Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 20
og starfsfólk, fer að hlutunum og ber sig að við þessar aðstæður (embodiment). Enn fremur er tekið mið af sögu fjölskyldunnar í tímans rás, aðdraganda flutnings hins aldraða á hjúkrunarheimili og lengd dvalar þar (temporality). Þá er leitast við að komast að því hvað skiptir þátttakendur helst máli (concerns) í samskiptum þeirra á milli og á hvaða hátt viðtekin merking (common meanings) hefur áhrif á samskipti þeirra og hvernig þátttakendur reyna að stuðla að velferð hins aldraða á hjúkrunarheimilinu. Vettvangs- eða þátttökuathuganir voru veigamikill þáttur í gagnasöfnuninni, en samkvæmt túlkandi fyrirbærafræði er nauðsynlegt að rannsaka fólk í því samhengi, sem það er í til þess að skilja á hvaða hátt hátterni þess eða framferði endurspeglar það sem því finnst mikils virði við þær aðstæður (Benner, 1994). Við vettvangsathugun er upplýsinga aflað á staðnum samkvæmt Hammersley og Atkinson, með því að „... að taka þátt, leynt eða Ijóst, í daglegu lífi fólks í lengri tíma, fylgjast með hvað skeður, hlusta á hvað er sagt, spyrja spurninga - í raun safna öllum þeim gögnum sem völ er á til þess að varpa Ijósi á viðfangsefnið sem rannsóknin snýst um“ (Gerrish, 2003, bls. 80). Vettvangur, þátttakendur og gagnasöfnun Vettvangur rannsóknarinnar var átta deildir á þremur hjúkr- unarheimilum og voru leyfi fyrir framkvæmd rannsóknarinnar fengin frá hjúkrunarforstjórum og forstöðumönnum. Áður hafði leyfa verið aflað frá viðkomandi siða- og tölvunefndum. Heimilin, sem þátt tóku í rannsókninni, höfðu öll gott orðspor og byggðu á traustvekjandi mönnunarlíkani á þeim tíma sem rannsóknin fór fram, þ.e. hlutfall faglærðs starfsfólks var hátt, mönnun var stöðug og eins var heildárhlutfall starfsfólks miðað við fjölda íbúa mjög viðunandi. Formlegir þátttakendur voru 15 aldraðir heimilismenn, aðstandendur þeirra og 16 hópar starfsfólks, alls 75 starfsmenn, en 4-5 starfsmenn voru í hverjum hóp. í raun má þó segja að allir íbúar á deildunum átta og stór hluti starfsfólks þar hafi óbeint tekið þátt í rannsókninni þar sem vettvangs- eða þátttökuathuganir á öllum deildum var stór liður í gagnasöfnun. Deildarstjórar á öllum deildunum, sem þátt tóku í rannsókninni, veittu mikla aðstoð við val á þátttakendum. í fyrsta lagi veittu þeir upplýsingar um hvaða fjölskyldur uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku og hugsanlegt væri að leita til. Skilyrði fyrir þátttöku fjölskyldunnar voru að hinn aldraði hefði dvalið a.m.k. ár á heimilinu og að hann fengi að jafnaði heimsóknir frá fjölskyldunni á hverjum degi, annan hvern dag eða í það minnsta tvisvar til þrisvar í viku. Sex makar og níu uppkomin börn tóku þátt í rannsókninni og voru konur í meirihluta en slík kynjaskipting endurspeglar hlut kvenna í umönnun aldraðra bæði í heimahúsum og á stofnunum (Allen, 1993). Við gagnasöfnunina voru tekin tvö viðtöl við hvern aðstandanda þar sem í síðara viðtalinu var spurt nánar um ákveðna atþurði sem komið hafði verið inn á í fyrra viðtalinu og gengið úr skugga um hvort frásögnin í fyrra viðtalinu hefði komist rétt til skila. Eins var spurt út í hvernig hlutirnir hefðu gengið fyrir sig frá því fyrra viðtalið var tekið. Tók hvort viðtal um sig 1-2 klst. Eitt viðtal var tekið við hvern hóp af starfsfólki en í hverjum hóp tóku þátt hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og aðstoðarfólk við aðhlynningu. Hverjum hóp var ætlað að endurspegla samsetningu starfsfólks á vöktum deildanna og leitast var við að tryggja, með aðstoð deildarstjóra, að starfsfólkið í viðkomandi hópi hefði staðgóða þekkingu á hinum aldraða einstaklingi, sem umræðan snerist um, og fjölskyldu hans. Ákveðin spurningaviðmið voru höfð til hliðsjónar í viðtölunum, annars vegar við fjölskylduna og hins vegar við hóp starfsfólks og allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki. í öllum tilvikum var leitað eftir munnlegu samþykki hins aldraða fyrir umræðum um umönnun hans, bæði af hálfu ættingja og starfsfólks, en aðeins örfáir hinna öldruðu gátu skrifað undir upplýst samþykki. Vilyrði fyrir þátttöku viðkomandi heimilismanns var síðan margsinnis áréttað munnlega á meðan vettvangsathuganir fóru fram. Vettvangs- eða þátttökuathuganir fólu í sér 2-5 klst. athuganir í senn á mismunandi tímum dagsins í allt að 30 klst. á hverri deild. í rannsókn sem þessari gerðu vettvangsathuganir rannsakandanum kleift að ganga inn í hagnýtan (practical) heim þátttakenda til þess að átta sig á hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í daglegum erli á hverri deild og skilja að hve miklu leyti og þá hvernig afskipti fjölskyldunnar í umönnun hins aldraða ganga upp, við þessar aðstæður. Daglegur erill á hverri deild er samofinn hjúkruninni sem þar fer fram og er því að mati rannsakanda tæplega hægt að rannsaka ákveðnar hliðar hjúkrunar við slíkar aðstæður án þess að taka erilinn með inn í myndina og meta að hvaða leyti hann er sýnilegur og hluti skipulagsins á deildinni. Jafnframt er reynt að fá mynd af ósýnilegum hliðum erilsins og því hvernig erillinn í heild sinni hefur áhrif á framgöngu fólksins, sem hrærist í þessum heimi, og líðan þess. Úrvinnsla gagna Við greiningu texta í túlkandi fyrirbærafræðilegum rannsóknum er stuðst við viðtök eða viðmiðunardæmi (paradigm cases), þemu og dæmi í Ijósi tilvitnana (exemplar). Viðmiðunardæmi er til marks um það hvernig hlutirnir geta gengið fyrir sig þegar fólk tekst á við tilteknar aðstæður, og það sem skiptir það verulegu máli við þær (Benner, 1994). Viðmiðunardæmi skapa síðan grundvöll fyrir samanburð þeirra á milli og þá má álykta annars vegar um hvað sé sameiginlegt í reynslu fólks og svo hins vegar í hverju mismunurinn sé fólginn (Benner, 1994). Þemagreining dregur fram merkingarbært mynstur í reynslu fólks við ákveðnar aðstæður og varpar Ijósi á afstöðu þess um leið og sýnt er fram á hvað er líkt og ólíkt með reynslu fólks þegar rýnt er samhliða í mismunandi viðmiðunardæmi (Benner, 1994; Benner, o.fl. 1996). Dæmi í Ijósi tilvitnana (exemplar) eru samofin viðmiðunardæmum og þemagreiningu og eru sett fram til þess að sýna fram á mismunandi hliðar viðmiðunardæma eða þema og eins til þess að hnykkja á ályktunum sem þar eru settar 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.