Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 13
Sigþrúður bætir við að hún hafi verið vön
því að búa á heimavist og hafi eignast
þar góða vini. „Mjög góða vini sem eru
vinír mínir enn þann dag í dag. Það giltu
strangar umgengnisreglur á heimavist
skólans og gefin var einkunn fyrir
umgengnina. Þórunn Sveinbjarnardóttir
var alltaf með fyrstu einkunn. Ein góð
vinkona mín var sniðug, hún setti spjald
á herbergið: „Ónáðið ekki, ég sef“ þegar
það var allt í drasli inni hjá henni. Við
máttum setja merkið á hurðina eftir
næturvakt og þá var ekki komið inn til
okkar.
Heimsóknir á heimavistina voru ekki
leyfðar, fengjum við gesti var þeim vísað
inn í fallega setustofu. Þar var smá útskot
með þykkum rauðum plusstjöldum fyrir
þar sem fólk gat setið í meira næði, ef
mikið lá við. Meðan ég var í skólanum
voru leyfðar heimsóknir á heimavistina,
þá var sett upp skilti við stigann þar sem
á stóð: „Gestir vinsamlegast athugið.
Heimsóknir á herbergi nemenda eru
aðeins leyfðar milli kl. 18.00 - 23.30.
Skólastjóri." Þetta var mikil framför fannst
okkur og að ég tali nú ekki um er
útivistarleyfunum var fjölgað. í dag hangir
þetta skilti í anddyrinu heima hjá mér,
Þorbjörg gaf mér það er hún var að
ganga frá munum skólans en hann hætti
sinni starfsemi árið 1986.
Stundum komu óvæntir gestir á
heimavistina en það var náttúrulega
eitthvað sem ekki mátti," segir hún kímin
á svip.
Á þessum árum var Glaumbær vinsæll
og Sigþrúður segir þær á heimavistinni
hafa verið duglegar við að ná kápunum
sínum úr fatahenginu og hlaupa heim
rétt fyrir síðasta dansinn til að geta verið
komnar heim á réttum tíma. „Við gátum
því aldrei vangað síðasta lagið og tókum
sprettinn upp Laufásveginn því annars
vorum við lokaðar úti. Við vorum orðnar
flinkar að hlaupa get ég sagt þér! Eitt sinn
varð mikið fjaðrafok á vistinni. Fullur Dani
hafði komist inn og var að ráfa eitthvað
um, hafðí komist upp svalirnar og það var
verið að leita á öllum herbergjum. Þetta
var míkið uppistand, en ég svaf þetta allt
af mér og frétti ekki fyrr en morguninn
eftir."
Siðgæðisvörður í
nemabústaðnum á Akureyri
Sigþrúður hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum fyrir Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélag
íslands. Hvenær vaknaði áhugi hennar
á félagsstörfum? Hún svarar að líklega
hafi hún verið virk meðal nemendanna
þótt hún hafi ekki verið formaður
nemafélagsins, „En ég var þó ung settur
siðgæðisvörður! Eftir tveggja ára nám
fór ég norður til Akureyrar og vann á
Fjórðungssjúkrahúsinu í sex mánuði sem
hjúkrunarnemi. Ingibjörg R. Magnúsdóttir
var forstöðukona þar. Nemabústaðurinn,
þar sem hjúkrunarnemarnir bjuggu, var
gríðarlega vinsæll rétt eins og Selið þar
sem hjúkrunarkonurnar bjuggu. Sjallinn
var mikið stundaður á þessum árum.
Hljómsveit Ingimars Eydals og Helena
léku og sungu fyrir dansi um helgar og
enginn lét sig vanta ef þess var nokkur
kostur. Ingibjörgu fannst því vissara að
hafa einhvern sem væri nokkurs konar
siðgæðisvörður í bústaðnum og bað
mig um að gæta að velsæminu." Hún
bætir við að nokkur hjónabönd hafi orðíð
til þarna svo siðgæðisvörðurinn hefur
slakað á tauginni stöku sinnum. „En þó
við hefðum verið að skemmta okkur,
þá var ekki haft mikið vín um hönd, við
drukkum te og fengum okkur ristað
brauð man ég í stórum stíl þegar heim
var komið úr Sjallanum."
