Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 ✝ Sólveig Björg-vinsdóttir fæddist í Hafn- arfirði 3. sept- ember 1929. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 31. janúar 2017. Foreldrar henn- ar voru Þorbjörg Eyjólfsdóttir frá Hákoti á Álftanesi, f. 1904, d. 2007, og Björgvin Helgason, sjómaður frá Brekku á Álftanesi, f. 1904, d. 1967. Börn þeirra voru auk Sólveigar: Eyjólfur, f. 1933, d. 2013, og Guðfinna, f. 1937, d. 2014. Sólveig giftist 12. júlí 1952 Jó- hannesi Páli Jónssyni, f. á Sæ- bóli í Aðalvík 9. desember 1930, d. 9. september 2008. Foreldrar hans voru hjónin Elinóra Guð- bjartsdóttir frá Hesteyri, f. 1898, 1960. Synir þeirra eru a) Óskar Ingi, f. 1986, maki Renata Sig- urbergsdóttir Blöndal, f. 1985. Börn þeirra eru Ragnhildur Lilja, f. 2011, og Magnús Ingi, f. 2015. b) Jóhannes Páll, f. 1992, c) Árni Freyr, f. 1997. 3) Sif, f. 3.8. 1964, maki Ing- ólfur Arnarson, f. 23.4. 1963. Börn þeirra eru a) Steinar Páll, f. 1990, b) Þorbjörg Hekla, f. 1994, unnusti Sigurður Gunnar Sigurðsson, f. 1992, c) Jón Örn, f. 2000, og d) Helgi Valur, f. 2002. Sólveig ólst upp í foreldra- húsum á Norðurbraut 1 í Hafn- arfirði. Sólveig og Jóhannes Páll hófu sinn búskap þar uppi í risi en byggðu sér árið 1956 mynd- arlegt hús á Hellisgötu 31, í brekkunni neðan við Norð- urbraut 1, og bjuggu þar í hálfa öld. Árið 2006 fluttu þau að Herjólfsgötu 40 í Hafnarfirði. Sólveig vann um tíma á Skrif- stofu ríkisspítalanna en eftir að dæturnar fæddust helgaði hún sig fjölskyldunni allt sitt líf. Útför Sólveigar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 9. febrúar 2017, kl. 13. d. 1971, og Jón Sig- fús Hermannsson, bóndi og sjómaður frá Læk í Aðalvík, f. 1894, d. 1991. Sólveig og Jó- hannes Páll eign- uðust þrjár dætur, barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin fjög- ur: 1) Björg, f. 22.9. 1952, maki Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, f. 20.8. 1954. Dætur þeirra eru a) Sólveig Hlín, f. 1981, sambýlismaður Ríkarður Örn Ragnarsson, f. 1978. Börn þeirra eru Matt- hildur María, f. 2009, og Jó- hanna Hugrún, f. 2014, b) María Lind, f. 1989, sambýlismaður Máni Bernharðsson, f. 1987. 2) Signý, f. 5.10. 1959, maki Magnús Ingi Óskarsson f. 11.4. Okkar yndislega mamma hefur kvatt þetta líf. Hún sagði sjálf að við hefðum lífið að láni og það kæmi að því að við þyrftum að skila því. Nú er sú stund upp runnin. Lífið sem hún fékk að láni var gott, þó að lífsgæði hennar hafi verið mörkuð af baráttu við MS sjúkdóminn frá 17 ára aldri. Aldr- ei vorkenndi hún sjálfri sér heldur einkenndist hugarfar hennar af æðruleysi, jákvæðni og bjartsýni, alveg fram á síðasta dag. Við minnumst bernskuheimilis okkar að Hellisgötu 31 hér í Hafnarfirði með mikilli hlýju og gleði þar sem mamma var ætíð heima og til staðar fyrir okkur systurnar. Foreldrar okkar héldu í sameiningu fallegt og hlýlegt heimili. Þau voru vinamörg og skemmtileg heim að sækja. Mamma var rík af mannlegum eiginleikum, átti bjarta og fallega sál. Henni var umhugað um fólkið sitt, hún fylgdist vel með öllum í fjölskyldunni, vinum þeirra og vandamönnum. Hún hafði þá hæfileika að láta fólki líða vel í ná- vist sinni, kunni þá list að hlusta af athygli og náði vel til allra, ungra sem aldinna. Hún var mikil vin- kona okkar, með henni deildum