Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017
vinna að undirbúningi og hönnun
bygginganna í samráði við Reykjavík-
urborg. Stefnt er að því að fram-
kvæmdir hefjist í lok árs 2017. Tekið
er fram í samkomulagsdrögunum að
við byggingu fasteignanna skuli við
það miðað að vandað sé til verka án
þess að um íburð sé að ræða.
Reykjavíkurborg hefur tekið að sér
að reisa í samvinnu við ríkissjóð
hjúkrunarheimili á umræddri lóð.
Samningur milli ríkis og borgar er
frágenginn. Hjúkrunarheimilið verð-
ur að 85% í eigu ríkissjóðs og 15% í
eigu Reykjavíkurborgar. Áformað er
að Hrafnista hafi umsjón með upp-
byggingu og rekstri hjúkrunarheim-
ilisins.
Þá mun DAS eiga og reka þjón-
ustumiðstöðina samkvæmt samningi
við Reykjavíkurborg. Áætlað er að
hún verði 1.200 til 1.500 fermetrar að
stærð. Þjónustan mun taka til sam-
bærilegrar þjónustu og veitt er í fé-
lags- og þjónustumiðstöðvum fyrir
aldraða á vegum Reykjavíkurborgar.
Einnig munu rísa á lóðinni um 126
leiguíbúðir fyrir aldraða og þjónustu-
miðstöð á vegum Sjómannadagsráðs/
Hrafnistu. Félagsbústaðir hf. eiga
kauprétt að alls 10 íbúðum á lóðunum.
breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina.
Fyrirhugað er að minni lóðinni, sem
verður um 4.540 fermetrar, verði út-
hlutað fyrir almennar íbúðir og bygg-
ingarréttur á henni seldur að und-
angengnu útboði. Tekjum af
byggingarréttarsölunni verði skipt á
milli lóðarhafa og Reykjavíkur-
borgar. Miðað er við að heildar-
byggingamagn á lóðinni verði 6.400
fermetrar.
Á stærri lóðinni, sem verður um
17.195 fermetrar, munu rísa hjúkr-
unarheimili, þjónustumiðstöð og
leiguíbúðir fyrir aldraða. DAS mun
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Borgarráð hefur samþykkt drög að
samkomulagi um fyrirhugaða upp-
byggingu á lóð við Sléttuveg, en þar á
að byggja íbúðir fyrir aldraða og jafn-
framt hjúkrunarheimili og þjónustu-
miðstöð. Alls er áformað að byggja
180 íbúðir á lóðinni, þar af 126 þjón-
ustuíbúðir (leiguíbúðir) og 64 íbúðir
fyrir almennan markað.
Á þessu svæði í Fossvogi, milli
Kringlumýrarbrautar og Fossvogs-
vegar, hafa nú þegar risið nokkur fjöl-
býlishús eldri borgara.
Fram kemur í greinargerð sem
lögð var fram í borgarráði að skrif-
stofa eigna og atvinnuþróunar, vel-
ferðarsvið og skipulagsfulltrúi
Reykjavíkurborgar hafi að undan-
förnu átt í viðræðum við fulltrúa Sjó-
mannadagsráðs (DAS) og stjórn-
endur Hrafnistu um breytingar á
nýtingu byggingarlóðar við Sléttu-
veg, sem Reykjavíkurborg lagði Sjó-
mannadagsráði til með samningi dag-
settum í júní 2007.
Samkvæmt samkomulaginu er
áformað að skipta núverandi lóð upp í
tvær lóðir. Unnið verður að tillögu að
Fossvogur Hinar nýju byggingar munu rísa á auðu lóðinni sem er neðst til vinstri á myndinni að ofan, næst
Kringlumýrarbraut. Fyrir ofan sjást fjölbýlishús eldri borgara við Sléttuveg. Lengst til hægri er Borgarspítalinn.
Hjúkrunarheimili og
íbúðir við Sléttuveg
Reykjavíkurborg og Hrafnista gengu frá samkomulagi
Hrafnista
» Sjómannadagsráð rekur
Hrafnistuheimili í Reykjavík,
Hafnarfirði, Kópavogi og tvö
heimili í Reykjanesbæ.
» Einnig stóð ráðið fyrir stofn-
un Naustavarar árið 2001 sem
byggði og rekur 200 leiguíbúð-
ir fyrir aldraða í Reykjavík,
Hafnarfirði og Kópavogi.
Ljósmynd/Borgarvefsjá
Engar yfirheyrslur fóru fram í
gær yfir grænlenska skipverjanum
sem er í haldi lögreglu í tengslum
við rannsóknina á dauða Birnu
Brjánsdóttur. Hefur hann ekki ver-
ið yfirheyrður í viku, en lögreglan
vinnur nú í því að fara yfir gögn
málsins.
Einar Guðberg Jónsson, rann-
sóknarlögreglumaður hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í
samtali við breska blaðið Indep-
endent að sést hefði til hins
grunaða þrífa rauða Kia Rio-bílinn
í Hafnarfjarðarhöfn um hádegisbil
laugardaginn 14 janúar sl., daginn
sem síðast spurðist til Birnu.
Fjölskylda Birnu kom í gær á
framfæri þökkum til allra þeirra
sem veitt hafa stuðning og framlag
í tengslum við bæði útför og erfi-
drykkju. „Allir sem með óeigin-
gjarnri vinnu og framlagi hjálpuðu
okkur að búa til yndislega minn-
ingarstund um elsku dóttur okkar
og sýna henni virðingu. Allt þetta
yljar hjartað á sorgarstundu,“ seg-
ir m.a. í yfirlýsingu fjölskyldunnar.
Sást til mannsins
þrífa rauða bílinn
Fjölskyldan þakkar sýndan hlýhug
Rauði bíllinn Stór hluti rannsóknar
snýr að ferðum bifreiðarinnar.
Greint var frá
því í blaðinu í
gær að Sjó-
manna- og vél-
stjórafélag
Grindavíkur
hefði sent óform-
lega fyrirspurn
um sameiginlega
sjóði Alþýðu-
sambands Íslands (ASÍ) vegna þess
að verkfallssjóður þess er nú upp-
urinn. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins standa flestir verkfalls-
sjóðir annarra sjómannafélaga,
sem eru með aðild að Sjómanna-
sambandi Íslands, vel. Má til dæmis
nefna Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis, sem hefur
verið til í 83 ár, en á þeim tíma hef-
ur einungis einu sinni áður verið
greitt úr vinnudeilusjóði félagsins.
Þá hefur einungis einn þriðji þeirra
félagsmanna nýtt sér þau réttindi
að sækja í sjóðinn. mhj@mbl.is
Flestir verkfallssjóðir
sjómannafélaganna
eru í góðum málum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Þrátt fyrir að allt sitji fast í kjaradeilu
sjómanna og útvegsmanna virðist
ekki öll nótt úti í viðræðum vélstjóra
við viðsemjendur þeirra. Samninga-
nefndir VM Félags vélstjóra og
málmtæknimanna og Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi sátu á tveggja og
hálfs tíma óformlegum fundi í fyrra-
dag og segir Guðmundur R. Ragn-
arsson, formaður VM, að það hafi ver-
ið „fínn fundur og vonandi varð hann
til þess að hreyft var við einhverju.
Vonandi verður framhald á því“.
Guðmundur vill þó að öðru leyti lít-
ið tjá sig um árangur þessara þreif-
inga. Ekkert hefur enn komið frá
stjórnvöldum sem gæti greitt fyrir
lausn deilunnar, s.s. varðandi skatt-
fríðindi dagpeninga. ,,Við viljum kom-
ast á sama stað og aðrir sem hafa
þessa dagpeninga. Ef stjórnvöld ætla
sér að breyta dagpeningafyrirkomu-
laginu erum við inni í þeim pakka en
fram að því viljum við standa jafn-
fætis öðrum,“ segir Guðmundur.
2.300 á bótum og kauptryggingu
Sjómannaverkfallið sem hefur
staðið yfir frá 14. desember hefur haft
mikil áhrif á fiskverkafólk. Um 1.600
einstaklingar sem hafa sótt um at-
vinnuleysisbætur hafa tilgreint verk-
fallið sem ástæðu skv. nýju yfirliti
Starfsgreinasambandsins (SGS). Af
þeim fá tæplega 1.300 einstaklingar
greiddar bætur.
„Alls eru um eitt þúsund starfs-
menn á kauptryggingu en atvinnu-
leysistryggingasjóður greiðir hluta
hennar beint til fyrirtækja sam-
kvæmt ákveðnum reiknireglum. Alls
eru nú um 2.300 fiskvinnslustarfs-
menn ýmist á kauptryggingu eða á at-
vinnuleysisbótum vegna verkfalls sjó-
manna. Fiskvinnslufólk á Íslandi er á
milli 3-4.000 manns,“ segir í saman-
tekt SGS.
Nú hafa samtals verið greiddar 312
milljónir kr. úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði vegna verkfalls sjó-
manna. Greidd var 31 milljón kr. í
desember og 281 milljón í janúar í at-
vinnuleysisbætur og vegna kaup-
tryggingar skv. yfirliti SGS.
Helmingur félaga á bótum
Verkfallið kemur misjafnt niður á
fólki eftir landshlutum. Bent er á að
um helmingur félaga í Drífandi í Vest-
mannaeyjum er á atvinnuleysisbótum
og svipaða sögu er að segja um önnur
samfélög sem styðjast að stærstum
hluta við útgerð og fiskvinnslu.
„Fólk er orðið mjög óþolinmótt að
komast aftur í vinnu. Stéttarfélögin
hafa aðstoðað fólk eftir megni að skrá
sig á atvinnuleysisbætur en útlend-
ingar sérstaklega eiga erfitt með að
skilja flókið kerfi,“ segir í yfirliti SGS.
,,Einhver fyrirtæki bjóða starfsfólki
vinnu dag og dag þegar eitthvað er að
gera og stéttarfélög hafa lagt áherslu
á það við fyrirtæki að dreifa þessari
vinnu sanngjarnt á milli starfsfólks og
að fólk sé þá kallað inn í heilan dag en
ekki hálfa (fólk fær ekki bætur fyrir
þá daga sem það er í vinnu hvort sem
það er hálfur eða heill dagur). Þá veld-
ur það að sjálfsögðu úlfúð að skrif-
stofufólk og yfirmenn eru enn í störf-
um en verkafólkið er sett á bætur.“
Eygir von í kjaradeilunni
312 milljónir króna hafa verið greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna
verkfalls sjómanna „Fólk er orðið mjög óþolinmótt að komast aftur í vinnu“
Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Útivist viðBledvatn
Náttúran skartar sínu allra fegursta við hið töfrandi Bled vatn
sem er umvafið tignarlegum Ölpunum og falleg skógarsvæði
blasa við í fjarska. Í ferðinni verður áhersla lögð á að njóta
fjölbreyttrar útivistar, en bæði verður gengið og hjólað. Ferðin
hentar öllum sem eru í ágætis gönguformi og vilja njóta
hreyfingar með góðum hópi fólks í dásamlegu umhverfi.
Verð: 178.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
10. - 17. júní