Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 55
Þegar í Ijós kom hversu alvarleg veikindin voru var svo margt búiö að gerast sem maður áttaði sig ekki á f byrjun. Vanlíðan jókst og venjuleg hughreysting dugði ekki til. Telpan hafði breyst, þetta var ekki lengur venjulega litli glaðværi unginn okkar. Kvíðinn og feluleikurinn vegna þvaglekans hafði þau áhrif að hún var farin að draga sig í hlé. Hún mátti ekki hlæja eða hoppa, þá kom gusa og eina úrræðið var bara að fara heim og skipta um föt. Oft kom það fyrir að hún lokaði sig af inni í herbergi og fór að hágráta. Svona gekk þetta í rúm tvö ár. Ég ræddi þetta aftur við lækni. Reynt var á ný að setja hana á lyfjameðferð. Hún fékk heiftarleg ofnæmisviðbrögð af lyfjunum og meðferðinni var hætt. Þarna missti hún alla von um bata. Barnið varð að sætta sig við að þetta yrði bara svona. Ennþá var henni gefið sama magn þunglyndislyfja og tveimur árum áður. Enginn gaf sig að henni og það var engin aðstoð í boði. Hún grátbað bæði okkur og aðra um hjálp. Saman fórum við og ræddum við félagsþjónustuna og þar voru heldur engin svör. Þetta var sett í nokkurs konar biðstöðu. Við vorum einnig ráðþrota gagnvart þeim úrræðum sem í boði voru. Vanlíðan og varnarleysi barnsins fór að snúast í innibyrgt hatur á sjálfu sér. Hún gafst upp, hætti að taka inn lyfin og gerði alvarlega sjálfsvígstilraun. Þá fyrst fékk hún athygli. í framhaldi af því var hún send af lækni heilsugæslunnar inn á BUGL. Þar fékk hún ekki þá aðstoð sem hún bjóst við og gerði aðra sjálfsvígstilraun þar inni. Eftir útskrift var ekki gert skipulag um áframhaldandi meðferð eða stuðning. Það leið annað ár og ekki fékk hún nein viðtöl eða sálfræðilega þjónustu frá heilsugæslu eða sveitarfélagi og enn hélt ástandið áfram að versna. Þarna vorum við búin að biðja um utanaðkomandi aðstoð í þrjú ár. Hún var hætt að treysta okkur til að hjálpa sér að fá hjálp og við fengum alveg að heyra það. Hún hataði okkur og sjálfa sig líka. Við vissum alveg hvað hún var að ganga í gegnum og létum það sem hún sagði ganga yfir okkur. Við vorum búin að gera okkar besta á þann hátt sem við kunnum. Hver dagur varð að verkefni. Það fengu allir hlutverk í fjölskyldunni. Við vorum að berjast við að flnna munstur til þess að halda daginn út. Á nóttunni sváfum við til skiptis til þess að vaka og fylgjast með ferðum hennar þvi' að hún var hætt að sofa og starði út í loftið tímunum saman. Ég get ekki sagt að útlit okkar foreldranna hafi verið neitt sérlega gott eftir margar andvökunætur en það varð nóg til þess að sögusagnir fóru á kreik um að allir væru í rugli á heimilinu. Hegðunin breyttist þarna verulega og bera fór á geðklofaeinkennum. Stundum datt hún f svefn skamma stund, þá fékk hún martraðir og þær urðu að hennar veruleika. í draumunum var fólk sem hún var óörugg með og oft kom það fyrir að hún fór út að hefna sín á þeim sem henni fannst ofsækja sig. Bróðir hennar var farinn að finna fyrir andúð í skólanum og sögusagnir voru á kreiki í öllum bekkjardeildum skólans um rugluðu systur hans og hann tók þetta mjög nærri sér. Allar svona sögur fara um allar bekkjardeildir, til foreldra og breiðast um bæinn. Það var mikið lagt á hann að ganga í gegnum þetta tímabil. Utanaðkomandi aðstoð var ekki til boða, hvorki fyrir hann né okkur. Við urðum að standa saman. Eitt kvöldið sagðist hún ætla að skreppa út en hún kom ekki aftur heim. Hún hvarf í þrjá