Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 48
48 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Afar leynileg pólitísk og diplómatísk
átök um yfirráð á Grænlandi áttu
sér stað milli Bandaríkjamanna og
Dana á dögum kalda stríðsins. Sner-
ust þau um hernaðarumsvif og vís-
indarannsóknir og misheppnaðar til-
raunir til að breiða yfir allt saman.
Frá þessu er skýrt í nýrri bók sem
byggist á þriggja ára rannsóknum á
hinum leynilegu átökum og miklu
spennu sem ríkti um Grænland milli
landanna tveggja. Kemur í ljós að
áhrif Dana í
þeim deilum
voru meiri en al-
mennt hefur ver-
ið talið.
Við vaxandi
spennu í sam-
skiptum Banda-
ríkjanna og Sov-
étríkjanna eftir
seinna heims-
stríðið fundu
Danir sig allt í
einu mitt á milli í stórveldametnaði
þeirra. Lausir úr fimm ára viðjum
þýska hernámsliðsins voru þeir
áfram um að láta til sín taka á al-
þjóðasviðinu og beita forræði sínu
yfir vísindarannsóknum á Græn-
landi, sem varð Bandaríkjamönnum
hernaðarlega mikilvægt í heims-
styrjöldinni. Af því hlutust harðvít-
ugar deilur að tjaldabaki milli
bandarískra og danskra stjórnvalda
um yfirráð á Grænlandi. Er saga
þeirra sögð í bókinni Exploring
Greenland: Cold War Science and
Technology on Ice. Er hún afrakstur
þriggja ára frumrannsókna á banda-
rískum og dönskum skjölum sem
ríkisleynd hefur verið létt af.
„Það er enginn skortur á ráða-
bruggi og leynimakki í bókinni,“
segir Kristine Harper, prófessor við
Florida State-háskólann í Banda-
ríkjunum, meðritstjóri bókarinnar.
Hún er fyrrverandi veður- og haf-
fræðingur sem snúið hefur sér að
vísindasagnfræði. Harper var einn
af æðstu rannsakendum Grænlands-
þrætunnar sem lauk 2013, en bókin
kom svo út seint á nýliðnu ári. Hún
er sögð tæmandi yfirlit um tilraunir
bandarískra stjórnvalda og herafl-
ans að ná undir sig landsvæðum á
Grænlandi frá Dönum, en Græn-
lendingar blönduðust með tímanum
þar inn í svo úr varð þríhliða þræta í
anda „Davíðs og Golíats“; milli Dan-
merkur, Grænlands og Bandaríkj-
anna.
Hernám Danmerkur
kveikti áhuga
„Fyrir lá að Bandaríkin sýndu
Grænlandi mikinn áhuga á tímum
kalda stríðsins. En okkur var ekki
ljóst hversu víðtæk rannsóknarverk-
efni þeirra voru þar,“ segir Ron
Doel, prófessor í sögu við Florida
State-skólann og samverkamaður
Harper. Áður óþekktar og nákvæm-
ar útlistanir á þessum umsvifum
komu í ljós í gömlu leyniskjölunum.
Segir Doel að Danir hafi haft meira
um athafnir Bandaríkjamanna á
Grænlandi að segja en yfirleitt hefur
verið ætlað, að því er fram kemur í
grein um bókina og inntak hennar á
vefsetri vísindafréttaveitunnar
ScienceNordic í Danmörku.
Bandarísk stjórnvöld fengu fyrst
áhuga á Grænlandi þegar Þjóðverjar
hernámu Danmörku. Með hern-
aðarlega mikilvægri legu landsins
mitt á milli Bandaríkjanna og Evr-
ópu voru bandamenn staðfastir í því
að Grænland mætti ekki falla í hend-
ur óvinarins. Þar var um mikilvæga
stöð til millilendinga að ræða fyrir
flugvélar bandamanna og úr mik-
ilvægum gögnum veðurstöðva víða
um landið reyndist unnt að þróa
áreiðanlegar veðurspár fyrir Evr-
ópu sem voru forsenda árangurs
bandamanna í hildarleiknum mikla.
