Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 VIÐTAL Birkir Fanndal birkir@fanndal.is „Ég hef fengið afskaplega góðar móttökur sem ég er þakklátur fyrir, mér líkar vel hér og er bjartsýnn á framhaldið,“ segir Þorsteinn Gunn- arsson, nýráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps í Mývatnssveit, í samtali við fréttaritara. Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. „Eyjamaður í húð og hár, kominn af sjómönnum og verkafólki, var reyndar mjög lít- ið á sjó þó að faðir minn væri sjó- maður en fór sem unglingur ein- hverja túra,“ segir Þorsteinn, sem á sínum yngri árum var á kafi í íþróttum, aðallega fótbolta en einn- ig í handbolta og eitthvað í golfi. Hann fór í háskólanám til Sví- þjóðar rúmlega tvítugur og lærði þar fjölmiðlafræði. Kom svo aftur til Eyja og fór að vinna þar á bæj- arblaðinu Eyjafréttum, kynntist þar konu sinni, Rósu Signýju Bald- ursdóttur, og eiga þau þrjú börn. Síðar fór Þorsteinn að vinna sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og var þar í á níunda ár en var sagt upp í hruninu. Ferillinn eins og fótboltaleikur „Ég var svo lánsamur að fá vinnu á sveitarstjórnarstiginu hjá Grinda- víkurbæ. Jafnframt bætti ég við mig menntun, tók meistaranám í verkefnastjórnun frá HR og dipl- óma í opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Með minn bakgrunn úr íþróttum hef ég gaman af því að líta á starfs- ferilinn sem fótboltaleik. Eftir und- irbúningstímabil í fjölmiðlafræðinni var ég í fjölmiðlabransanum í fyrri hálfleik. Ég nýtti hálfleikinn til þess að mennta mig meira og undirbúa fyrir seinni hálfleikinn með það í huga að skipta um stöðu á vellinum í seinni hálfleiknum. Í seinni hálfleik fór ég að vinna í stjórnsýslunni hjá Grindavíkurbæ, fyrst sem upplýsingafulltrúi en síð- an sem sviðsstjóri, samtals var ég þar í átta ár og var það dýrmætur tími fyrir mig og góð reynsla, enda toppfólk sem þar vinnur. Ég var með á bak við eyrað að líta í kring- um mig eftir tæp tvö ár, eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Svo ég líki þessu aftur við fótboltann þá opnaðist óvænt félagaskiptagluggi þegar auglýst var staða sveit- arstjóra í Mývatnssveit, ég sótti um og fékk og er afar þakklátur fyrir það tækifæri,“ segir hann. – Varstu ekkert varaður við að sækja hingað? „Ég las mér nokkuð til og ræddi við ýmsa. Það voru allir sammála um að það væri áskorun að takast á við þetta starf í þessu umhverfi en það var nákvæmlega það sem ég var að sækjast eftir. Ég er alveg meðvitaður um söguna hér í Mý- vatnssveit. Hér hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur í gegnum tíðina en rykið er að setjast eftir átökin um Kísiliðjuna og skólamál þótt alltaf komi ný verkefni í stað- inn. Það eru kynslóðaskipti í gangi í Mývatnssveit og margt ungt fólk að flytjast heim sem er afskaplega já- kvætt. Auðvitað eru hér ýmis mál í gangi sem þarf að takast á við í dagsins önn og vinda ofan, en hér er líka verið að horfa til framtíðar og uppbygging í gangi. Þótt Mý- vetningar takist stundum á upplifi ég það ekki sem hatrömm átök heldur fremur sem pólitískan ágreining, þegar því sleppir finnst mér fólk vinna vel saman.