sólahringa. Þegar hún fannst hafði hún klippt af sér allt hárið og var búin að veita sjálfri sér líkamlega áverka. Á lögreglustöðinni fékk hún viðtal við sálfræðing. Þetta var í fyrsta skipti sem henni fannst einhver hlusta á sig. Þrátt fyrir vanlíðan var hún bara send heim og enn var ekki gert ráð fyrir áframhaldandi sálfræðiaðstoð. Við vorum alveg að brotna undan álagi, enda höfðum við vakað í þrjá sólarhringa meðan á leit stóð. Ég var á barmi taugaáfalls, grenjandi út í eitt og talaði út og suður. En áfram þurftum við að berjast fyrir rétti barnsins. Beiðni okkar um að fara með hana í áframhaldandi viðtöl til þessa sálfræðings sem hún hitti eða að fá hann til okkar var neitað. Félagsþjónusta sveitarfélagsins vildi ekki samþykkja slíka beiðni. Það var eins og allir stæðu saman að því að gera ekkert. Við gengum alls staðar á veggi." - Hvaða úrræði voru til staðar innan heilbrigðisþjónustunnar? „Þar sem við bjuggum var ekki starfandi sálfræðingur, geðlæknir eða námsráðgjafi. Það var ekkert skipulagt stuðningsnet til á vegum heilsugæslu eða félagsþjónustu fyrir börn sem eiga við geðrænan vanda. Við treystum á ákvarðanir lækna og sérfræðinga. Við treystum því að þeir hefðu hagsmuni barnsins fyrst og fremst að leiðarljósi. Hún var búin að vera í samskiptum við þá í mörg ár og við töldum fyrri sjúkdómssögu hennar vera nægilega til þess að þeir skildu að ástæða væri fyrir þessari vanlíðan og breyttu hegðun. Hún hafði á þessum fjórum árum, frá þvi' að fyrstu einkenni geðröskunarinnar komu í Ijós, reynt fjórum sinnum að taka líf sitt og enn vorum við að berjast. Úrræðin voru engin. Við gátum ekki skilið af hverju barnið fékk ekki aðstoð. Það eína sem við byggðum á var styrkur fjölskyldunnar en baráttuþrek okkar var að verða búið. Lífsvilji barnsins var horfinn og enn þá var líf þess í hættu. Þetta gat ekki gengið svona lengur. Við ákveðum að flytja í burtu. Þegar við vorum nýflutt fékk hún inngöngu inn á meðferðarheimilið Stuðla. Vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu hefur meðferðartími þar verið styttur að jafnaði niður í fjórar vikur. Hún þurfti að vera þar í sjö vikur að ósk yfirsálfræðings þar því að algerlega var búið að brjóta sjálfsvirðingu hennar niður. Hann sýndi skilning á vanda hennar. Upp hófst uppbygging, daglegt meðferðarstarf og hún myndaði tengsl við nýjan barna- og ungiingageðlækni. Breyting var gerð á lyfjagjöf. Hún var sett á flogaveikilyf, sem dró verulega úr þvaglekanum og öðrum einkennum, og auk þess fór hún að taka Zyprexa og sterk kvíðastillandi lyf. Lyfin voru í sífelldri endurskoðun. Við fengum líka viðtöl og stuðning. Það var í fyrsta skipti sem við fundum að við værum að vinna að ákveðnu markmiði saman sem fjölskylda. í framhaldi af meðferðinni á Stuðlum var hún send í langtímameðferð á Laugaland í Eyjafirði. Þar er rekið meðferðarheimili fyrir stúlkur sem þurfa að byggja upp sjálfsvirðingu og sjálfstraust eftir áföll. Það tók þrjú ár að byggja hana upp og sú vinna heldur áfram út lífið. Hún stendur sig eins og hetja í dag og tekst á við lífið af fullum þrótti, þrátt fyrir stöðugar lyfjagjafir. Við eigum þessu fólkí að þakka að barnið okkar er á lífi í dag. Hún er á lífi vegna nærgætins stuðnings réttra aðila sem skildu hana og vanda hennar. Börn og unglingar með geðröskun þurfa mikinn stuðning. Þar sem ekki er til tiltekinn rammi um þjónustuna eru Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.