við vonum okkar, gleði og sorgum. Hún var umhyggjusöm, úrræða- góð og veitti stuðning og hvatn- ingu. Þegar barnabörnin komu til sögunnar áttu þau sínar ljúfu stundir hjá ömmu og afa á Hellis- götunni og leituðu mikið til þeirra. Mamma var miðpunktur fjöl- skyldunnar og hélt vel utan um hópinn sinn. Það hefur skilað sér vel, fjölskyldan er afskaplega þétt og samhent. Árið 2006 fluttu hún og pabbi á Herjólfsgötu 40 og bjó mamma þar ein eftir lát pabba 2008. Henni var gert kleift að búa svo lengi ein heima með einstaklega góðri umönnun og gæsku heimahjúkr- unar í Hafnarfirði. Við þökkum þessum yndislegu konum af alhug fyrir umhyggju þeirra og kær- leika í garð mömmu. Mamma iðkaði sína trú á Drott- inn Guð og trúði á mátt bænarinn- ar. Ósjaldan bað hún fyrir okkur og ekki gleymdi hún að þakka Guði fyrir líf sitt og sinna. Við systur treystum því að hún hafi fengið góða heimkomu og að hið eilífa ljós lýsi henni. Hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur, elsku mamma, og al- góður Guð geymi þig. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína. Englar hjá guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þínar að eilífu, Björg, Signý og Sif Jóhannesdætur. Þegar ég gekk á fjöll hafði ég það fyrir sið þegar ég kom á topp- inn að tylla mér niður og hringja í Sólveigu, tengdamóður mína. Það skríkti í henni og hún býsnaðist yf- ir því hvað ég væri nú duglegur að príla þarna upp. Mér þótti lofið gott og lýsti fyrir henni útsýninu af tindinum. Það var gott að eiga Sollu að. Hún passaði vel upp á sitt fólk og fylgdist vel með öllum. Ef við vor- um á ferðinni var Solla ekki í rónni fyrr en hún vissi af okkur örugg- um á áfangastað. Jói og Solla byggðu sér hús á Hellisgötu 31, rétt hjá æskuheim- ili Sollu. Hellisgatan var miðstöð fjölskyldunnar, þar komu allir við og þar kom fjölskyldan saman á góðum stundum. Solla var mið- punkturinn í hópnum á sinn ró- lega, yfirlætislausa hátt. Við bjuggum í næsta húsi við Sollu og Jóa fyrstu 10 ár búskapar okkar hjóna. Það var góð nær- vera. Óskar sonur okkar hljóp yfir til að taka fótboltaleik við afa og Solla hló milli þess sem hún jes- úsaði sig yfir hamaganginum. Þó að Solla hafi verið að berjast við MS sjúkdóminn allan þann tíma sem við þekktumst fannst mér hún aldrei vera sjúklingur. Hún var einfaldlega ekkert að æðrast yfir líkamlegu ástandi sínu en hafði þeim mun meiri áhuga á því sem fólkið hennar var að fást við, vonum þess og verkefnum. Sólveig gekk ekki á fjöll í lif- anda lífi. En hún hjálpaði okkur hinum að klífa okkar fjöll með um- hyggju sinni, stuðningi og góðum ráðum. Nú hef ég trú á að hún skoppi léttfætt í fótspor mín, tylli sér á fjallatindana og virði sjálf fyrir sér útsýnið. Ég þakka Sólveigu góða sam- fylgd í gegnum lífið. Magnús Ingi Óskarsson. Hver segir að lífið eigi að vera auðvelt? Ekki tengdamóðir mín, Sólveig Björgvinsdóttir, sem nú er fallin frá. Frá því hún var ung kona hef- ur hún þurft að glíma við líkam- lega fötlun en tókst alltaf á við sína þröskulda af einstakri yfirvegun og þakklæti fyrir það sem hún hafði og fyrir hjálpina sem hún fékk. Sólveig lét alla sem hjálpuðu til finna hve mikið hún kunni að meta þá aðstoð og þótti aðstoðin aldrei sjálfsögð og kom afskaplega fallega fram við sína velgjörðar- menn. Sólveig og Jóhannes Páll áttu