Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 93

Morgunblaðið - 09.02.2017, Blaðsíða 93
Sveini í Þjóðleikhúsinu 1961-62, lærði söng hjá Sigurði F. Demetz 1958-61, var einn af stofnendum Söngsveitarinnar Filharmoníu, söng í MR kvartettinum og Stúd- entakórnum og söng um áratuga- skeið með Karlakórnum Fóst- bræðrum og nú síðast með Gömlum Fóstbræðrum. Valdimar hefur skrifað fjölda greina um íþróttir og útivist í blöð og tímarit. Hann gaf út snældu með morgunleikfimi, ásamt Magnúsi Pét- urssyni píanista og söngbókina „Valdimaríu“ 1987. Valdimar var formaður Íþrótta- kennarafélag Íslands 1957-58, for- maður Íþróttanefndar ríkisins 1971- 91, var fyrsti formaður Fimleika- samband Íslands 1968-70 og var fyrsti formaður Ólympíuakademí- unnar 1987-97. Valdimar var Íslandsmeistari á skíðum 1952 og í frjálsum íþróttum 1953. Hann tók þátt í fjölda stúd- entamóta erlendis, var Frakklands- meistari stúdenta á skíðum 1957 og í þriðja sæti í stórsvigi á heimsmeist- aramóti stúdenta í Zakopane í Pól- landi 1958. Hann var í ólympíuliði Ís- lands í alpagreinum í Cortina á Ítalíu 1956 og var þjálfari og farar- stjóri svigmanna á Ólympíu- leikunum í Innsbruck 1964. Valdimar er heiðursfélagi ÍSÍ og FSÍ, og hefur m.a. hlotið riddara- kross Fálkaorðunnar. Fjölskylda Valdimar kvæntist 19.3. 1963 Kristínu Jónasdóttur, f. 24.4. 1933, fyrrv. flugfreyju og forstöðumanni hjá Reykjavíkurborg. Hún er dóttir Jónasar Jósteinssonar, fyrrum yfir- kennara, og Grétu Kristjánsdóttur húsmóður. Synir Kristínar og Valdimars eru 1) Jónas, f.3.6. 1963, véla og orku- verkfræðingur í Kaupmannahöfn, var kvæntur Elsebeth Aller og eru börn þeirra Laura Kristín frétta- maður, Dagmar stúdent og Valdi- mar Björn, nemi í menntaskóla; Örnólfur, f. 4.11. 1964, bæklunar- skurðlæknir, var kvæntur Sóleyju Þráinsdóttur taugalækni og eru börn þeirra Hinrik Þráinn verk- fræðinemi, Kristín Valdís versl- unarskólanemi og Valdimar Kára grunnskólanemi, og Kristján, f. 12.1. 1967, bæklunarskurðlæknir í Bodö í Noregi en kona hans er Caroline Saga Tun skurðlæknir og börn þeirra Una Kristín, Edda Sofie og Sturla, grunnskólanemar. Systkini Valdimars: Finnborg, f. 22.11. 1918, d. 13.6. 1993, útvarps- þulur og leikkona; Þorvarður, f. 14.8. 1927, d. 28.3. 2013, lögfræðingur, kennari og framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur; Anna, f. 30.12. 1928, d. 16.12. 1999, bankamaður í Reykjavík; Guðrún, f. 5.12. 1929, d. 9.4. 1933; Ingólfur Ótt- ar, f. 1.7. 1933, viðskiptafræðingur og fyrrv. skrifstofustjóri; Arnbjörg Auður, f. 4.5. 1935, söngkona; Þór- unn, f. 21.10. 1937, d. 23.8. 2013, hús- móðir; Margrét, f. 2.10. 1941, fyrrv. læknaritari; Guðrún Úlfhildur, f. 1.8. 1943, húsmóðir, og Sigríður Ásta, f. 12.8.1946, húsmóðir. Foreldrar Valdimars: Örnólfur Valdimarsson, f. 5.1. 1893, d. 3.12. 1970, kaupmaður og útgerðarmaður, og Ragnhildur Kristbjörg Þorvarð- ardóttir, f. 24.2. 1905, d. 16.9. 