Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
sem eru eftir Matthías Sigfússon
voru lengi í eigu hjónanna Kristínar
Árnadóttur og Brynjólfs Gíslasonar
sem lengi voru veitingamenn í Skál-
anum en nú voru það afkomendur
þeirra sem komu með kúnstverkið
aftur.
Bygging fyrir brúarsmiði
Sú söguskoðun er viðtekin að upp-
haf þéttbýlis á Selfossi megi rekja til
byggingar Ölfusárbrúar árið 1891.
Áður en brúargerðin hófst lét
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
sem stóð að framkvæmdinni, reisa
lítið timburhús á austurbakka árinn-
ar sem vinnubúðir fyrir breska brú-
arsmiði. Brúarhúsið, eins og það var
í upphafi kallað, var ekki stórt, ein
hæð og portbyggt ris. Árið 1901
hófst veitingarekstur þar og seinna
starfsemi gistiheimilis. Fór svo að
húsið var stækkað í kringum alda-
mótin og austursalur þess var reist-
ur 1934.
Í Tryggvaskála hefur lengi verið
veitingarekstur í einhverri mynd, en
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Tryggvaskáli á að vera hús sam-
félagsins og öllum opið,“ segir Þor-
varður Hjaltason sem er í forsvari
fyrir Skálafélagið á Selfossi. Á þess
vegum hefur
Tryggvaskáli
sem er elsta húsið
á Selfossi verið
gert upp og segja
má að lokapunkt-
urinn í því verk-
efni hafi verið
settur um síðast-
liðna helgi. Þá var
samkoma í Skál-
anum, eins og
húsið er gjarnan
kallað, þar sem sýnd voru gestum
málverk sem í áratugi voru til sýnis í
aðalsal skálans. Þau voru tekin niður
fyrir margt löngu en eru nú komin
aftur á sinn gamla stað. Málverkin
í tímans rás hefur húsið gegnt afar
fjölþættu hlutverki. Þar var til dæm-
is fyrsti skóli bæjarins, aðsetur
fyrsta útibús Landsbanka Íslands á
Selfossi, skrifstofur á vegum sveit-
arfélagsins voru þar eitt sinn, aðset-
ur ungmennafélags bæjarins,
kennsluaðstaða og svo framvegis. Þá
hafa salarkynnin nýst til marg-
víslegs samkomuhalds, svo sem
funda, skemmtana, markaðshalds og
annars. Einnig má geta þess að á ár-
um síðari heimsstyrjaldarinnar
leigði breski herinn skálann fyrir
fjölmennar dátasveitir sem þá voru
við Ölfusárbrú.
Sölumaður Arnaldar
og svipir á sveimi
Eins og gerist gjarnan með merk-
ar byggingar spinnast um þær sög-
ur. Auðvitað eru svipir á sveimi í
Tryggvaskála og byggingin er meðal
sögustaða í skálverki Guðmundar
Daníelssonar og heitir þar Brúar-
skáli. Í skáldsögu Arnaldar Indr-
iðasonar Petsamo má svo nefna sölu-
manninn sem fór út á land og hafði
þá gjarnan viðdvöl í Skálanum.
„Hér á Selfossi hafa allir skoðanir
á Skálanum, enda áberandi bygging
og kennimark í bænum. Í kringum
1990 voru uppi þær raddir að réttast
væri að rífa húsið, sem væri fúið og í
slæmu ástandi. Reyndin var þó önn-
ur. Einnig spurði fólk hver ætti að
kosta endurbygginguna og hvaða
not væru fyrir húsið,“ segir Þorvarð-
ur sem kynntist þessu vel sem bæj-
arfulltrúi á Selfossi. Honum og fleiri
rann til rifja að sjá húsið grotna nið-
ur og því fór fólk að stinga saman
nefjum og leggja á ráðin um end-
urreisn. Svo fór að árið 1997 var
Skálafélagið stofnað. Eftir það má
segja að boltinn hafi farið að rúlla og
hlutirnir að gerast.
Þorvarður, bræðurnir Sigurjón og
Árni Erlingssynir og Bryndís, sem
er dóttir Tryggvaskálahjónanna
Kristínar og Brynjólfs, hafa verið
virk í Skálafélaginu. Komu þau með-
al annars að gerð samninga við Sel-
fossbæ, nú Sveitarfélagið Árborg,
sem léði félaginu húsið til end-
urgerðar með myndarlegu fjár-
framlagi. Það voru svo þjóðhagarnir
Gísli og Guðmundur Kristjánssynir,
smiðir á Eyrarbakka, sem tóku
framkvæmdir að sér, en þeir bræður
einbeita sér að endurgerð gamalla
bygginga.
