Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 18
Margrét Gústafsdóttir, hjúkrunarfræðíngur, dósent í öldrunarhjúkrun við hjúkrunarfræðideild H.í. margust@hi.is
„AÐ LÆRA AÐ KOMA í HEIMSÓKN"
Fjölskylduheimsóknir á hjúkrunarheimili, form þeirra, merking, og mikilvægi
Útdráttur
Mynd sú sem hér er dregin upp af heimsóknum fjölskyldunnar
á hjúkrunarheimili er hluti af stærri mynd sem fram kom í
niðurstöðum túlkandi fyrirbærafræðilegrar rannsóknar sem
gerð var á átta deildum á þremur hjúkrunarheimilum á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
reynslu aðstandenda af heimsóknum á hjúkrunarheimili og
varpa Ijósi á samskipti þeirra við starfsfólk og áhrif slíkra
samskipta á umönnun. Þátttakendur voru aðstandendur
15 aldraðra heimilismanna og 16 hópar starfsfólks, alls
75 starfsmenn, en 4-5 starfsmenn voru í hverjum hóp.
Gagnasöfnun fól í sér tvö viðtöl við hvern aðstandanda
og eitt viðtal við hvern hóp af starfsfólki samhliða
vettvangsathugunum.
Niðurstöðurþærsemhéreru kynntarsýnaað aðstandendurnir
sem þátt tóku í rannsókninni leituðust við að sætta sig við
stofnunarvistun nákomins ættingja með því að halda áfram
að eiga hlut að lífi hins aldraða með reglulegum heimsóknum.
Þessir aðstandendur höfðu ,,lært að koma í heimsókn"
í heimi þar sem óumflýjanleg afturför íbúanna setur svip
sinn á aðstæður. í Ijós kom að heimsóknir fjölskyldu hafa
ákveðna formgerð sem skapar grundvöll fyrir samveru og
gefur heimsóknartímanum innihald og merkingu.
Lykilorð: Túlkandi fyrirbærafræði, hjúkrunarheimili, stofn-
unarvist, fjölskylduheimsóknir.
Abstract
This paper addresses family visiting in nursing homes
and presents a part of findings from an interpretive
phenomenological study that was conducted in eight units in
three nursing homes in and around Reykjavík. The purpose
of the study was to shed light on families’ experience of
visiting in a nursing home, their relations with the staff and
the impact of these relations upon care approaches. The
sample encompassed family members of 15 nursing home
residents and 16 groups of staff with 4-5 staff members
in each group (in total 75 members). The data collection
entailed two interviews with each of the family members and
one interview with each group of staff as well as participant
observation.
The findings introduced here show that these families
attempted to come to terms with institutionalization of their
member by continuing involvement in the elder’s life. These
families had learned “to handle visiting” in a world that
is to a degree designated by the inevitable decline of the
inhabitants. The family visits showed to be regular and their
structure constitutes the ground of being with the elder while
visiting, and gives content and meaning to the visiting time.
Key words: Interpretive phenomenology, nursing homes,
institutionalization, family visits.
Heimsóknir fjölskyldu á hjúkrunarheimili
Rannsóknir á reynslu fjölskyldunnar af flutningi aldraðs ættingja
á hjúkrunarheimili hafa sýnt að flutningurinn er oft erfitt skref á
löngu ferli, þegar umönnun heima fyrir er orðin fjölskyldunni um
megn (Bauer og Nay, 2003; Hagen, 2001; Hope o.fl., 1998;
Kellett, 1999; Sandberg o.fl., 2001).
Til skamms tíma hafa takmarkaðar rannsóknir verið gerðar á
afskiptum fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilum þó að nokkur
aukning hafi orðið á því á allra síðustu árum. Þær rannsóknir,
sem gerðar hafa verið, sýna yfirleitt að fjölskyldan viðheldur
sambandi sínu við aldraðan ættingja, sem flust hefur á
hjúkrunarheimili, með reglulegum heimsóknum, en fyrri tengsl
hafa fyrst og fremst áhrif á áframhaldandi afskipti fjölskyldunnar
af lífi hins aldraða (Port o.fl., 2001; Ross o.fl., 2001; Kelly o.fl.,
1999; Yamamoto-Mitani o.fl., 2002; York og Calsyn, 1977).
Sumar þessara rannsókna hafa varpað Ijósi á þær væntingar
sem gerðar eru til hlutverks fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilum
og hvernig starfsfólkið og fjölskyldan skipta með sér verkum
þar (Ross o.fl., 2001; Rubin og Shuttlesworth, 1983; Ryan
og Scullion, 2000; Schwartz og Vogel, 1990). Aðrar hafa
tekið fyrir hvernig fjölskyldunni finnst umönnuninni vera háttað
sérstaklega m.t.t. gæða umönnunarinnar.
Þessar síðartöldu rannsóknir hafa lagt áherslu á að líta til
einstaklingsmiðaðs fremur en verkmiðaðs sjónarhorns þegar
mismunandi þáttur fjölskyldu og starfsfólks við umönnun
aldraðra á hjúkrunarheimilum er kannaður (Bowers, 1988;
Duncan og Morgan, 1994; Gaugler o.fl., 2004; Hertzberg og
Ekman, 1996; Wiener og Kayser-Jones, 1990).
Rannsókn McCallions, o.fl. (1999) er ein fárra rannsókna þar
sem rannsakendur athuga hvernig aðstandendur „fara að því“ að
heimsækja sína á hjúkrunarheimili. í rannsókninni var skipulagt
námskeið sem ætlað var að bæta samskipti fjölskyldunnar við
sjúklinga sem þjást af heilabilun og gerð úttekt á árangri slíks
námskeiðs. Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu til kynna að
það sé mögulegt að kenna aðstandendum tjáskipti til þess að
ná betur til heimilismanna sem þjást af heilabilun og þetta hafði
16
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 3. tbl. 82. árg. 2006