1986, kennari og húsmóðir. Þau bjuggu á Suðureyri við Súgandafjörð til 1945 er þau fluttu til Reykjavíkur. Úr frændgarði Valdimars Örnólfssonar Valdimar Örnólfsson Ragnhildur Björg Metúsalemsdóttir húsfr., f. á Möðru- dal á Fjöllum Stefán Pétursson pr. á Desjarmýri í Borgarf. eystra og á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá Anna Stefánsdóttir húsfr., tók próf frá Kennaraskólanum Þorvarður Brynjólfsson fríkirkjupr. á Reyðarfirði, síðar pr. á Stað í Súgandafirði Ragnhildur Kristbjörg Þorvarðardóttir kennari og organisti Rannveig Ólafsdóttir húsfr., frá Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd Brynjólfur Oddsson bókbindari og skáld á Ísaf. og í Rvík Finnborg Örnólfs- dóttir útvarps- þula og leikkona Arnbjörg Auður (Adda) söngkona Jóna Ingibjörg Örnólfsdóttir húsfr. á Flateyri Stefán Þorvarðarson sendiherra Margrét Örnólfsdóttir fyrrv. læknaritari Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir söngkona Áslaug Hall Proppé húsfr. í Rvík Óttarr Proppé forstj. í Rvík Ólafur Proppé fyrrverandi rektor KHÍ Óttar Proppé bæjarstj. á Siglufirði Hrafnhildur Proppé húsfr. í Garðabæ Óttarr Proppé heilbrigðis- ráðherra Kolbeinn Proppé blaðam. og alþm. Hulda Dögg Proppé kennari og söngkona Örnólfur Kristjánsson sellóleikari Örnólfur Árnason rithöf. Margrét Örnólfsd. tónlistar- kona og handrita- höfundur Olga Guðrún Árnad. rithöf. Salka Guð- mundsd. leikrita- höfundur Guðrún Bjarnadóttir húsfr., f. á Ketilsstöðum Sigfús Pálsson b. á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, síðar smiður á Ísafirði Guðrún Sigfúsdóttir húsfr. á Ísafirði Valdimar Örnólfsson bókhaldari á Suðureyri og verslunarm. á Ísafirði Örnólfur Valdimarsson kaupmaður og út- gerðarm. á Suðureyri, síðar bankam. í Rvík Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. í Fremri-Hnífsdal Örnólfur Þorleifsson skipstjóri á Ísafirði ÍSLENDINGAR 93 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2017 Guðmundur Björnsson fæddistí Urriðakoti í Garðahreppi9.2. 1917. Foreldrar hans voru Björn Jóhannesson og Jónína Guðmundsdóttir. Eiginkona Guðmundar var Krist- ín Benjamínsdóttir en börn þeirra eru Hildur, Dagný, Björn, Edda og Gunnar. Guðmundur ólst upp í Urriðakoti og síðar Hafnarfirði, lauk stúdents- prófi frá MR 1937, læknaprófi frá HÍ 1944, stundaði sérnám í augn- lækningum í Bandaríkjunum og dvaldi í Madison, Chicago og loks Memphis. Hann var starfandi augn- læknir í Reykjavík frá júní 1948 til maí 1989. Hann starfaði í fyrstu á Hvítabandinu en frá 1969 á Landa- koti þar sem hann var yfirlæknir frá 1972-87. Auk þess rak hann stofu í Lækjargötu og Domus Medica og loks á Öldugötu. Guðmundur fór reglulega í augnlækningaferðir um Vesturland. Hann kom á fót göngu- deild fyrir glákusjúklinga á Öldu- götu, skipulagði vaktþjónustu augn- lækna og var einn aðalhvatamaður að stofnun Sjónstöðvar Íslands. Guðmundur hóf kennslu í augn- sjúkdómafræði við læknadeild HÍ, fyrst sem dósent frá 1973 og pró- fessor frá 1979 til ársloka 1987. Guðmundur tók þátt í marg- víslegum félags- og trúnaðarstörfum og má þar nefna stjórn Læknafélags Reykjavíkur, Nesstofu hf., Domus Medica og Augnlæknafélag Íslands. Einnig tók hann þátt í starfsemi Oddfellow-reglunnar. Guðmundur var mikilvirkur í rannsóknum og skrifum. Hann varði doktorsritgerð við HÍ 1967 og fjallaði hún um gláku á Íslandi. Hann var meðritstjóri norræna augnlækningatímaritsins 1974-87. Hann skráði sögu augnlækninga á Íslandi til 1987 og kom hún út 2001. Guðmundur var félagi í Vísinda- félagi Íslendinga og heiðursfélagi Augnlæknafélags Íslands. Hann var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar 1982. Guðmundur lést 10.4. 