„Skálaverkefnið var tekið skref
fyrir skref og þau aldrei fleiri en
peningar á hverjum tíma leyfðu. Við
fengum styrki víða frá og góð af-
sláttarkjör. Svo munaði líka um
leigutekjurnar, því allan tímann
meðan á framkvæmdum stóð var
alltaf einhver starfsemi í húsinu Að
félagsskapur áhugarfólks sinnti
þessu verkefni held ég að hafi verið
skynsamlegt,“ segir Þorvarður.
Starfsemi í anda sögunar
Árið 2006 afhenti Sveitarfélagið
Árborg, áður Selfossbær, sem átti
Tryggvaskála frá 1974, Skálafélag-
inu og sjálfseignarstofnun á þess
vegum bygginguna til eignar. Og
eins og verið hefur í 126 ár iðar skál-
inn af lífi frá morgni til kvölds. „Við
höfum lagt áherslu á að starfsemi í
húsinu sé í anda sögu þess. Þetta er
merk bygging sem verður að hafa
hlutverk við hæfi,“ segir Þorvarður.
Telur hann núverandi starfsemi ein-
mitt vera í þeim anda – það er veit-
ingastaður af betri sortinni sem
Tómas Þóroddsson rekur undir
nafni hússins.
Ljósm/Sigursteinn Ólafsson
Flóð Tryggvaskáli í flóðinu í Ölfusá 1968. Húsið stendur nokkuð lágt nærri bakka árinn-
ar og því er hætta vegna vatnavaxta þáttur sem alltaf þarf að taka tillit til á þessum stað.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Nútíminn Svona lítur Tryggvaskáli út í dag eftir miklar endurbætur. Reynt var að halda öllu í upp-
runalegu horfi, bæði innan dyra sem utan svo gamalkunnur svipur byggingarinnar héldist.
Elsta hús bæjarins var endurgert
Húsið við Ölfusárbrú á Selfossi er nú sem nýtt Bygging sem er að stofni frá 1891 Óteljandi
hlutverk í áranna rás Skálafélagið lét endurbyggja Málverk Matthíasar eru komin á sinn stað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skálamenn Sigurjón Erlingsson hefur lagt mikið til endurgerðar Tryggva-
skála. Til hægri er Tómas Þóroddsson veitingamaður sem á höfði hefur
hjálm hermanns sem var í breska setuliðinu sem var í skálanum um hríð.
Þorvarður
Hjaltason
Minningarnar sem ég á um Tryggvaskála og lífið þar eru
margar og sjálfur heiti ég raunar eftir húsinu,“ segir
Brynjólfur Tryggvi Árnason. Hann er afabarn Brynjólfs
og Kristínar í Tryggvaskála og var strax á barnsaldri
eins og fleiri í fjölskyldunni byrjaður að sinna ýmsum
verkum í veitingarekstri þeirra.
„Í tíð ömmu og afa átti margt eftirminnilegt fólk at-
hvarf hjá þeim, fólk sem varð öllum hugstætt. Raunar
eru margar myndir í huganum frá þessum tíma og sam-
kvæmt þeim fannst mér málverkin hvergi eiga betur
heima en hér,“ segir Brynjólfur Tryggvi.
Sex málverk og ljósmynd
Verkin sem Skálafólkið svonefnda kom með um síðustu
helgi eru sex. Þar af eru fjórar stórar landslagsmyndir
og málverk eftr Matthías Sigfússon af Tryggvaskála
umflotnum í vatnavöxtum í Ölfusá árið 1948. Sá var
kunnur listamaður á sinni tíð og á mörgum heimilum á
Suðurlandi eru verk hans sígild sófastykki, enn í dag.
Einnig fylgdi með í gjöfinni stór máluð ljósmynd af fjár-
rekstri í Þjórsárdal sem margir þekkja af bakhlið 100
króna peningaseðils sem gefinn var út af Landsbanka
Íslands – Seðlabanka árið 1960.
Heitir Tryggvi eftir húsi afa síns og ömmu
MÁLVERK MATTHÍASAR OG MINNINGAR ERU Í HUGANUM
Æskuslóðir Brynjólfur Tryggvi með málverk af Tryggvaskála
umflotnum í miklu flóði í Ölfusá í marsmánuði árið 1948.
Á ári Hanans 1.-19. sept. 2017
með
KÍNAKLÚBBI UNNAR
Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI,
GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt
á LI fljótinu og farið upp á KÍNAMÚRINN.
Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund
Kínastund
Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með
myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum.
Kínasafn Unnar
Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00.
Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar.
Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu
hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld,
staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39.
hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum.
Til Kína með konu sem kann sitt Kína
Kínaklúbbur Unnar
Njálsgötu 33, 101 Reykjavík
sími: 551 2596, farsími: 868 2726
Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com
Netfang: kinaklubbur@simnet.is