fallegt heimili og frá fyrsta degi var mér vel tekið og alltaf var kaffi og meðlæti í boði og endalaust var hægt að taka upp allar heimsins umræður. Hún var vel inni í öllu og tók þátt og setti sig inn í allt sem var að gerast og hennar ráð voru alltaf gulls ígildi. Sólveig ól þrjár dætur og þótt varla hefði það þótt ráðlegt að eignast þriðju dótturina þá gerði hún það sem betur fer, því ég er sá heppni og þeirrar hamingju að- njótandi að fá að kvænast og helga mig lífi þeirrar yngstu, hennar Sifjar. Sólveig var einstök manneskja og tókst á við erfiðleika af ein- stakri sátt við lífið og tilveruna og ótrúlegu jafnaðargeði. Allt sem rætt var vakti áhuga hennar og gat hún minnt mann á eitthvað sem sagt var eða gert fyrir langa löngu, minnug um allt. Oft kom þetta sér vel, þyrfti maður að rifja upp eitthvað gamalt og gleymt. Hjá henni komstu ekki að tómum kofunum. Þátttaka Sólveigar í lífi afkom- enda sinna var mikil og þegar við vorum að koma þaki yfir höfðuð var hún svo þakklát öllum sem lögðu hönd á plóg. Hún mundi hver gerði hvað og vitnaði oft í það þegar þessi eða hinn gerði þetta eða hitt og hvað það var nú gott verk og kom sér vel. Sólveig smitaði alla af kærleik og væntumþykju og var mið- punkturinn í samheldinni fjöl- skyldu. Hún vissi hvenær ferðalög stóðu fyrir dyrum hjá öllum, hve- nær átti að fara, hvernig og hvert átti að fara og hvenær viðkomandi væri væntanlegur til baka. Sólveig vildi hafa hlutina á hreinu. Hún var með skoðun á flestu og oft þurfti maður að hafa fyrir að sann- færa hana um að þessi leið væri betri en hin, en mikið komu þessar umræður sér vel og oft gott að horfa á málin frá hennar hlið. Í okkar lífi kom Sólveig við sögu á hverjum degi og mun brotthvarf hennar úr þessu lífi hafa mikil áhrif á daglegt líf og tómarúm mun skapast, það er óhjákvæmilegt. Nú hefjast þó nýir tímar hjá henni á öðrum stað og öruggt að sá staður mun fá til sín góðan liðsmann sem mun smita hann af kærleik og væntumþykju. Ég þakka fyrir allar stundirnar sem ég átti með Sólveigu og öll góðu ráðin sem hún gaf mér og ætli hún sé ekki fegnust að þurfa ekki að læra á enn eina fjarstýr- inguna. Minning Sólveigar mun lifa. Ingólfur Arnarson. Elsku amma vinkona. Ég get ekki lýst því tómarúmi sem fylgir fjarveru þinni. Ég horfi til baka og hugsa um hversu ótrú- leg kona þú varst. Þú náðir 87 ára aldri þrátt fyrir að hafa sem ung stúlka veikst af MS og þurft að takast á við það allt þitt líf en þú lést það ekki hindra þig í neinu. Þú áttir gott líf, umkringd samheld- inni fjölskyldu sem þú hélst vel ut- an um. Þú hafðir sterka og góða nærveru, hafðir ákveðnar skoðan- ir á því sem vakti áhuga þinn og lést þær óhikað í ljós. Flesta mína frídaga kom ég til þín í kaffi og spjall og hjá þér leið mér alltaf best. Minningarnar um allar þær stundir sem ég, þú, mamma og Steinar sátum saman og spjölluð- um og hlógum, eru mér svo dýr- mætar. Ég er svo þakklát fyrir hvað þú varst hress um jólin og áramótin síðastliðin, þakklát fyrir allar samverustundirnar þá. Það er gott að hugsa til þess og trúa að nú séuð þið afi sameinuð á ný. Sem barni fannst mér ekkert skemmtilegra en að koma til ykk- ar og fá að gista, stundum þurfti maður bara að breyta aðeins um umhverfi og þá tókuð þið á móti manni opnum örmum, létuð mig finna að ég var alltaf velkomin. Amma mín, þú varst mér svo kær, svo góð vinkona og ekki má gleyma að þú varst sætust eins og ég sagði þér alltaf. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín Þorbjörg Hekla. Elsku amma okkar, mikið er sárt að missa þig en það yljar okk- ur um hjartað að vita af þér hjá honum afa. Amma Solla var sannkölluð ættmóðir. Hún var miðpunktur fjölskyldunnar, spurði alltaf frétta og hafði innilegan áhuga á því sem við vorum að gera hverju sinni. Vildi okkur allt það besta. Fjöl- skyldan var henni allt og það sást greinilega hvað hún undi sér vel þegar við vorum öll samankomin hjá henni. Hellisgatan var okkar annað heimili og það eru ýmsar minning- ar sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka. Vellingurinn hennar ömmu sem sló öllum öðr- um við, hvernig hún nostraði við okkur þegar við fengum að gista og öll þau dásamlegu skipti þegar fjölskyldan kom saman hjá henni og afa af hvaða tilefni sem var. Í seinni tíð eftir að við eltumst og þroskuðumst var yndislegt að kíkja í kaffi til ömmu og heyra sögur af lífinu í Hafnarfirði þegar hún var að vaxa úr grasi og þegar hún og afi voru að koma undir sig fótunum og byggja Hellisgötuna. Margar sögurnar um lífsbarátt- una á þessum tíma voru hreint ótrúlegar og lýstu vel þeirri þraut- seigju, dugnaði og æðruleysi sem einkenndi hana alla tíð. Elsku amma, takk fyrir alla kaffibollana, allar sögurnar, öll góðu ráðin og allar yndislegu minningarnar. Þó að þú sért farin munu þær lifa með okkur alla tíð. Óskar Ingi, Jóhannes Páll og Árni Freyr. Þakklæti og æðruleysi er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til ömmu Sollu. Hún var einstaklega hjartahlý og blíð kona. Amma og afi bjuggu lengst af á Hellisgötu í fallegu rauðu húsi sem afi byggði sjálfur. Amma sá til þess að þar var ávallt ást og hlýja. Minningarnar af Hellisgöt- unni eru ótal margar og ég mun alltaf geta leitað til þeirra þegar ég vil ylja mér um hjartarætur. Amma var alltaf heima og það var svo gott að sitja með henni og spjalla og oftar en ekki var heims- ins besti vellingur á boðstólum með nóg af rúsínum. Ég var líka svo lánsöm að búa á neðri hæðinni hjá ömmu og afa í smá tíma. Það voru ósköp ljúfir tímar. Fátt var yndislegra en að eiga rólegar stundir eftir annasama daga með ömmu sinni. Amma Solla var rólyndiskona og hafði þægilega nærveru. Veik- indin hennar ömmu mörkuðu líf hennar mikið en með einstöku æðruleysi tókst henni að sjá ætíð björtu hliðarnar á lífinu. Hún var óspör á falleg orð í minn garð og hvatti mig áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Ég var skírð eftir henni og ber nafnið hennar stolt og auðmjúk. Ég er mjög þakklát fyrir að dætur mínar kynntust langömmu sinni. Sú eldri mun eiga fallegar minningar um góða vináttu lang- ömmu sinnar, en það var afar hlýtt á milli þeirra. Fyrir þá yngri verð ég að halda minningu ömmu á lofti, sem verður enginn vandi því amma Solla var okkur svo dýrmæt og átti svo mikið í okkur öllum. Ég kveð þig, elsku amma, með þessu fallega ljóði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín Sólveig Hlín. Ég er svo þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, þær verða ljós í hjarta mínu um ókomna tíð. Þú varst fá- dæma nagli sem tók lífinu af miklu æðruleysi og sigldi í gegnum súrt og sætt með höfuðið hátt. Þú