“ – Það hlýtur að vera töluverð breyting fyrir þig að flytjast í sveitasamfélag okkar hér? „Mývatnssveit er menningarsveit og hér fæ ég allt beint í æð, ef þannig má komast að orði. Mývetn- ingar minna mig töluvert á Vestmannaeyinga að því leyti að við segjum hlutina eins og þeir eru. Ég hef aðallega búið í tveimur sjáv- arútvegsplássum, Vestmannaeyjum og Grindavík, en nú er ég kominn í bænda- og ferðaþjónustusamfélag. Í grunninn eru verkefni sveitarfé- laga sambærileg en vissulega aðstæðubundin. Mér finnst gaman að hafa mörg járn í eldinum. Það var engin tilviljun að ég fór í meist- aranám í verkefnastjórnun á sínum tíma því ég hef í mínum bakpoka reynslu og menntun héðan og það- an og lít á mitt starf út frá hug- myndafræði verkefnastjórnunar. Annars vegar snýst þetta um skipu- lag og aðferðafræði og hins vegar um mannlega þáttinn, þ.e. sam- skipti og hvernig hægt er að fá fólk til að vinna betur saman að verk- efnum og finna lausnir.“ – Á undanförnum mánuðum hafa margar kærur umhverfissamtaka vegna hótelbygginga verið mjög áberandi og hljóma undarlega í eyr- um þar sem þær virðast nokkuð síðbúnar. Hvað viltu segja um það? „Fyrsta daginn sem ég settist hér á þessa skrifstofu kom úrskurð- ur um Kröflulínu 4 þar sem framkvæmdaleyfið var fellt úr gildi. Ég lenti í hvirfilbyl fyrsta daginn. En ég ákvað þá frá fyrsta degi að nýta styrkleika mína sem verkefn- isstjóri og leit á þetta eins og hvert annað verkefni. Við fórum strax í að búa til verkefnaáætlun hvernig við ættum að vinda ofan af þessu máli og reyndum að vinna það eins faglega og hægt var. Við gátum síð- an skilað nýju framkvæmdaleyfi tveimur vikum seinna.“ Álag á litla stjórnsýslu Þorsteinn segir engan hafa órað fyrir því hvað myndi fylgja í kjöl- farið, með kærum vegna hótelbygg- inganna. Hann lítur einnig á það sem verkefni sem þarf að leysa á faglegan hátt. „Við vitum ekki alveg á hvaða vegferð Landvernd er en þurfum að sætta okkur við veruleikann eins og hann blasir við og það regluverk sem er í gildi. Það sem snýr að sveitarfélaginu í þessum kæru- málum vegna hótelanna þá erum við með kröfu um frávísun á þær allar. Hins vegar er úrskurðarnefnd umhverfismála ofhlaðin verkefnum þannig að málin taka töluvert lang- an tíma,“ segir hann. Þorsteinn segir talsvert álag hafa fylgt þessum málum fyrir litla stjórnsýslu á borð við Skútustaða- hrepp, með tilheyrandi lögfræði- kostnaði, og sé augljóslega íþyngj- andi fyrir lítið sveitarfélag. „En aðalatriðið í mínum huga er að það verður að endurskoða kæru- ferlið, það er engum greiði gerður með því að hafa þetta með þessum hætti. Það þyrfti að straumlínulaga ferlið og hafa kærufrestinn mun fyrr. Ég er fylgjandi því að nátt- úruverndarsamtök hafi kærumögu- leika en ég hefði líka viljað sjá meira frumkvæði að samstarfi frá t.d. Landvernd varðandi þessi mál í stað þess að hrúga hér inn kærum. Þannig mundi ég vilja vinna hlut- ina. Í ljósi aðstæðna finnst mér boltinn vera hjá löggjafanum að grípa inn í og breyta regluverkinu þannig að kærur verði framar í ferlinu.“ Stefnumótun í ferðaþjónustu – Hefurðu velt fyrir þér samein- ingarmálum? „Nei, ég er nú ekki kominn svo langt og hef svo sem ekki sérstaka skoðun á því. Það eru ákveðin mannréttindi að hafa aðgang að nærþjónustunni. Síðast þegar kosið var um sameiningu fyrir áratug eða svo var hún kolfelld í Skútustaða- hreppi.“ – Nú er ferðaþjónusta nærri því að vera stærsti atvinnuvegurinn í sveitinni. Er sveitarstjórn með eitt- hvað í gangi nú varðandi það að bæta aðstöðu fyrir ferðamenn hér á næstunni? „Eitt af mínum fyrstu verkum í starfi var að sækja um fjármagn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga að göngu- og hjólreiðastíg umhverfis Mývatn en þá var búið að undirbúa það í nokkra mánuði. Þegar núverandi sveitarstjórn tók við var farið í að vinna stefnumótun í ferðaþjónustu. Haldnir voru tveir íbúafundir og lokið við ákveðna grunnvinnu. Verkefnið stöðvaðist síðan um tíma en hefur nú verið ræst aftur. Samið var við ráðgjafafyrirtækið Alta um að ljúka þeirri vinnu, jafnframt er í ferli að taka aðalskipulagið upp til að koma afrakstri þessarar stefnu- mótunarvinnu inn í skipulagið. Við vonumst til að þessu verki verði lokið í lok þessa árs eða í síðasta lagi fyrir kosningar 2018 en þetta tekur allt sinn tíma.