Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 09.02.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 vinna að undirbúningi og hönnun bygginganna í samráði við Reykjavík- urborg. Stefnt er að því að fram- kvæmdir hefjist í lok árs 2017. Tekið er fram í samkomulagsdrögunum að við byggingu fasteignanna skuli við það miðað að vandað sé til verka án þess að um íburð sé að ræða. Reykjavíkurborg hefur tekið að sér að reisa í samvinnu við ríkissjóð hjúkrunarheimili á umræddri lóð. Samningur milli ríkis og borgar er frágenginn. Hjúkrunarheimilið verð- ur að 85% í eigu ríkissjóðs og 15% í eigu Reykjavíkurborgar. Áformað er að Hrafnista hafi umsjón með upp- byggingu og rekstri hjúkrunarheim- ilisins. Þá mun DAS eiga og reka þjón- ustumiðstöðina samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg. Áætlað er að hún verði 1.200 til 1.500 fermetrar að stærð. Þjónustan mun taka til sam- bærilegrar þjónustu og veitt er í fé- lags- og þjónustumiðstöðvum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar. Einnig munu rísa á lóðinni um 126 leiguíbúðir fyrir aldraða og þjónustu- miðstöð á vegum Sjómannadagsráðs/ Hrafnistu. Félagsbústaðir hf. eiga kauprétt að alls 10 íbúðum á lóðunum. breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina. Fyrirhugað er að minni lóðinni, sem verður um 4.540 fermetrar, verði út- hlutað fyrir almennar íbúðir og bygg- ingarréttur á henni seldur að und- angengnu útboði. Tekjum af byggingarréttarsölunni verði skipt á milli lóðarhafa og Reykjavíkur- borgar. Miðað er við að heildar- byggingamagn á lóðinni verði 6.400 fermetrar. Á stærri lóðinni, sem verður um 17.195 fermetrar, munu rísa hjúkr- unarheimili, þjónustumiðstöð og leiguíbúðir fyrir aldraða. DAS mun Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt drög að samkomulagi um fyrirhugaða upp- byggingu á lóð við Sléttuveg, en þar á að byggja íbúðir fyrir aldraða og jafn- framt hjúkrunarheimili og þjónustu- miðstöð. Alls er áformað að byggja 180 íbúðir á lóðinni, þar af 126 þjón- ustuíbúðir (leiguíbúðir) og 64 íbúðir fyrir almennan markað. Á þessu svæði í Fossvogi, milli Kringlumýrarbrautar og Fossvogs- vegar, hafa nú þegar risið nokkur fjöl- býlishús eldri borgara. Fram kemur í greinargerð sem lögð var fram í borgarráði að skrif- stofa eigna og atvinnuþróunar, vel- ferðarsvið og skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi að undan- förnu átt í viðræðum við fulltrúa Sjó- mannadagsráðs (DAS) og stjórn- endur Hrafnistu um breytingar á nýtingu byggingarlóðar við Sléttu- veg, sem Reykjavíkurborg lagði Sjó- mannadagsráði til með samningi dag- settum í júní 2007. Samkvæmt samkomulaginu er áformað að skipta núverandi lóð upp í tvær lóðir. Unnið verður að tillögu að Fossvogur Hinar nýju byggingar munu rísa á auðu lóðinni sem er neðst til vinstri á myndinni að ofan, næst Kringlumýrarbraut. Fyrir ofan sjást fjölbýlishús eldri borgara við Sléttuveg. Lengst til hægri er Borgarspítalinn. Hjúkrunarheimili og íbúðir við Sléttuveg  Reykjavíkurborg og Hrafnista gengu frá samkomulagi Hrafnista » Sjómannadagsráð rekur Hrafnistuheimili í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og tvö heimili í Reykjanesbæ. » Einnig stóð ráðið fyrir stofn- un Naustavarar árið 2001 sem byggði og rekur 200 leiguíbúð- ir fyrir aldraða í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Ljósmynd/Borgarvefsjá Engar yfirheyrslur fóru fram í gær yfir grænlenska skipverjanum sem er í haldi lögreglu í tengslum við rannsóknina á dauða Birnu Brjánsdóttur. Hefur hann ekki ver- ið yfirheyrður í viku, en lögreglan vinnur nú í því að fara yfir gögn málsins. Einar Guðberg Jónsson, rann- sóknarlögreglumaður hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við breska blaðið Indep- endent að sést hefði til hins grunaða þrífa rauða Kia Rio-bílinn í Hafnarfjarðarhöfn um hádegisbil laugardaginn 14 janúar sl., daginn sem síðast spurðist til Birnu. Fjölskylda Birnu kom í gær á framfæri þökkum til allra þeirra sem veitt hafa stuðning og framlag í tengslum við bæði útför og erfi- drykkju. „Allir sem með óeigin- gjarnri vinnu og framlagi hjálpuðu okkur að búa til yndislega minn- ingarstund um elsku dóttur okkar og sýna henni virðingu. Allt þetta yljar hjartað á sorgarstundu,“ seg- ir m.a. í yfirlýsingu fjölskyldunnar. Sást til mannsins þrífa rauða bílinn  Fjölskyldan þakkar sýndan hlýhug Rauði bíllinn Stór hluti rannsóknar snýr að ferðum bifreiðarinnar. Greint var frá því í blaðinu í gær að Sjó- manna- og vél- stjórafélag Grindavíkur hefði sent óform- lega fyrirspurn um sameiginlega sjóði Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) vegna þess að verkfallssjóður þess er nú upp- urinn. