Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 72
HEIMILIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Lesendur ættu að þekkja versl- unina Parket & gólf sem frá árinu 1988 hefur selt fjölbreytt úrval af gæðaparketi. Árið 2010 var rekst- urinn keyptur af Stepp og eru verslanirnar núna reknar samhliða. „Viðarparket og harðparket hefur fylgt Parketi & gólfi frá upphafi en nýlega bættist við vínilparket. Stepp hefur hins vegar sérhæft sig í öllum gerðum af teppum og mott- um fyrir stofnanir og heimili, og hóf sölu á ofnum víníldúkum árið 2005. Nýjasta fjöðrin í hattinn er síðan veggfóður frá hollenska framleið- andanum BN International,“ segir Elías H. Melsted, framkvæmda- stjóri og eigandi fyrirtækisins. Rúllurnar koma í hvelli Að sögn Elíasar var það vegna greinilegrar eftirspurnar að vegg- fóðri var bætt við vöruúrvalið. „Við vinnum mikið með arkitektum og hönnuðum og sáum að áhuginn var til staðar. Leituðum við að hent- ugum framleiðanda og varð BN fyr- ir valinu m.a. fyrir þær sakir að þar er hægt að fá mjög hraða afhend- ingu á pöntunum. Viðskiptavinurinn getur skoðað sýnishorn í möppum hjá okkur en veggfóðrið er komið til okkar þremur til fjórum dögum eftir að við leggjum inn pöntunina.“ Þetta fyrirkomulag segir Elías að hjálpi til við að halda verðinu niðri enda þurfi verslunin ekki að leggja út fyrir lager af veggfóðursrúllum. „Um leið getur viðskiptavinurinn valið úr mörg hundruð mismunandi gerðum af veggfóðri, sem er mun meira úrval en hægt væri að bjóða upp á ef aðeins væri selt það sem til væri á lager á Íslandi,“ útskýrir Elías. „Þá er smekkur fólks líka svo misjafn og tískan svo fjölbreytt að það væri ekki skynsamlegt að reyna að halda úti lager með öllum þeim veggfóðurstegundum sem fall- ið gætu í kramið.“ BN er rótgróið og stórt fyr- irtæki. „Þar er bæði framleitt venjulegt heimilisveggfóður og einnig veggfóður fyrir verktaka þar sem rúllurnar eru breiðari og efn- ismeiri til að auðvelda veggfóðr- unina. Sem dæmi um fram- leiðslugetu BN þá getum við sent Veggfóður hentar hvar sem er á heimilinu  Veggfóðrið frá hollenska framleiðandanum BN International kemur með hraðsendingu þremur til fjórum dögum eftir að pöntunin hefur verið lögð inn  Mikil breidd er í veggfóðurssmekk Íslendinga, bæði hvað varðar liti og mynstur Morgunblaðið/Eggert Notagildi Elías segir veggfóðrið sem framleitt er nú til dags vera mun sterkara og auðveldara að líma á vegginn. Ótrúlegt úrval af litum og mynstrum er í boði til að poppa upp heimilið. Oft hafa vandmál við veggfóðrun verið notuð sem efniviður í grín- þætti í sjónvarpinu. Bisar þá söguhetjan við að líma vegg- fóðrið rétt og endar iðulega á því að vefjast inn í pappírsrúll- una eins og múmía. Elías segir þetta grín eiga rætur sínar í því að hér áður fyrr var veggfóðrun flóknari. Var þá oft sett undirlag á vegginn til að fela ójöfnur, og var undirlaginu dýft ofan í límið áður en því var komið fyrir á veggnum eftir kúnstarinnar reglum. „Í dag er veggfóður yf- irleitt framleitt með áföstu und- irlagi og veggfóðrunin mjög ein- föld.“ Ættu flestir að geta ráðið við að veggfóðra sómasamlega þó að Elías segi að vitaskuld verði útkoman betri ef fagmaður er fenginn til verksins. „Þarf helst að gæta þess ef mjög greinilegt mynstur er á veggfóðrinu að mynstrið stemmi við næstu rúllu. Þegar veggfóðrið er komið á sinn stað er alltaf smá hreyf- anleiki í því og hægt að hnika renningnum til á veggnum svo að mynstrið passi fullkomlega,“ segir Elías og bætir við að unga fólkið leiti oft að leiðsögn á You- Tube um hvernig á að veggfóðra rétt. Ef heimilismeðlimum tekur að leiðast veggfóðrið er auðveld að- gerð að hreinsa vegginn. „Það þarf bara að bleyta veggfóðrið vel og svo skafa það burt.“ Ekki svo flókið að veggfóðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.