vannst alla á þitt band með því að gefa óspart af einstökum persónu- leika þínum. Það hafa verið mikil forréttindi að hafa alist upp í ná- vist þinni, amma mín, þú skilur eftir stórt skarð. Þú segir: Á hverjum degi styttist tíminn sem við eigum eftir Skref fyrir skref færumst við nær dauðanum -en ég þræði dagana eins og skínandi perlur upp á óslitinn silfurþráðinn Á hverju kvöldi hvísla ég glöð út í myrkrið: Enn hefur líf mitt lengst um heilan dag. (Vilborg Dagbjartsdóttir) Þinn Steinar Páll Ingólfsson. Elsku amma mín. Það var ekki að ástæðulausu að ég kallaði þig ömmu vinkonu. Þú varst svo sannarlega góð vinkona; hjartahlý, hvetjandi og sýndir allt- af einlægan áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú gekkst í gegnum margar raunir í þínu lífi en mættir þeim öllum af aðdáunarverðu æðruleysi og þol- inmæði. Það er óskaplega sárt að kveðja þig en ég vil trúa því að nú sértu á betri stað, hjá afa. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Takk fyrir allt og allt, elsku amma vinkona. Þín, María Lind. Elsku Solla. Núna, þegar þú ert farin, streyma tilfinningarnar upp á yf- irborðið. Ég er bæði sorgmædd og glöð en fyrst og fremst er ég þakk- lát. Þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þakklát fyrir vináttu okkar, þakklát fyrir að hafa kíkt til þín með börnin kvöldið áður en þú veiktist. Ég er þakklát fyrir allar góðu fjölskyldustundirnar með þér, hvort sem það var með litlu fjöl- skyldunni minni eða stórfjölskyld- unni þinni. Samband þitt við afkomendur þína var svo fallegt og þú varst umkringd fólki sem elskaði þig. Það er sagt að það sem eftir lifir þegar ástvinur fellur frá sé ekki það sem var sagt og gert, heldur minningin um það hvernig okkur leið þegar við voru saman. Það er þess vegna sem þú skilur svo vel við. Okkur leið öllum svo vel hjá þér. Þín vinkona, Renata. Sólveig Björgvinsdóttir Elsku afi, nú hef- ur þú fengið hvíld- ina eins og þú hafð- ir þráð í svo langan tíma. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað með gömlum fé- lögum og efast ekki um að það er vel tekið á móti þér. Eftir sitja fjölmargar góðar minning- ar, þær fyrstu úr Norður- bænum. Þar leið þér vel, kind- urnar, smíðaverkstæðið og sveitaloftið. Við krakkarnir elsk- uðum að koma í sveitina og fá að skottast með þér og ömmu bæði heima í bæ og í fjárhúsunum. Einnig eigum við fjölmargar minningar úr Ártúninu þar sem þið amma bjugguð ykkur fallegt Magnús Pétursson ✝ Magnús Pét-ursson fæddist 5. ágúst 1931. Hann lést 1. febrúar 2017. Útför Magnúsar var gerð 8. febrúar 2017. heimili þar sem við fjölskyldan hitt- umst og áttum sam- an gæðastundir. Það var svo gaman að segja þér frá því sem við vorum að gera og hvað væri fram undan, þú sýndir því alltaf mikinn áhuga, gafst ráð og vildir alltaf fylgjast með, sér- staklega þegar það var von á stækkun í fjölskyldunni, þá varstu svo spenntur og stoltur. Þú varst nefnilega alltaf svo stoltur af fjölskyldunni þinni og sagðir oft að það væri ekki allir svo lánsamir að eiga stóra fjöl- skyldu sem stæði saman. Elsku afi, það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að hitta þig aftur en minning um ynd- islegan afa lifir, ég veit að þú fylgist vel með okkur frá nýjum stað. Góða ferð, elsku afi. Guðbjörg. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.