og hjarta í þeirri þjónustu sem veitt er. f námsefninu er lögð áhersla á að auka mannúð innan heilbrigðisþjónustunnar. Innra með okkur búum við yfir þolinmæði, göfuglyndi og góðmennsku þó oft séu einhverjir tálmar í hverjum og einum sem hamla því að við sýnum þessa eiginleika, svo sem reiði, kvíða, sektarkennd og meðvirkni. Námsefnið aðstoðar fólk við að taka eftir og vinna á þessum tálmum svo það geti beitt samúð í störfum sínum. Samvinna Það er flókið samspil margra þátta að veita heilbrigðisþjónustu. Slíkt krefst ekki eingöngu faglegrar færni starfsmanna heldur einnig árangursríkrar stefnumótunar hverrar stofnunar sem og stjórnunar heilbrigðiskerfisins í heild sinni. Náið og árangursríkt samstarf alveg frá þeim er móta þjónustuna, njóta hennar og veita hana er grunnur að því að hægt sé að þróa árangursríkt og skilvirkt heilbrigðiskerfi er byggist á heildrænni nálgun innan hvers stigs sem utan. Námsefnið fjallar um hvernig fólk getur unnið saman með árangursríkum hætti, bæði eitt og í hópi. Það hjálpar þátttakendum að öðlast skilning á hugsunum, viðhorfum, tilfinningum og hegðun sem eru undirstaða góðrar samvinnu. Það gerir þeim kleift að búa til hópanda þar sem menn keppa ekki hver við annan, og verkefnin verða á þann hátt ánægjuleg og skapandi. Að meta sjálfan sig Heilbrigðisstarfsmenn hafa oft tilhneig- ingu til að einblína á þarfir þeirra sem þeir eru að sinna hverju sinni. Með því að hafa sjúklinga ávallt í forgrunni og gera allt fyrir aðra viljum við oft gleyma því að hlúa að okkur sjálfum. Að kunna eða öðlast færni í að meta sjálfan sig er ekki öllum sjálfskapað og krefst oft þjálfunar. Það að kunna að meta sjálfan sig í lífi og starfi er leið til að koma í veg fyrir kulnun í starfi og afleiðingar þess. Það að þroska sjálfan sig er ekki eingöngu bundið við endurmenntunarnámskeið í tengslum við vinnuna heldur einnig að finna leiðir til að hlúa að sjálfum sér og öðlast persónulegan þroska sem einstaklingur. Á þessu námskeiði er ekki eingöngu rýnt í framkomu og færni eða reynslu úr vinnu heldur er einnig kannað hvar við njótum okkar best, við hvaða aðstæður, hvort sem er í vinnu, heima og almennt í þeirri tilveru sem við höfum skapað okkur. Með námsefninu er þess krafist að við þekkjum styrk okkar og með því getum við betur gert okkur grein fyrir gildi annarra. Þátttakendur spyrja sjálfa sig spurningarinnar: Hver er ég? Þeir velta fyrir sér hvernig þeir líta á sjálfa sig. Þetta getur aðstoðað þá við að öðlast virðingu annarra um leið og þeir læra að bera virðingu fyrir öðrum en það hjálpar þeim, sjúklingum þeirra og samstarfsfólki. Heildræn nálgun heilbrigðisþjónustunnar Heildræn nálgun heilbrigðisþjónustunnar er mjög mikilvægt hugtak. Þá er átt við að öllum þáttum mannlegs eðlis eru gerð jöfn skil hvort sem horft er frá sjónarhóli þeirra sem móta þjónustuna, veita hana eða njóta hennar. Heildræn nálgun heilbrigðisþjónustunnar er í vaxandi mæli leið til að viðhalda og ná samhljómi og jafnvægi milli hugar og hjarta í þeirri þjónustu sem veitt er hverju sinni. Þörf er á að viðurkenna að í heilbrigðis- þjónustunni felst meira en eingöngu það að meðhöndla sjúkdóma, þar er einnig þörf á að hlúa að öllum hliðum mannlegs lífs hvort sem er utan eða innan sjúkrahúsanna. Eftir að hafa farið í gegnum námsefnið eiga þátttakendur að hafa tamið sér viðhorf sem byggjast á því að meta starf og þjónustu, þeir gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að búa við innri frið, hugsa jákvæðar, vinna þeirra byggist meira á samúð og samvinnu en áður, grunnþáttur vinnu þeirra er að hlúa að sjálfum sér en það hefur í för með sér heildrænni nálgun þeirrar heilbrigðisþjónstu sem veitt er, bæði fyrir þá sem hana veita og hennar njóta. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér frekar námsefnið er bent á heimasíðu Janki- stofnunarinnar www.jankifoundation.org eða að hafa samband við Herdisi Jónasdóttur, hjúkrunarfræðing, MSc, netfang disajo@hive. is, sími 565-9011, farsími 694-3250. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.