Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 20
FRÉTTASKÝRING Anna Lilja Þórisdóttir Ingveldur Geirsdóttir Vanræksla og ofbeldi. Á Kópavogs- hæli bjuggu fötluð börn sem áttu sér fáa málsvara og skilningsleysi á sértækum þörfum þeirra varð til þess að þau voru beitt ómann- úðlegum refsingum. Skýrsla vist- heimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993, sem kynnt var í fyrradag, hefur vakið óhug margra og vakið margar spurn- ingar um aðbún- að fatlaðra barna og þá starfsemi sem fram fór á Kópavogshæli. „Þetta stofn- anaumhverfi var ekki boðlegt fyrir neinn, hvað þá börn. Þetta var ekki heimili,“ segir Hrefna Haralds- dóttir þroskaþjálfi, ein þeirra sem rætt er við í skýrslunni, en hún starfaði á Kópavogshæli í nokkur ár í lok 6. áratugarins og byrjun þess 7. „Ég byrjaði að vinna þar 17 ára gömul, árið 1959, fór síðan í gæslu- systranámið og lauk því 1962,“ seg- ir Hrefna, en það nám var und- anfari þroskaþjálfanámsins og var kennt á Kópavogshæli.„Ég sá svo margt sem mér fannst ekki í lagi, t.d. að þarna voru börn inni á full- orðinsdeildum með fólki sem átti við ýmsa mjög alvarlega erfiðleika að stríða. En það sem mér fannst sárast var að foreldrum var haldið frá börnunum sínum, það mátti bara heimsækja þau í tvo tíma á sunnudögum og ef fólk vildi koma utan þess tíma þurfti að sækja um það sérstaklega. Það var ekki sjálf- sagt að koma í heimsókn hvenær sem var.“ Hrefna segir að eitt atvik hafi setið í henni öðrum fremur. „Þarna var lítil stúlka sem var utan af landi. Ég skrifaði niður í nokkra daga hvernig henni leið og hvað hún var að gera, þetta var n.k. dag- bók, og sendi foreldrum hennar það. Þau voru mjög glöð að fá þetta, en einhver klagaði mig fyrir stjórnendunum og ég var skömm- uð. Mér var sagt að þetta væri vont fyrir barnið og foreldrana.“ Eftir að hafa lokið námi sem gæslusystir fór Hrefna til Dan- merkur þar sem hún starfaði með fötluðum börnum og kynntist þar annarri aðferðafræði en hér var við lýði. „Þar umgengust foreldrar börnin miklu meira, þau voru bæði í skólum og leikskólum og fengu ýmiskonar markvissa örvun. Ég fór síðan aftur til Íslands, fór aftur að vinna á Kópavogshæli og vonaðist til að þessi þekking mín frá Dan- mörku myndi nýtast og verða til að breyta starfseminni. En það var enginn grundvöllur fyrir því og ég var oftar en einu sinni „tekin á teppið“, eins og við kölluðum það fyrir að ræða þessar hugmyndir. Ég hætti fljótlega að vinna þarna.“ Ómanneskjulegt umhverfi Í skýrslunni kemur fram að börnin á Kópavogshæli hafi fengið litla sem enga formlega kennslu, en menntun þeirra sem dvöldust á slíkum stofnunum var á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda en ekki fræðsluyfirvalda. Árið 1967 var þó ráðinn einn kennari á staðinn og átti hann að kenna öllum, bæði börnum og fullorðnum „í samræmi við getustig þeirra“, eins og segir í skýrslunni. Ekkert eftirlit var með þessari kennslu. Hrefna tekur und- ir þetta. „Börnin fengu enga skóla- göngu og það var ekki einu sinni í umræðunni að breyta því, það gerðist ekki fyrr en nokkrum árum síðar.“ En hvað um markvissa örv- un, var hún í boði fyrir börnin á Kópavogshæli? „Nei, og það var lít- il örvun í umhverfinu þar. Maður sá varla leikföng þarna.“ Börnin á Kópavogshæli fóru ekki í skóla, þau áttu fá eða engin leik- föng og fengu enga markvissa örv- un – hvað gerðu þau allan daginn? „Það var fátt. Það var t.d. ekki tal- ið gott að fara mikið með þau í ferðir út fyrir staðinn, það átti að vernda þau og umhverfið með því að láta þau vera sem mest heima við. Þarna var garður með hárri girðingu, þau fóru stundum út. Annars var bara beðið eftir matn- um. En það þarf að hafa í huga að þarna var kannski ein manneskja, oft ung og ófaglærð, með umsjón með 14-15 manns bæði börnum og fullorðnum með ýmiss konar fötl- un.