“ – Hvað geturðu sagt mér um fráveitumálin? „Boltinn er hjá umhverfisráðu- neytinu sem lét verkfræðistofuna EFLU vinna skýrslu sem hún átti að skila í lok síðasta árs. Við áttum fund í síðustu viku með nýjum ráð- herra sem sýndi málinu skilning. Enn er beðið úttektar EFLU og málið er því í bið á meðan. Þetta er náttúrlega risavaxið mál og miðað við þau verndarlög sem hér gilda og þær kröfur sem gerðar eru um fráveitu þá er sveitarfélagið engan veginn í stakk búið til að fjármagna verkefnið. Sem dæmi þá mun þriggja þrepa hreinsikerfi fyrir þéttbýlið í Reykjahlíð kosta næst- um eins og rekstur sveitarfélagsins á einu ári. Ef lesnar eru þingræður um málið á Alþingi á síðasta ári þá er ljóst að þverpólitísk samstaða virtist um stuðning við verkefnið. Við bindum mjög miklar vonir við að hægt verði að vinna málið áfram í góðu samstarfi við ríkisvaldið.“ Móttökustöð að taka til starfa Þorsteinn bendir á að sveitarfé- lagið sé að opna sorpmóttökustöð, fullkomnari en áður hafi þekkst hér. Til að bregðast við kostn- aðarsömu og úreltu sorphirðukerfi og til að uppfylla nútímakröfur ásamt óskum íbúa um aukna flokk- un var gerður þróunarsamningur við Gámaþjónustu Norðurlands sem þjónustuaðila. Þorsteinn segir markmið þessa samnings að þróa hagkvæma og skilvirka lausn en verkefnið fór af stað síðasta sumar með flokkun. „Verkefnið er nokkuð á eftir áætlun þar sem tafsamt reyndist að fá hentuga lóð undir móttökustöð. En hún er tilbúin að mestu og er að taka til starfa.“ – Hvar á vegi er hitaveitudeilu- mál statt við bændur í Vogum? „Því er til að svara að beðið er dóms í málinu, endurflytja þurfti málið fyrir héraðsdómi vegna þess að málið hafði verið þar of lengi. Það má segja að málsaðilar hafi verið sammála um að vera ósam- mála og útkljá málið fyrir dóm- stólum. Þetta mál á sér langa sögu og vonandi verður hægt að leiða það til lykta sem fyrst.“ – Hvað um búsetu sveitarstjóra? Það hefur löngum verið áherslu- atriði heimafólks að sveitarstjóri ætti hér sitt heimili. „Ég skil þessa umræðu og er hún svo sem ekki einskorðuð hér í sveit, þetta þekki ég t.d. vel frá Grinda- vík. Ég er fluttur í Mývatnssveit og fjölskyldan mun flytja hingað með vorinu, nema elsti sonur okkar sem er í háskólanámi í Reykjavík.“ Lenti í hvirfilbyl fyrsta daginn  Nýr sveitarstjóri Skútustaðahrepps fékk eldskírn fyrsta daginn í starfi með úrskurði um Kröfulínu  Veit ekki á hvaða vegferð Landvernd er  Segir kærumálin íþyngjandi fyrir lítið sveitarfélag Sveitarstjóri Þorsteinn, fyrir miðju, ásamt Hafliða Ingasyni og Friðriki V. Árnasyni frá Orkusölunni þegar fyrirtækið gaf hreppnum orkuhleðslustöð. Fjölskylda Þorsteinn Gunnarsson ásamt eiginkonu sinni, Rósu Signýju Baldursdóttur, og Valgerði Maríu, einu þriggja barna þeirra hjóna. Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Lágmarksending 3 ár • 2ja ára ábyrgð Fyrir baðherbergið Fyrir gólfin Fyrir eldhúsið Fyrir þvottinnFyrir gluggana Fyrir heimilið Heimilispakkinn 2ja ára ábyrgð Við kennum þér að þrífa heimilið með köldu vatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.