Daginn sem Þjóðverjar réðust inn í
Danmörku, 9. ágúst 1940, sam-
þykktu Bandaríkin að veita Græn-
landi hervernd og halda uppi birgða-
flutningum þangað. Og þegar
Bandaríkjamenn hófu þátttöku í
heimsstyrjöldinni 1941 veitti Henry
Kaufmann, útlægur sendiherra
Dana í Washingon, þeim leyfi til að
reisa herstöðvar þar gegn því að þeir
viðurkenndu yfirráð Dana í Græn-
landi.
Hröð uppbygging herstöðva
Bandaríkjamenn gengu tafarlaust
til verks og reistu herstöðvar,
byggðu flugvelli og rannsókn-
arstöðvar. Þjálfuðu þeir um 7.000
nýja veðurfræðinga og sendu hluta
þeirra til veðurstöðva víða á norð-
urslóðum. Árið 1944 mönnuðu 5.795
manns herstöðvar víða um Græn-
land, eða sem svaraði fjórðungi íbúa
Grænlands (21.412) á þeim tíma. Við
stríðslok hafði veðurþjónusta hers-
ins tekið í notkun 14 veðurstöðvar
víða um Grænland ásamt því að reka
13 til viðbótar sem Danir höfðu
byggt fyrir stríð. Jafnframt tóku
þeir yfir leynilegar veðurstofur sem
Þjóðverjar höfðu komið upp fyrir
stríð og voru á hinni óaðgengilegu
austurströnd landsins.
Eftir styrjöldina dró ekkert úr
hernaðarlegu mikilvægi Grænlands í
augum Bandaríkjamanna. Stjórn-
völd í Washington sáu Grænland og
norðurslóðir sem hugsanlegan vett-
vang þriðja heimsstríðsins í ljósi
vaxandi ógnunar frá Sovétríkjunum
og sem aðkomuleið fyrir sovéska
innrás í Bandaríkin. „Grænland var
algjör þungamiðja í vörnum Norður-
Ameríku,“ segir fyrrnefndur Doel.
Og ekki þótti Bandaríkjamönnum
nóg að hafa bara leyfi til að athafna
sig í Grænlandi, þeir vildu eignast
landið, sem lá mitt á milli Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna.
Vildu kaupa af Dönum
„Þegar danski utanríkisráðherr-
ann heimsótti Bandaríkin í desem-
ber 1946 bað hinn bandaríski starfs-
bróðir hans óhikað um að selja
Bandaríkjunum Grænland,“ segir
Matthias Heymann, prófessor við
háskólann í Árósum í Danmörku og
einn af meðritstjórum bókarinnar
um átökin um Grænland, í fyrr-
nefndri grein ScienceNordic.
„Danski ráðherrann hafði ekki
reiknað með þessu og hann fór í ferð
sína til Washington gagngert til þess
að tjá bandarískum yfirvöldum að
tími væri kominn á heraflann í
Grænlandi; þeir skyldu nú yfirgefa
landið.“
Heymann segir að útspil Banda-
ríkjamanna hafi hneykslað Dani.
„Þeir áttuðu sig ekki á þessum tíma
á hinum gríðarlega áhuga banda-
ríska hersins á Grænlandi.“
Bandaríkin buðust til að borga
100 milljónir dollara sem talið var að
yrði einkar freistandi í augum Dana
vegna ástandsins í landinu eftir
stríð. En þeir höfnuðu kauptilboðinu
tafarlaust. Lína var dregin í sand-
inn, Grænland var ekki til sölu.
Gátu ekki mannað
veðurstöðvar
Danir gengu hratt til verks og
yfirtóku jafnt og þétt lykil vísinda-
stofnanir og rannsóknir á Græn-
Tókust hart á um Grænland
Pólitískum átökum um Grænland er lýst í nýrri bók um hernaðarleg og vísindaleg umsvif þar í
landi í seinni heimsstyrjöldinni Lýsir tilraunum Bandaríkjamanna til að ná landinu frá Dönum
Ljósmynd/Flugher Bandaríkjanna
Grænland Frá flugherstöð Bandaríkjamanna í Thule á Grænlandi í júlí 1989. Aðalbrautin er 3.000 metra löng.
Eftirlit Nýtísku ratsjárstöð í Thule var sérsmíðuð til að fylgjast með
eldflaugaskotum. Mikilvægur hlekkur í gagnflaugakerfi Bandaríkjanna.
Grænland Forsíða
bókarinnar.
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
STURTUKLEFAR
Mælum, framleiðum,
útvegum festingar og
setjum upp.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI