Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 56
56 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
Í síðustu viku varð
nokkur umræða um
leigufélög á íbúðamark-
aði í kjölfar þess að Ár-
mann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri í Kópavogi,
viðraði þá skoðun í við-
tali við RÚV að lífeyr-
issjóðir ættu ekki að
taka þátt í uppbygg-
ingu íbúðaleigufélaga. Í
kjölfarið stigu fram for-
svarsmenn lífeyrissjóða, leigufélaga
og verkalýðsfélaga sem lýstu allt ann-
arri skoðun en Ármann. Staðan á
íbúðamarkaði er um margt þröng eins
og bent hefur verið á undanfarið og af
þeim sökum tel ég mikilvægt að ríki,
sveitarfélög, fjármagnseigendur og
fleiri hlutaðeigandi aðilar taki höndum
saman til að bæta úr þeirri brýnu íbúð-
arþörf sem fjölmargir standa frammi
fyrir í dag.
Talið er að framtíðin feli í sér fjöl-
breyttari íbúðaúrræði en verið hefur.
Viðhorf fólks breytist hratt um þessar
mundir, t.d. er ungt fólk hreyfanlegra
en áður var og kröfur til húsnæðis aðr-
ar. Lóðarverð, byggingarkostnaður og
vaxtastig eru afgerandi þættir þegar
kemur að fasteignaverði á hverjum
tíma og framboð og eftirspurn hafa
eðlilega áhrif auk þess sem sýnt hefur
verið fram á mikla fylgni milli kaup-
máttar og fasteignaverðs. Þá fer stór
hluti framleiðslugetu byggingariðn-
aðarins um þessar mundir í ýmis verk-
efni sem tengjast ferða-
þjónustu auk þess sem
leiga íbúðarhúsnæðis til
ferðamanna hefur einn-
ig áhrif á markaðinn,
sérstaklega eignir í
miðbæ Reykjavíkur.
Norræn fyrirmynd
Heimavellir eru
íbúðaleigufélag að nor-
rænni fyrirmynd sem
hefur það markmið að
bjóða örugga lang-
tímaleigu, sanngjarnt
leiguverð og góða þjónustu. Félagið
hefur verið byggt upp með samein-
ingu starfandi leigufélaga sem sum
hver hafa allt að 15 ára rekstrarsögu
að baki og reka Heimavellir í dag um
1.800 íbúðir um land allt, þar af um
340 á höfuðborgarsvæðinu. Innan við
100 íbúðir í heildarsafni félagsins eru
nýjar íbúðir sem keyptar voru sér-
staklega sem leiguíbúðir. Almennt er
talið að um 13.000 leiguíbúðir séu á
höfuðborgarsvæðinu og eru áhrif
Heimavalla því fremur lítil á mark-
aðnum. Leigjendur Heimavalla njóta
forgangs við úthlutun nýrra leigu-
íbúða og hefur fyrirkomulagið mælst
vel fyrir, einkum meðal þeirra sem
flytja af landsbyggðinni til höf-
uðborgarsvæðisins og einnig þeirra
sem þurfa stærri íbúð.
Stærðarhagkvæmni
Ástæður þess að fólk býr á leigu-
markaði eru ýmsar. Ein er sú að það
fylgja því ákveðnir kostir að leigja.
Einn er sá að þurfa ekki að hafa
áhyggjur af þrifum í sameign eða um-
hirðu lóðarinnar. Annar er sá að leig-
unni fylgja aldrei óvænt útgjöld, t.d.
þegar ráðast þarf í ófyrirséð viðhald.
Nú er staðan sú að meira en fimmt-
ungur þjóðarinnar býr í leiguhúsnæði
og hafa leigjendur ítrekað kallað eftir
öruggri langtímaleigu og hagstæðara
leiguverði. Í nágrannalöndum okkar
starfa öflug leigufélög sem mörgum
þykir vanta hér á landi. Stór félög
njóta meiri rekstrarhagkvæmni auk
þess sem þau hafa betri möguleika til
fjármögnunar. Heimavellir stefna að
skráningu á hlutabréfamarkaði síðar
á þessu ári og mun þá hver sem er
geta kynnt sér rekstur og efnahag fé-
lagsins á hverjum tíma. Lífeyrissjóðir
landsins bera og hafa ávallt borið
mikla ábyrgð í íslensku samfélagi.
