Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.08.2006, Blaðsíða 38
grindarbotnsvöðvana og/eða slökunarmeðferð beitt. Hentar einkum við bráðaþvagleka en getur einnig gagnast við álagsþvagleka. Reglubundnar salernisferðir Tvær meginútfærslur eru til. Annars vegar að hafa ávallt 2-4 kist. á milli ferða á vökutíma og hins vegar að skipuleggja meðferð út frá þvaglátsmynstri hvers þátttakenda. Getur hentað þótt vitræn skerðing sé mikil. Hentar við álagsþvagleka, bráðaþvagleka og starfrænum þvagleka. Áminnt þvaglosun Áþekk reglubundnum salernisferðum. Það sem helst skilur þær að er að í áminntri þvaglosun er meðferðinni ekki algerlega stýrt heldur reynt að gera viðkomandi meðvitaðri um þvaglátsþörfina og auka líkurnar á að hann taki það upp hjá sjálfum sér að fara á salerni eða biðji starfsfólk um aðstoð. Ákveðin lágmarks vitræn geta þarf að vera til staðar hjá þátttakanda. Forsendur þess að ná árangri með atferlismeðferð við þvagleka aldraðra á hjúkrunarheimilum Þegar gerð er rannsókn á gagnsemi atferlismeðferðar við þvagleka hefur sýnt sig að ná má verulegum árangri hjá íbúum hjúkrunaheimila þegar starfsmenn rannsóknarinnar stýra og halda utan um framkvæmdina. Hins vegar hefur reynst erfitt að viðhalda þeim árangri til langframa á viðkomandi stöðum eftir að rannsókn lýkur (Mather og Bakas, 2002; Ouslander o.fl., 2005; Taunton o.fl., 2005). Þeir þættir, sem helst eru taldir hafa áhrif á árangurinn, eru hvert markmið meðferðarinnar er, hvernig staðið er að mati á heimilismönnum, hversu hentugt umhverfið er, hvernig meðferðin er framkvæmd og hver ávinningur meðferðarinnar er talinn vera. Ekki eru allir á eitt sáttir um markmið atferlismeðferðar. Rannsókn Harke og Richgels (1992) sýndi að þótt markmið rannsakenda væri að draga úr tíðni þvagmissis meðal heimilismanna og minnka þvagmagnið, sem heimilismenn misstu óviljandi, var takmark starfsfólksins að komast algerlega fyrir vandann. Vegna þess hve markið var sett hátt fann starfsfólkið til gremju þegar íbúarnir losuðu ekki þvag þegar þeim var fylgt á salerni og þegar þeir bleyttu sig þess á milli. Áður en meðferðaráætlun er sett fram er nauðsynlegt að framkvæma einstaklingshæft mat á íbúanum. Árangursríkast er talið að finna þá heimilismenn, með aðstoð hjálpargagna eins og þvaglátaskrár, sem líklegastir eru til að hafa gagn af atferlismeðferð í stað þess að beita meðferðinni á alla íbúa sem eiga við þvagleka að stríða (Lekan-Rutledge og Colling, 2003; Mather og Bakas, 2002). Umhverfisþættir, sem hafa áhrif á árangur, eru meðal annarra aðgengi að líni, salernum, bjöllum og hjálpartækjum (Mueller og Cain, 2002). Árangur atferlismeðferðar er verulega háður því hvernig til tekst við framkvæmd hennar. Áhrifaþættir í því sambandi eru meðal annars afstaða og þekking heimilismanna, samvinna og samskipti starfsfólks við heimilismenn, þátttaka starfsfólks, afstaða starfsfólks og þekking þess, samvinna og samskipti starfsfólks innbyrðis, mönnun, ábyrgð starfsfólks og eftirlit með framkvæmd. í þessu tilliti sýndi rannsókn Robinson (2000) að aldraðir með þvagleka á hjúkrunarheimilum óttast að verða óvinsælir í augum starfsmanna vegna þess hve mikill tími fer f að fylgja þeim á salerni. Þá framfylgdi starfsfólk við aðhlynningu ekki áætlun atferlismeðferðar í 30% tilvika (Colling o.fl., 1992) og töldu sig ekki geta sinnt meðferðinni sem skyldi þegar mönnun var ófullnægjandi (Harke og Richgels, 1992; Mather og Bakas, 2002). í rannsókn Harke og Richgels (1992) kom fram að atferlismeðferð við þvagleka var það fyrsta sem var látið sitja á hakanum þegar að kreppti. Svo var einnig í rannsókn Bowers o.fl. (2000) en þar kom jafnframt í Ijós að stjórnendur stóðu í þeirri trú að starfsfólkið framfylgdi meðferðaráætluninni þrátt fyrir vinnuálagið sem ófullnægjandi mönnun hafði í för með sér. Bowers o.fl. (2000) og Brubaker (1996) draga meðal annars þá ályktun af rannsóknum sínum að tengsl verði meiri og meðferðaráætlun sé fremur fylgt eftír þegar vinnuskipulag tryggir að starfsfólk við aðhlynningu beri ábyrgð á sama íbúahópi til lengri tíma og það leiði síðan til betri umönnunar á hjúkrunarheimilum. Úttekt á ávinningi atferlismeðferðar, hvað tíma og fjármuni varðar, sýndi að algengt var að starfsfólk hjúkrunarheimila taldi þvaglekaumönnun erfiðasta og tímafrekasta þátt starfsins (Ouslander og Schnelle, 1995). Schnelle o.fl. (1997) áætla að á átta klukkustunda vakt taki það um það bil 20 mínútur aukalega að sinna hverjum þátttakanda þegar um er að ræða áminnta þvaglosun, auk þess sem það tekur stjórnandann 45- 65 mínútur í hverri viku að hafa yfirumsjón með meðferðinni. Þeim viðbótarkröfum, sem fylgja því að beita atferlismeðferð, má að hluta til fullnægja með bættum stjórnunarháttum (Schnelle o.fl., 1988). Samkvæmt rannsókn Lange (1994) er kostnaður vegna þvagleka að öllu jöfnu talinn annar stærsti útgjaldaliður hjúkrunarheimila. Aukinn kostnaður fylgir því fyrir hjúkrunarheimilin að bjóða upp á atferlismeðferð við þvagleka. Skýringin liggur meðal annars í því að ólíkt atferlismeðferð voru önnur meðferðarúrræði ekki skipulögð til að bæta umönnun heldur megináhersla lögð á að meðferðin væri auðframkvæmanleg og ódýr (Ouslander o.fl., 2005; Schnelle, o.fl., 1988; Schnelle o.fl., 1998). Af vettvangi Til að færa niðurstöður fræðilegu úttektarinnar til íslensks veruleika og skoða þær í Ijósi starfshátta hér á landi var gerð athugun á vettvangi. Athugunin var gerð í Ijósi túlkandi fyrirbærafræði með tilvísun til vettvangsathugunar (ethnography). Túlkandi fyrirbærafræði leitast við að ná yfir hversdagslega kunnáttu, venjur og hætti með því að fá fram 36 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.