2001. Merkir Íslendingar Guðmundur Björnsson 85 ára Ása Marinósdóttir Bogi Sigurðsson Edda Ásta Sigurðardóttir Helga Jónsdóttir Valdimar Örnólfsson 80 ára Guðleif Helgadóttir Guðrún Ásta Björnsdóttir Jóhannes Vilbergsson 75 ára Böðvar Jónsson Garðar Árnason Ingunn Cecilia Eydal Jóhann Sigurjónsson Páll Halldórsson 70 ára Guðmundur Hjálmarsson Haukur Ingibergsson Ingibjörg Sigurlaugsdóttir Sigríður Dýrfinna Jónsdóttir Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir Steinunn Guðjónsdóttir 60 ára Bjarni Benediktsson Einar Skúlason Guðbjörg Erla Helgadóttir Guðbjörg Gísladóttir Halldór Júlíusson Haraldur Haraldsson Haukur Þór Hauksson Jóhann Tómasson Jón Kristinn Bragason Kazimierz Zdzislaw Lempicki Kári Björgvin Agnarsson Kristján Þór Hallbjörnsson Valgerður Gestsdóttir Wladyslaw Piotr Hubert 50 ára Bin Liu Björn Björnsson Elín Sigurgeirsdóttir Gísli Árni Snorrason Gyða Björg Jónsdóttir Jóhannes Hörður Harðarson Jórunn Sjöfn Guðlaugsdóttir Karl Arnar Aðalgeirsson Kolbrún Jónsdóttir Linda Björk Gísladóttir Linda Valdimarsdóttir Malgorzata Skrocka 40 ára Agnieszka Wioletta Sobczak Alejandro A. Catayas Auður Ósk Emilsdóttir Cirila Renegado Tabigue Daði Árnason Eðvald Ragnarsson Guðmundur Páll Ólafsson Jóhanna M. Fleckenstein Karen Sóley Jóhannsdóttir Óttar Orri Guðjónsson Sigurður Árni Magnússon Sigurður Hjaltalín Þórisson Sigurður Ingi Sveinsson 30 ára Guðni Ellertsson Ingi Árni Leifsson Kristjana Hrönn Árnadóttir Leifur Ýmir Eyjólfsson Ólafur Jakob Björnsson Rakel Sif Hauksdóttir Reynir Þór Jónsson Sigríður Linda Helgadóttir Þorvaldur Snæbjörnsson Til hamingju með daginn 30 ára Þorvaldur býr í Reykjavík, lauk BSc-prófi í efnafræði frá HÍ og er efna- fræðingur hjá Rannsóknar- þjónustunni Sýni. Maki: Ditte Hojgaard, f. 1984, starfsmaður hjá Ís- lenskum fjallaleið- sögumönnum. Sonur: Snæbjörn Hojgaard Þorvaldsson, f. 2016. Foreldrar: Björk Guð- mundsdóttir, f. 1957, og Snæbjörn Þorvaldsson, f. 1957. Þorvaldur Snæbjörnsson 30 ára Rakel ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi, lauk prófi sem lyfjatæknir og er lyfjatæknir við Landspítalann. Maki: Einar Haraldsson, f. 1985, sjúkraþjálfari. Sonur: Haraldur Snær Einarsson, f. 2014. Systir: Anný Rut Hauks- dóttir, f. 1981. Foreldrar: Ólöf Ingibjörg Steinarsdóttir, f. 1962, og Haukur Vilhjálmsson, f. 1957. Rakel Sif Hauksdóttir 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, býr þar og starfar við rafmagns- viðgerðir hjá Nesradíó. Systkini: Kolbrún Björns- dóttir, f. 1974; Ólafur Björnsson, f. 1981, og Hannes Pétur Björnsson, f. 1983. Foreldrar: Sigþrúður Ólafsdóttir, f. 1957, hjúkr- unarfræðingur, og Björn Júlíus Hannesson, f. 1954, rafeindavirki. Þau búa í Reykjavík. Ólafur Jakob Björnsson Lágmúli 5, 108 Reykjavík | Sími 571 5800 | gudrun@garun.is | garun.is Ertu í söluhugleiðingum? Guðrún Antonsdóttir Lögg.fasteignasali Ég sel ALLT hratt og vel. Mikil reynsla og þekking. Hringdu núna, 697 3629 ég svara í símann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.