Sjóðirnir eru m.a. umsvifamiklir fjár-
festar á hlutabréfamarkaði og því tel
ég að erfitt geti reynst að byggja hér
upp öflug og ábyrg leigufélög að nor-
rænni fyrirmynd nema með þátttöku
lífeyrissjóðanna.
Mikilvægi vaxtalækkunar
Vextir langtímalána hafa afgerandi
áhrif á leiguverð. Gott dæmi um mik-
ilvægi vaxtalækkunar eru íbúðir sem
Heimavellir buðu til leigu í nýju 32ja
íbúða fjölbýlishúsi í Mosfellsbæ.
Ódýrustu íbúðirnar í húsinu eru 68
fm þriggja herbergja íbúðir sem
boðnar voru til leigu á 150.000 kr. á
mánuði auk 10.000 kr. hússjóðs. Ef
okkur stæði til boða sama vaxtastig
og íbúðaleigufélögunum annars stað-
ar á Norðurlöndum væri mán-
aðarleiga þessara þriggja herbergja
íbúða í Mosfellsbæ um 125.000 kr. á
mánuði. Þau leigukjör fælu í sér 300
þúsund króna sparnað á ári fyrir
leigjandann. Það er því samfélags-
lega aðkallandi að knýja fram lækkun
vaxta á Íslandi.
Hafa samfélagshlutverki að
gegna
Ég tel að enginn vafi leiki á því að
íbúðaleigufélög geti gegnt mikilvægu
hlutverki á íslenska fasteigna-
markaðnum, líkt og raunin er víða er-
lendis. Það er mikilvægt að hér sé
unnt að bjóða íbúðarleigjendum
traustan valkost enda eiga allir rétt á
öruggu þaki yfir höfuðið fyrir sann-
gjarnt verð.
Íbúðaleigufélög geta gegnt
mikilvægu samfélagshlutverki
Eftir Guðbrand
Sigurðsson » Ástæður þess að fólk
býr á leigumarkaði
eru ýmsar. Ein er sú að
það fylgja því ákveðnir
kostir að leigja.
Guðbrandur
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimavalla, leigufélags.
Eitt af því sem ein-
kennir samfélagið okk-
ar í dag er hvað margt
er orðið ópersónulegt.
Það er eins og að við
séum bara einhver
kennitala, númer í hin-
um íslenska gena-
banka. Oft vill það
gleymast að við erum
hvert og eitt svo miklu
meira en það sem talan
gefur til kynna. Ég hef stundum
sagt að við séum á vissan hátt eins
og ferðataska á leið frá einum
áfangastað yfir á þann næsta. Þér
finnst kannski skrítið að ég skuli
líkja okkur við ferðatöskur. En sjáðu
nú til! Þá má segja að lífið sé eins og
ferðalagið sem taskan er á. Þar með
er líkingin milli okkar og ferðatösku
orðin nokkuð góð. Ekki frekar en
ferðataska á ferð vitum við hvert
ferðinni er heitið. Ferðataskan fær
númer í hvert sinn sem hún fer úr
einni flugvél í aðra á milli áfanga-
staða. Og á leiðinni á milli áfanga-
staða safnast meir og meir í ferða-
töskuna því eigandinn er sífellt að
safna í sarpinn, kaupa eitthvað nýtt
eða stinga einhverju niður sem hann
eignast á ferðalaginu. Þið vitið sjálf
hvernig það er þegar maður er á
ferðalagi, maður kaupir eitt hér og
annað þar, minjagripi, föt, ódýra og
dýra hluti og allt fer í töskuna. Sumt
tökum við fljótt upp aftur og notum
jafnvel á ferðalaginu, sumt lendir í
geymslu þegar við komum heim og
gleymist þar í mörg ár. Sumt fer upp
á vegg til skrauts. Sumu hendum við
bara. Við berum með okkur, eins og
taskan, í gegnum lífið allt það já-
kvæða og neikvæða sem fyrir okkur
hefur komið, allar góðu stundirnar
og hinar slæmu líka, allt það sem við
skreytum okkur með og einnig það
sem við þurfum að fela að því er okk-
ur finnst. Og við eigum okkur öll
bæði góðar og slæmar minningar.
