Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 32
Helstu námsaðferðir Menntun heilbrígðisstarfsfólks hefur fram tíl þessa svo til eingöngu farið fram með fyrirlestrum, lestri hvers nemenda, vinnusmiðjum og umræðufundum. Námsefnið „Gildi innan heilbrigðis- þjónustunnar" byggist á vinnu í litlum hópum og æfingarnar, sem þar fara fram, stuðla að því að nemendur læri af reynslunni. Námsaðferðirnar sem notaðar eru: 1. Hugleiðsla. í náminu læra nemendur að nota kyrrðarstundir til að læra meira um hugann og eigin hugsanir. Með því að nota jákvæðar og friðsamar hugsanir ná þátttakendur að kyrra huga sinn og nálgast á þann hátt hina hljóðu hlið meðvitundar sinnar og ná þannig að vinna störf sín í ró. 2. Sjónsköpun. Þessiaðferðhefuríförmeð sér að nemendur læra að nota hugann til að skapa jákvæðar myndir sem auðvelda að vinna úr neikvæðri reynslu fortíðarínnar og þeim tilfinningum sem fylgja þeim, vonbrigðum og mistökum. Æfingarnar aðstoða við að byggja upp sjálfsvirðingu og jákvætt viðhorf. 3. ígrundun. ígrundun er mikið notuð við þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. í því felst að þátttakendur læra af fyrri reynslu að skoðaframfarirístarfi, að metaáhyggjur og fá meiri klínískafærni. ígrundun felur í sér að þátttakendur horfa á sjálfa sig hlutlaust eða utan frá þannig að þeir geti á sem auðveldastan hátt kannað tilfinningaleg viðbrögð sín. í friðsælu hugarástandi geta þeir skilið og losað um ýmsar neikvæðar tilfinningar, svo sem reiði, kvíða og meðvirkni, og lært af mistökum sínum. 4. Hlustun. Það er mjög mikilvægur eiginleiki að hlusta og starfsfólki heilbrigðisþjónustunnarnauðsynlegtað temja sér þann eiginleika. Miklu skiptir að hugleiða hvernig við hlustum; það getur skipt þá máli sem við hlustum á ekki síður en þá sem hlusta. Að leggja rækt við hlustun gerir kröfur til þess að sá sem hlustar finni innri frið svo hann geti einbeitt sér að fullu að því sem sagt er, fordómalaust og með opnu hjarta. 5. Mat. Líta þarf til margra atriða við umönnun sjúklinga, samskipta við starfsfélaga og þegar taka þarf ákvarðanir sem varða einkalíf starfsfólks sem og sjúklínga. Mat er mjög mikilvægt þegarákveðaskal hvað gagnast best tilteknum einstaklingum eða hópum og þegar beina þarf sjónum að þeim hæfileikum sem fyrir hendi eru, leita lausna í stað þess að einblína á vandamál eða vekja skömm eða sektarkennd. Innan heilbrigðiskerfisins hefur oft verið lögð áhersla á að kenna gagnrýna hugsun og viðhorf. Sá eiginleiki er nauðsynlegur varðandi hina tæknilegu hlið heilbrigðisvísinda en mat getur aðstoðað við að leggja áherslu á mikilvægi mannauðs og að hvetja til samvinnu meðal starfsfólks og innan starfshópa. 6. Sköpunargáfa. Hún hvetur til að finna nýjar lausnir. Við beitingu hennar er lögð áhersla á að hugmyndir koma til okkar þegar við erum í rólegu hugarástandi og leggjum fyrirframbundnar hugmyndir okkar til hliðar. Námsefnið er byggt upp þannig að það hvetji þátttakendur til að finna sköpunarmáttinn og hann er virkjaður með því að teikna, yrkja og beita sjónsköpun. Leiðbeinendur eru hvattir til að gera tilraunir með ýmsa hæfileika til að meta hlutina á skapandi hátt. Þátttakendur eru hvattir til að taka þá áhættu að hegða sér á einhvern hátt sem þeir eru ekki vanir. Aukin sköpunargáfa og notkun hennar við lausn vandamála verður jákvæð reynsla sem viðkomandi getur nýtt sér. 7. Leikur. Það að leika sér hefur í för með sér að vera tilbúinn til að brjóta af sér fjötra og komast yfir erfiðleika. Þótt þátttakendum geti fundist erfitt að taka þátt í einföldum leikjum til að byrja með getur reynslan orðið til þess að fólk tengist á annan hátt en áður þegar það fær að vera það sjálft. Léttleiki í umgengni ýtir undir þolinmæði í hlustun okkar og mýkt í dómum okkar. Efnisflokkar námsefnisins Námsefnið skiptist í sjö þætti: f. Gildi (Values) 2. Friðsæld (Peace) 3. Jákvæðni (Þositivity) 4. Samhygð - Umhyggja (Compassion) 5. Samvinna (Co-operation) 6. Að meta sjálfan sig (Valuing yourself) 7. Heildræn nálgun heilbrigðisþjónust- unnar (Spirituality in health care) Gildi Þetta námsefni þjálfar okkur í að skilgreina okkar eigin lífsgildi og þau gildi er hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur í starfi ínnan heilbrigðiskerfisins. Námsefnið grundvallast á þeirri hugsun að fagmennska í starfi endurspeglist ekki eingöngu í faglegri og klínískri þjálfun og færni heldur einnig líðan og væntingum til sjálfs síns, samstarfsmanna, umhverfis og þeirra sem þjónustunnar njóta. Friðsæld Hver er þörfin á að taka fyrir friðsæld innan heilbrigðískerfisins? Kvíði og áreiti, sem vekja kvíða, eru áþreifanleg vandamál innan heilbrigðisþjónustunnar. Áreitin geta verið í tengslum við að flókin læknisfræðileg og hjúkrunarfræðileg vandamál, auknar kröfur í vinnuskilun, ólokin verkefni í lok vinnudags, ófrágengnar skýrslur er hrannast upp og þar fram eftir götunum. Tengsl eru á milli kvíða og heilsu og það hefur síðan áhrif á heilbrigðisþjónustuna sem veitt er hverju sinni. Til að hamla gegn kvíða og áreitum sem valda kvíða innan heilbrigðisþjónustunnar, þarf að efla með sér innri friðsæld eða innri kyrrð og ró. Með markvissri þjálfun er grunnur lagður að aukinni vellíðan, von, sjálfsvirðingu og ánægju er endurspeglast síðan í þeirri þjónustu sem veitt er hverju sinni. Æfingarnar, er fylgja þessu námsefni, eru 30 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.