Þegar komið var suður til Reykjavíkur
hóf Sigþrúður nám við Kleppsspítalann.
„Ég bjó þá aftur á heimavist út á Skafti.
María Finnsdóttir var forstöðukona og
innleiddi margar athyglisverðar nýjungar í
tengslum við hjúkrun geðsjúkra."
Sigþrúður brautskráðist frá Hjúkrunar-
skóla íslands árið 1968. „Þá var verkfall
þannig að allt útlit var fyrir að ekkert
yrði um veisluhöld. í þá daga bauð
skólinn öllum sem voru að útskrifast
ásamt fjölskyldum sínum í kaffisamsæti í
húsnæði skólans eftir brautskráningu. Við
skólann störfuðu þá konur sem hugsuðu
um hann eins og heimili sitt og húsinu var
vel við haldið. Það var því ánægjulegt að
geta boðið til veislu í slíkum húsakynnum.
En vandamálið var að enginn rjómi var
fáanlegur í verkfallinu. Eftir hvaða leiðum
Þorbjörg skólastjóri fór til að útvega
rjóma veit ég ekki en veisluna fengum við
og kennararnir gengu um beina.
Það var líka haldin veisla þegar við
vorum teknar inn í Hjúkrunarfélagið,
en hún var haldin í Oddfellow-húsinu.
María Pétursdóttir, sem þá var formaður
Hjúkrunarfélagsins, kenndi hjúkrunarsögu
og var þarna að vinna að bókinni sinni
Hjúkrunarsaga, sem kom út árið 1969. Á
þessum árum var það ekki siður að veita
verðlaun fyrir frábæran árangur í námi
við Hjúkrunarskólann, en þarna veitti
María verðlaun fyrir góða frammistöðu í
hjúkrunarsögu. Ég hef alla tíð haft mikinn
áhuga á sögu og fékk verðlaunin fyrir
að hafa fengið ágætiseinkunn. Þau voru
forláta pennahnífur úr silfri með merki
félagsins, ágrafið var nafnið mitt, ártal
og að þetta væru verðlaun fyrir ágætis
einkunn í hjúkrunarsögu. Mér mjög vænt
um hnífinn en einhverra hluta vegna
tapaðist hann. Ingibjörg Gunnarsdóttir
og Sigríður Björnsdóttir, sem lengi unnu
á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands, vissu
hve vænt mér hafði þótt um hnífinn
og stóðu fyrir því að annar hnífur var
smíðaður. Hann fékk ég að gjöf frá
félaginu þegar ég hætti sem formaður."
Eftir að námi lauk vann Sigþrúður í eitt ár á
Sauðárkróki og eitt ár á Borgarspítalanum.
„Við vorum aldar upp á Landspítalanum
og því voru nýjungarnar sem búið
var að innleiða á Borgarspítalanum
spennandi, en Sigurlín Gunnarsdóttir
var þar forstöðukona. Hún fékk það
yfirgripsmikla hlutverk að í raun búa til
þá starfssemi er þar hefur síðan vaxið.
Sigurlín skrifaði bókina Sjúkrahús verður
til um þennan þátt í sínu hjúkrunarstarfi.
Þetta ár mitt á Borgarspítalanum fékk ég
heiftarlegt ofnæmi á hendurnar vegna
sótthreinsunarefna, missti alla húð af
höndum og fótum og missti neglur. Ég
var með hanska og hélt áfram að vinna.
Eitt sinn var ég að aðstoða hjartasjúkling
á A7 sem mátti varla hreyfa sig, en hann
varð skyndilega náfölur og ég hélt að
hann hefði fengið hjartaverk. „Guð minn
góður að sjá hendurnar á þér barn,“ varð
honum að orði. Ég hafði tekið hanskana
af! Þá fór ég í 3 vikna veikindaleyfi og
systur mínar þurftu að mata mig."
Síðan lá leiðin til Noregs. „Ég fór ásamt
tveimur vinkonum til Noregs og fór að
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
11