Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Síða 17
Við þurfum að manna, vetur, sumar, vor og haust, jól og páska, allan sólarhringinn. Þeir hjúkrunarfræðingar sem er verið að útskrifa í dag eru ekki aldar upp í þessu umhverfi. Þeir sækja því í dagvinnu." Sér hún einhverja lausn? „Þegar ég var að kenna í Hjúkrunarskólanum vorum við mjög meðvitaðar um að það vantaði fleiri verkleg pláss og að ástandið myndi versna með árunum. Til að fjölga námsplássum á sjúkrahúsunum er unnt að nýta sjúkrahúsin úti á landi. Það varð algjör viðsnúningur fyrir Norðurland þegar byrjað var að kenna hjúkrun við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, hann nýtir líka námspláss á nærliggjandi sjúkrahúsum. Hjúkrunarskóli íslands nýtti námspláss úti um allt land. Auðvitað eru til staðir þar sem menntaðir hjúkrunarfræðingar geta kennt almennt undirstöðunám í klínikk, ég hlusta ekki á annað. Það á að nota þessi sjúkrahús, t.d. öil þessi fjórðungssjúkrahús sem eru deildarskipt, tii kennslu, einnig heilsugæslustöðvarnar. Hjúkrunarfræðingar úti á landsbyggðinni yrðu mjög ánægðir með að takast á hendur slíkt verkefni. En það hefur hins vegar einkennt hjúkrunarfræðideildina að hún hefur einskorðað sig við kennara frá sér. Upphaflega var það þannig að ef þeir voru ekki með B.S.-próf þá voru þeir ekki taldir geta kennt, ekki einu sinni fyrsta árs nemum. Þetta er rangt. Það er hægt að vera með mjög virka almenna grunnkennslu svo sem í Keflavík, í Vestmannaeyjum, á Akranesi, á ísafirði, í Neskaupsstað og á Selfossi. Norðurlandið er frátekið fyrir Háskóla Akureyrar held ég. Að mínu viti þarf einnig að breyta hjúkrunarnáminu, bjóða upp á meira val. Sérfræðin getur orðið tiltekið val mun fyrr, því það er þar sem skóinn kreppir varðandi námsplássin og því er hægt að útskrifa fleiri. Verklega námið í dag er svo lítill hluti af hjúkrunarnáminu, þessu fjögurra ára námi, enda sýna allar rannsóknir að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar þurfa alveg heilt ár í starfi til að verða hæfir. Þetta getur verið ein leið fyrir okkar litla land svo það þurfi ekki að flytja inn hjúkrunarfræðinga. Það getur vantað fjármagn en vandinn snýst líka um það að stokka upp þessa verklegu kennslu." Það er alltaf stutt í grín og gaman hjá Sigþrúði, og það hefur eflaust komið henni að góðum notum í lífinu og við lausn ótai verkefna. Það er því alls ekki úr vegi að enda þetta spjall á Ijóðinu sem hún lét fylgja greininni Vorkælu hér áður, nefnilega: Ljúfasta gleði allrar gleði er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt engu, sem manni er á valdi eða í vil gleði yfir engu og gleði yfir öllu gleðin: að vera til. Axel Juel FRÉTTAPUNKTUR m 03 z o ESNO eru samtök faghópa hjúkrunarfræðinga í Evrópu. Markmið samtakanna er að: • stuðla að samskiptum, samstarfi og samræmingu faghópa í Evrópu til þess að standa vörð um og kynna sameiginlega hagsmuni hjúkrunarfræðinga, • hvetja til viðurkenningar á sérfræðiþekkingu hjúkr- unarfræðinga innan Evrópu, • hvetja til þróunar á sérfræðimenntun, -störfum og -rannsóknum hjúkrunarfræðinga. ESNO hefur rétt til að senda áheyrnarfulltrúa á aðalfundi EFN. Á aðalfundinum í apríl síðastliðnum var starfsemi ESNO kynnt og sagt frá nýrri heimasíðu samtakanna, sem er á slóðinni: www.esno.org. Eftirfarandi samtök hjúkrunarfræðinga í Evrópu eru aðilar að ESNO: Association for Common European Nursing Diagnoses, Interventions and Outcomes (ACENDIO), European Dialysis and Transplant Nurses Association / European Renal Care Association (EDTNA / ERCA), European federation of Critical Care Nursing associations[aslaugm1] (EfCCNa), European Nurse Directors Association (ENDA), European Oncology Nursing Society (EONS), European Operating Room Nurses Association (EORNA), European Federation of Nurse Educators (FINE), Federation of European Nurses in Diabetes (FEND), Federation of Occupational Health Nurses within the European Union (FOHNEU), European Psychiatric Nurses (HORATIO) og International Federation of Nurse Anesthetists (IFNA). Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.