“ Hrefna segir það vera sína upp- lifun að flest starfsfólkið sem hún starfaði með á Kópavogshæli hafi gert sitt besta, en verkefnið hafi einfaldlega verið stórt og flókið og mikið hafi verið lagt upp úr því að vera innan fjárhagsramma. Í því skyni var gjarnan undirmannað. „En ég verð samt að segja að þarna starfaði alls konar fólk og líklega var þetta ekki starf fyrir alla sem unnu þarna. Umhverfið var ómanneskjulegt og kallaði kannski fram einhverjar hliðar hjá fólki, eins og kemur fram í skýrsl- unni þar sem sagt er frá ljótum at- vikum.“ Hugsar oft um börnin Í skýrslunni kemst vistheimila- nefnd að þeirri niðurstöðu að heil- brigðisráðuneytið hafi vanrækt eft- irlitsskyldur sínar með því að marka ekki skýra stefnu og setja Þetta var ekki boðlegt fyrir börn Hrefna Haraldsdóttir  Á Kópavogshæli var enginn skóli, lítið um leikföng og engin örvun Vistheimilanefnd er þeirrar skoðunar að alvarlegasti vandinn […] hafi falist í skortinum á að sinna heildstætt grunnþörfum barna sem þarna voru vistuð, eins og að veita þeim ekki fullnægjandi meðhöndlun og meðferð, tilfinningalegt atlæti, vitsmunalegan þroska, menntun, félagsleg samskipti og tómstundir. (Úr skýrslu vistheimilanefndar) 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Ríkissjóður hefur greitt út tæpa 2,2 milljarða í sanngirnisbætur til 914 einstaklinga, af rúmum 2,3 milljörðum sem hann hefur skuld- bundið sig til að greiða. Í geymslu eru bætur að fjárhæð 150 milljónir en þær verða að mestu greiddar út á árinu 2018 og eru einkum tilkomnar vegna Landakotsskóla, samkvæmt upp- lýsingum frá Halldóri Þormari Halldórssyni, umsjónarmanni sanngirnisbóta hjá embætti sýslu- mannsins á Norðurlandi eystra. Samkvæmt lögum um sanngirn- isbætur geta einstaklingar, sem voru vistaðir sem börn á vist- heimilum á vegum hins opinbera um og eftir síðustu öld og urðu fyrir ofbeldi eða annarskonar illri meðferð á meðan á vistuninni stóð, sótt um að fá greiddar sann- girnisbætur úr ríkissjóði. Ef vist- maður er látinn geta börn hans sótt um bæturnar með sama hætti. Undanþáguákvæði eru í lögunum um að heimilt er að ákveða að aðrar skýrslur en skýrslur vistheimilanefndar verði lagðar til grundvallar því að krafa um sanngirnisbætur verði tekin til meðferðar, eins og í máli Landakotsskóla. Fyrstu sanngirnisbæturnar voru greiddar út í mars árið 2011 en innköllun á bótakröfum frá vistmönnum og bótagreiðslum er nú lokið vegna níu vistheimila, það eru; Breiðavík, Kumb- aravogur, Heyrnleysingjaskólinn, Reykjahlíð, Bjarg, Silungapollur, Jaðar og Upptökuheimili ríkisins. Haustið 2016 var ákveðið að kalla eftir kröfum frá fyrrver- andi nemendum Landakotsskóla á grundvelli skýrslu rannsókn- arnefndar Kaþólsku kirkjunnar. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um greiðslu bóta vegna skýrslunnar um Kópavogshælið. Hámarksupphæð 7,2 m.kr. Borist hafa í heild 960 umsókn- ir um sanngirnisbætur og hefur greiðsla bóta farið fram í 914 til- vikum. Ástæður fyrir höfnun um- sóknar eru oftast að engar upp- lýsingar finnast um að viðkomandi hafi verið á þeirri stofnun sem um ræðir, sótt er um bætur vegna stofnunar sem fellur ekki undir lögin, viðkomandi dvaldi á stofnuninni í mjög skamman tíma, umsóknin barst of seint og bótakrefjandi dvaldi á stofnuninni eftir að hann náði lögræðisaldri. Hámarksupphæð bóta er í dag 914 hafa fengið sanngirnisbætur AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Skýrsla Vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.