Sumt tekst okkur vel með og annað
miður eins og gengur. En allt fer það
í töskuna okkar góðu.
Nú eru sumir þannig að þeir muna
einhvern veginn bara eftir slæmu
hlutunum sem liggja á töskubotn-
inum. Kannist þið ekki öll við það
þegar við vöknum á morgnana, lítum
í spegil og hugsum með okkur
„hörmung er að sjá mig í dag“.
„Mikið er ég að fitna, ég sem er allt-
af í megrun. Það gengur bara ekki
neitt, ég get ekki látið sjá mig! Það
er munur en hún Gunna eða hann
Jón.“ Svo höldum við út í daginn,
þegar við erum búin að brjóta okkur
sjálf vel og rækilega niður. Og þegar
við erum búin að tala neikvætt um
okkur sjálf í nægilega mörg ár, þá
endar það með því að við förum að
trúa því sem við segjum um okkur
sjálf. Tala nú ekki um
þegar allir aðrir eru
jafn neikvæðir. Því við
erum ekki sérlega dug-
leg að hrósa hvort öðru
Íslendingar! Eða hvað
finnst þér?
En það er til annars-
konar tal. Það er til
dæmis hægt að segja
við sjálfan sig „heyrðu,
ég er nú bara með fullt
af góðum hlutum í
töskunni minni“, svo
við höldum okkur við líkinguna af líf-
inu sem tösku. „Það er bara heil-
mikið sem ég get tekið upp og sýnt
öðrum“. „Ég er búinn að gera fullt af
góðum hlutum“, eða við getum líka
sagt „já, ég lít nú bara ekki svo illa
út í dag“, „ég get alveg látið vaða
einhverja góða sögu í vinnunni eins
og hinir“. Alveg eins og við getum
talað okkur niður í kjallara, þá get-
um við gefið okkur sjálfum klapp á
öxlina og gert lífið þar með miklu
betra fyrir okkur sjálf og umhverfið.
Því við erum hvert og eitt dýrmæt,
einstök og höfum svo óskaplega mik-
ið að gefa frá okkur.
Nú haldið þið kannski að ég sé að
segja að við eigum að blekkja okkur
sjálf til að halda að við séum betri en
við erum í raun og veru. Ef þú hugs-
ar þannig, þá ert þú einn af þeim
sem eru fullir af neikvæðni í eigin
garð. Þú ættir í þessu tilfelli frekar
að stinga neikvæðninni undir stól-
inn, horfa í spegilinn á veggnum
heima hjá þér og segja við speg-
ilmyndina „Þú ert frábær“. Það
skiptir nefnilega svo miklu máli hvað
það er sem við veljum að hugsa um
okkur sjálf. Við erum ekki bara
kennitölur, neytendur, kjósendur
eða genasafn í íslenska genabank-
anum. Við getum sjálf valið hvort við
viljum leggja áherslu á þetta nei-
kvæða eða þetta jákvæða. Ef við
ákveðum að draga svarta rúllu-
gardínu fyrir tilveruna, þá er sálin
alltaf í myrkri, jafnvel þótt sólin
skíni úti. Og af því að við erum nei-
kvæð út í okkur sjálf verðum við full
af neikvæðni út í alla aðra. Hvernig
væri nú að rífa rúllugardínu nei-
kvæðninnar frá sálartetrinu og leyfa
sólinni að skína bæði á okkur sjálf,
fjölskyldu okkar og vinnufélaga? Því
við erum frábær. Og hana nú!
Þú ert frábær
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur Heimisson
»Kannist þið ekki öll
við það þegar við
vöknum á morgnana, lít-
um í spegil og hugsum
með okkur „hörmung er
að sjá mig í dag“.
Höfundur er sóknarprestur
og ráðgjafi.
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín
Bragðgott, ho
llt og næringa
rríkt
2024 SLT
L iðLé t t ingur
Verð kr
2.790.000
Verð með vsk. 3.459.600
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og ámbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
mbl.is
alltaf - allstaðar