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins standa flestir verkfalls- sjóðir annarra sjómannafélaga, sem eru með aðild að Sjómanna- sambandi Íslands, vel. Má til dæmis nefna Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, sem hefur verið til í 83 ár, en á þeim tíma hef- ur einungis einu sinni áður verið greitt úr vinnudeilusjóði félagsins. Þá hefur einungis einn þriðji þeirra félagsmanna nýtt sér þau réttindi að sækja í sjóðinn. mhj@mbl.is Flestir verkfallssjóðir sjómannafélaganna eru í góðum málum Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir að allt sitji fast í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna virðist ekki öll nótt úti í viðræðum vélstjóra við viðsemjendur þeirra. Samninga- nefndir VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi sátu á tveggja og hálfs tíma óformlegum fundi í fyrra- dag og segir Guðmundur R. Ragn- arsson, formaður VM, að það hafi ver- ið „fínn fundur og vonandi varð hann til þess að hreyft var við einhverju. Vonandi verður framhald á því“. Guðmundur vill þó að öðru leyti lít- ið tjá sig um árangur þessara þreif- inga. Ekkert hefur enn komið frá stjórnvöldum sem gæti greitt fyrir lausn deilunnar, s.s. varðandi skatt- fríðindi dagpeninga. ,,Við viljum kom- ast á sama stað og aðrir sem hafa þessa dagpeninga. Ef stjórnvöld ætla sér að breyta dagpeningafyrirkomu- laginu erum við inni í þeim pakka en fram að því viljum við standa jafn- fætis öðrum,“ segir Guðmundur. 2.300 á bótum og kauptryggingu Sjómannaverkfallið sem hefur staðið yfir frá 14. desember hefur haft mikil áhrif á fiskverkafólk. Um 1.600 einstaklingar sem hafa sótt um at- vinnuleysisbætur hafa tilgreint verk- fallið sem ástæðu skv. nýju yfirliti Starfsgreinasambandsins (SGS). Af þeim fá tæplega 1.300 einstaklingar greiddar bætur. „Alls eru um eitt þúsund starfs- menn á kauptryggingu en atvinnu- leysistryggingasjóður greiðir hluta hennar beint til fyrirtækja sam- kvæmt ákveðnum reiknireglum. Alls eru nú um 2.300 fiskvinnslustarfs- menn ýmist á kauptryggingu eða á at- vinnuleysisbótum vegna verkfalls sjó- manna. Fiskvinnslufólk á Íslandi er á milli 3-4.000 manns,“ segir í saman- tekt SGS. Nú hafa samtals verið greiddar 312 milljónir kr. úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði vegna verkfalls sjó- manna. Greidd var 31 milljón kr. í desember og 281 milljón í janúar í at- vinnuleysisbætur og vegna kaup- tryggingar skv. yfirliti SGS. Helmingur félaga á bótum Verkfallið kemur misjafnt niður á fólki eftir landshlutum. Bent er á að um helmingur félaga í Drífandi í Vest- mannaeyjum er á atvinnuleysisbótum og svipaða sögu er að segja um önnur samfélög sem styðjast að stærstum hluta við útgerð og fiskvinnslu. „Fólk er orðið mjög óþolinmótt að komast aftur í vinnu. Stéttarfélögin hafa aðstoðað fólk eftir megni að skrá sig á atvinnuleysisbætur en útlend- ingar sérstaklega eiga erfitt með að skilja flókið kerfi,“ segir í yfirliti SGS. ,,Einhver fyrirtæki bjóða starfsfólki vinnu dag og dag þegar eitthvað er að gera og stéttarfélög hafa lagt áherslu á það við fyrirtæki að dreifa þessari vinnu sanngjarnt á milli starfsfólks og að fólk sé þá kallað inn í heilan dag en ekki hálfa (fólk fær ekki bætur fyrir þá daga sem það er í vinnu hvort sem það er hálfur eða heill dagur). Þá veld- ur það að sjálfsögðu úlfúð að skrif- stofufólk og yfirmenn eru enn í störf- um en verkafólkið er sett á bætur.“ Eygir von í kjaradeilunni  312 milljónir króna hafa verið greiddar úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna verkfalls sjómanna  „Fólk er orðið mjög óþolinmótt að komast aftur í vinnu“ Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Útivist viðBledvatn Náttúran skartar sínu allra fegursta við hið töfrandi Bled vatn sem er umvafið tignarlegum Ölpunum og falleg skógarsvæði blasa við í fjarska. Í ferðinni verður áhersla lögð á að njóta fjölbreyttrar útivistar, en bæði verður gengið og hjólað. Ferðin hentar öllum sem eru í ágætis gönguformi og vilja njóta hreyfingar með góðum hópi fólks í dásamlegu umhverfi. Verð: 178.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. 10. - 17. júní
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.