Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Ráðherra vitnaði til „hagsýnnahúsmæðra“. Þá urðu þing-
konur órólegar og andmæltu úr
púlti. Minnimáttarkennd sumra
kvenna var skiljanleg forðum tíð
enda alið á henni og konum haldið
niðri. Nú fer
slík hópminni-
máttarkennd
konum illa. Þær
standa sig hvar-
vetna jafnvel
körlum.
Kvennaskólinn
var kvennaskóli. Hann heitir enn
Kvennaskóli. Piltarnir þar gera
ekkert með það. Nafnið er gott og
minnir á söguna.
Karlaskólar voru til án þess aðheita það. Bæri slíkur skóli í
dag slíkt nafn, sóttur af báðum
kynjum, myndu minnimáttartals-
menn sjálfsagt heimta með hróp-
um að nafninu yrði breytt. Þær
sæju ekki að sigurinn felst í því að
konur væru í slíkum skóla, jafnvel
í góðum meirihluta og stæðu sig
með prýði.
Páll Vilhjálmsson skrifar:„Augljóst er að hugmyndin
um hagsýna húsmóður er jákvæð
og ætti að vera það. Húsmóðir er
stórt orð, móðir hússins, sem synd
væri að gera að hnjóðsyrði. Og
hagsýni verður seint lagt nokkrum
til lasts.
Þingmaðurinn sem gagnrýndi
fjármálaráðherra hljóp á sig. Og
óþarfi af ráðherra að biðjast afsök-
unar. Nema hann hafi meint eitt-
hvað allt annað en hann sagði.
Stjórnmálamenn eiga það til.“
Þrjár persónur eru í ranni Stak-steina. Ein er köttur og ræður
mestu.
Staksteinar eru ekki hagsýnastahúsmóðirin á heimilinu. Ekki
af því að þeir séu ekki húsmóðir,
heldur eru þeir ekki nægilega hag-
sýnir.
Meinlokur fortíðar
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.2., kl. 18.00
Reykjavík 1 hagl
Bolungarvík 6 skýjað
Akureyri 10 skýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló -7 skýjað
Kaupmannahöfn -2 snjókoma
Stokkhólmur -3 heiðskírt
Helsinki -6 heiðskírt
Lúxemborg 3 þoka
Brussel 3 súld
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 5 skýjað
London 3 þoka
París 7 skýjað
Amsterdam 0 þoka
Hamborg -2 alskýjað
Berlín -3 skýjað
Vín -1 skýjað
Moskva -12 snjókoma
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 13 skýjað
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -25 heiðskírt
Montreal 0 léttskýjað
New York 2 þoka
Chicago -1 alskýjað
Orlando 22 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:42 17:43
ÍSAFJÖRÐUR 9:59 17:35
SIGLUFJÖRÐUR 9:43 17:18
DJÚPIVOGUR 9:15 17:09
Aðhald í ríkisfjármálum hefur
minnkað um 2% af landsframleiðslu
undanfarin tvö ár. Þessu er haldið
fram í umsögn Seðlabanka Íslands til
fjárlaganefndar um fjármálastefnu
fjármálaráðherra til ársins 2022.
Bent er á í umsögn bankans að í
fyrra hafi myndast framleiðslu-
spenna í þjóðarbúinu og spáir bank-
inn því að spennan aukist enn frekar
í ár en minnki svo á ný smám saman
frá og með næsta ári. Því er haldið
fram að miðað við þessa spá og upp-
lýsingar í fjármálaáætlun ríkisfjár-
mála megi ætla að hún feli í sér slök-
un á aðhaldsstigi ríkisfjármála um
0,5% af landsframleiðslu í ár miðað
við síðasta ár.
,,Áætlunin felur hins vegar í sér að
sú slökun yrði tekin til baka á næsta
ári. Samkvæmt því verður aðhalds-
stig opinberra fjármála svipað á
næsta ári og það var árið 2016. Rétt
er þó að hafa í huga að í fyrra slakn-
aði aðhaldið um u.þ.b. 1% af lands-
framleiðslu og kom það í kjölfar svip-
aðrar slökunar árið áður,“ segir í
umsögn Seðlabankans.
Fagnar langtímaáætlun
Bent er á að vandasamt sé að spá
efnahagsumsvifum svo langt fram í
tímann sem fjármálastefnan nær til
ef hagvöxtur verður ekki jafnmikil á
seinni hluta spátímans og nú sé gert
ráð fyrir því stefnt sé að nokkrum
raunvexti ríkisútgjalda.
„Seðlabanki Íslands fagnar hins
vegar langtímaáætlunum hins opin-
bera þar sem horft er lengra en til
eins árs í einu. Til að slíkar áætlanir
gagnist er mikilvægt að þær séu eins
raunsæjar og kostur er.“
omfr@mbl.is
Minna aðhald í ríkisfjármálum
Seðlabankinn segir aðhaldið hafa minnkað um 2% af landsframleiðslu sl. tvö ár
„Við höfum
fundið fyrir
miklum stuðn-
ingi á undan-
förnum vikum.
Það sést best í
fjölda nýrra
Bakvarða sem
hafa bæst í hóp-
inn,“ segir Jón
Svanberg Hjart-
arson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar, en
Bakverðir eru styrktaraðilar fé-
lagsins.
„Á síðustu vikum hafa bæst við
um 1.800 Bakverðir. Nokkuð hefur
verið um einstaka styrki og sala á
minningarkortum hefur aukist
lítillega.“
Spurður hvað Bakverðir styrki
félagið mikið segir Jón allan gang
vera á því.
„Sumir borga 500 krónur á
mánuði, aðrir meira, allt upp í ein-
hverjar þúsundir króna á mánuði.
Þetta er styrkur sem munar held-
ur betur um til að hægt sé að
halda úti öflugu björgunarstarfi
um allt land. Það munar um
hverja krónu. Núna eru t.d. björg-
unarsveitir að störfum vegna ofsa-
veðursins.“
Jón Svanberg
Hjartarson
Bakvörð-
um fjölgar
Mikilvægt framlag
til björgunarstarfs
MEISTARAMÁNUÐUR
Sogavegi 3
Höfðabakka 1
Sími 555 2800
FERSKIR ÞORSKBITAR
ROÐLAUSIR OG
BEINLAUSIR
2 fyrir 1990kr.kg
1.690 kr.kg
FiskibollurSkata